3.1.2013 | 10:07
Eina ályktunin?
sem finnst á heimasíðu BF eða Bjartrar Framtíðar er skráð þann 8 september, 2012 .
" Ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 var samþykkt á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar, sem fór fram í nýjum húsakynnum flokksins á horni Hverfisgötu og Barónsstígs á fimmtudagskvöld. Á þriðja tug stjórnarmanna mætti á fundinn sem var líflegur og skemmtilegur.
Björt framtíð vill beita sér fyrir því að hér á landi ríki efnahagslegt jafnvægi og að húsnæðislán verði á svipuðum kjörum og víðast í Evrópu. Hún leggur ríka áherslu á mannréttindamál og umhverfismál og að fjölbreytni ríki á öllum sviðum mannlífsins. Björt framtíð vill að nýting auðlinda sé ávallt í jafnvægi og skili mun meiri arði í sameiginlega sjóði en nú er og að meira frelsi ríki í viðskiptum.
Þá vill Björt framtíð klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og freista þess að ná sem bestum samningi sem þjóðin getur tekið afstöðu til eftir upplýsta umræðu. Björt framtíð vill að þjóðin standi sig betur í endurvinnslu og vistvænum lífsháttum og að þjóðin setji sér nýja, frumsamda og skýrari stjórnarskrá, líkt og Stjórnlagaráð hefur lagt til.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýsamþykktri ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar, sem ber einfaldlega heitið Ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1. Ályktunin er grunnstefna flokksins og tilgreinir fjölmörg markmið sem Björt framtíð telur fýsileg. Ályktunin hefur verið birt hér.
Nánara málefnastarf, og útfærslu á leiðum, mun síðan fara fram mestmegnis á netinu. En innan skamms mun Björt framtíð opna síðuna heimasidan.is, sem er í raun málefnafundur, þar sem fólk getur skráð sig inn."
Ég gat ekki fundið aðra ályktun eða stefnu en þessa sem 30 félagsmenn afgreiddu í september síðastliðnum. Flokkurinn vill hitt og þetta í þessu og hinu. Ég kem ekki auga á neitt sérstakt annað sem grunnstef í stefnu flokksins annað en ESB inngöngu og nýja stjórnarskrá. Ef ég man rétt þá er víst annar flokkur með sama grunnstef.
Þetta dugar flokknum hinsvegar til að verða álíka stór og Framsóknarflokkurinn meðal almennra kjósenda í skoðanakönnun sem RÚV skýrði frá í gær. Mér finnst það vel af sér vikið.
En fyrir Sjálfstæðisflokkinn felst vart önnur viðvörun í þessu annað en að varasamt geti verið að setja fram stefnuskrá fyrir kosningar. Kjósendur vilji bara láta segja sér í almennum orðum eiithvað kliðmjúkt og áferðarfallegt. Var það ekki einmitt Jón Gnarr sem setti fram sína stefnuskrá með þeim hætti að það mætti þá alltaf svíkja öll bestu kosningaloforðin eins og þetta með ísbjörninn og frí handklæði í sund?
Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn er fastur í 36.5 % og gengur hvorki afturábak né áfram. Þetta dugar Birni Birgissyni í Grindavík til að spá í spegli sínum 23 þingmönnum fyrir sjalla.
Verða Sjálfstæðismenn ekki að reyna að komast að því hvað það er sem er svona hræðilegt við flokkinn að enginn vilji kjósa hann þrátt fyrir góða stefnuskrá og glæsilegt mannval? Myndi ganga betur að fá Jón Gnarr sem formann? Er ekki hægt að endurforrita manninn í því skyni að hann valdi hlutverkinu? Hætta að hafa áhyggjur af framtíð lands og þjóðar en skerpa sýn á skemmtiefni og almenna kátínu þjóðarinnar? Er Sjálfstæðisflokkurinn húmorslausari en hinir?Ekki nógu líflegur og skemmtilegur?
Bíðum við ekki spennt eftir næsta útspili á ársfjórðungsgamalli heimasíðu BF sem lofar fjörugum samskiptum og skoðanmyndun. Gaman verður að sjá Gallup eftir að fleiri ályktanir en þessi eina birtast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Gaman væri ef kannað yrði hvernig þeir, sem nú lýsa yfir stuðningi við Bjarta framtíð í skoðanakönnunum, kusu Besta flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Ef þeir eru uppistaðan í fylgi Bjartrar framtíðar, þá er það sama fólkið og taldi rétt fyrir borgarstjórnarkosningarnar að kjósa þá, sem sögðust gefa það eina kosningaloforð að áskilja sér rétt til að svíkja öll kosningaloforð og að betra væri að kjósa framboð sem væri skipað öðru fólki en þeim sem hefðu siglt landinu í Hrun.
Í stað borgarstjóraóreiðu kæmi borgarstjóri sem segðist fyrirfram sækjast eftir þægilegri og vel borgaðri vinnu, léti aðra vinna fyrir sig leiðinlegu verkin, en stæði sig hins vegar oft vel fyrir hönd borgarinnar út á við og heillaði jafnvel heimsfrægt fólk.
Sem sagt: Í stað flokkanna, sem fyrir væru og byggju við algert vantraust kjósenda væri skárra að velja í staðinn nánast hverja sem væri.
Ómar Ragnarsson, 3.1.2013 kl. 10:26
Söng ekki gamli Bing: Anything goes!
Halldór Jónsson, 3.1.2013 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.