Leita í fréttum mbl.is

Homo politico islandus erectus !

er sérstök tegund lífvera sem virðist ekki fæðast í Noregi til dæmis.

Hérlendis er uppáhaldsúrræði stjórnmálamanna, sérdeilis úr hópi nýfrjálshyggjuandstæðinga, að tala um aðkomu lífeyrissjóðanna okkar að þessu máli eða hinu. Flest vandamál má leysa af því sem stendur í flokksþingsályktunum sem hljóða einhvernveginn þannig: "Efla ber, styrkja ber...veita skal fjármagni, leggja skal áherslu á" Það má alltaf seilast í Lífeyrissjóðina þegar eitthvað stórkostlegt er á dagsskrá. Lífeyrissjóðina á enginn hvort sem er nema kannski forstjórarnir sem ráða þeim. Þeir eru þannig að vissu leyti fé án hirðis sem getur auðveldlega tapast í hundrað milljarða vís án þess að nokkur geri sér rellu yfir því.Það er bara lækkaður lífeyririnn. Og hverju er ekki sama um lífeyrisþega?

Í Fréttablaðinu er skrifaður leiðari um norska olíusjóðinn og hans aðskiljanlegu náttúrur.Hvernig Norðmenn hafi vit á því að geyma hann fyrir utan hagkerfið fyrir komandi kynslóðir. Grípum niður í þessum hugleiðingum ritstjórans og hugsum dæmið nær okkkur:

"Það er yfirlýst markmið íslenzkra stjórnvalda að draga stórlega úr notkun jarðefnaeldsneytis og ákveðin þversögn í því fólgin að hefja þá vinnslu á því í stórum stíl. Á móti kemur það sjónarmið að olían mun áfram sjá heimsbyggðinni fyrir hluta orkuþarfar sinnar um langa framtíð og það væri ekki skynsamlegt að láta gríðarleg verðmæti á íslenzku yfirráðasvæði liggja ónýtt.

Vítin eru líka til að varast þau hvað varðar áhrif olíuarðsins á hagkerfið. Olíuauðurinn olli á sínum tíma ofþenslu og sveiflum í Noregi. Norðmenn tóku hins vegar þá skynsamlegu ákvörðun að læra af þeirri reynslu og stofna margfrægan olíusjóð sinn. Það blasir við að hér verði strax farin sama leið, ekki sízt í ljósi þess að olían er ekki endurnýjanleg auðlind og finna þarf leiðir til að komandi kynslóðir eignist einnig hlutdeild í arðinum af henni, en honum verði ekki sólundað jafnóðum.

Það er heldur að mörgu leyti ekki hollt fyrir íslenzkt hagkerfi að verða enn háðara náttúruauðlindum en það er í dag. Lönd sem eru rík af auðlindum vanrækja oft mannauð, menntun og þekkingargreinar sem geta stuðlað að sjálfbærum langtímahagvexti. Við þurfum að átta okkur fyrirfram á að sú hætta getur enn aukizt og vinna á móti henni.

Nokkur ár munu líða þangað til fyrir liggur hvort hægt er að hefja olíuboranir á Drekasvæðinu. Þann tíma þarf að nýta til að móta heildstæða stefnu um þessi mál."

Það munu líða nokkur ár þangað til að okkar steingrímar geta farið að nota íslenskar olíutekjur til að gera með langþráð góðverk á landi og lýð. Vegna sérstöðu okkar verður aldrei hægt að fara norsku leiðina með olíupeninga.Hvaðan kemur ritstjóranum sú viska að við munum gera eitthvað svipað og Norðmenn? Að okkur varði eitthvað um komandi kynslóðir? Sýnist mönnum til dæmis að prinsarnir í Saudi-Arabíu hugsi þannig? Eða Rockefellerarnir? Væri það ekki helst hann Hugo Chavez?

En sjáið þið þetta gerast á Íslandi Steingríms J. Sigfússsonar eða hans nóta? Eða þeirra sem koma á eftir honum?

Mun ekki tegundin Homo Politco Islandus Erectus sjá fyrir öllu þessu framtíðarvandamáli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Orð í tíma töluð, Halldór. Og vonandi förum við betur með væntanlegan olíusjóð en "bankaútrásarsjóðinn" en sá síðarnefndi mun þó væntanlega fylgja komandi kynslóðum um ókomna tíð. Þó er líklegt að því sem stungið var undan skili sér að einhverju leyti til baka inn í þjóðarbúið, bakdyramegin, í formi aflandskróna sem auðvisarnir fá að koma með inn í fjárfestingar í hagkerfinu og eru þannig verðlaunaðir fyrir sín fyrri viðskiptaafrek með hagstæðu gengi aflandskrónanna í boði "örvhentu velferðarstjórnarinnar".

Er ekki rétt að koma því í lög á næsta þingi, og áður en "hin heilaga örvhenta vinstristjórn" fer frá völum, að þeir sem sitja í ríkisstjórn nú fái "viðbótararð" af væntanlegum olíugróða fyrir vel unnin störf í þágu lands og þjóðar? Mér finnst við hæfi að þetta fólk og afkomendur þeirra njóti sérstakra ívilnana fyrir framlag sitt í okkar þágu! Kannski spurning um að þau fái hann fyrir fram ef þau boða til kosninga fyrr en seinna....!

Ómar Bjarki Smárason, 6.1.2013 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband