Leita í fréttum mbl.is

Stemningin í lok Sturlungaaldar

hefur hugsanlega verið orðin svipuð og hjá þeim Íslendingum sem eru búnir að fá nóg af getuleysi stjórnmálamanna,Öllum þeim svikum, undirferli, yfirgangi og lygum sem vaða uppi í þjóðfélagi okkar.

Það er ef til vill skiljanlegt að hluti okkar sé búinn að fá yfir sig nóg af vitleysunni og telji að það geti ekki versnað við að fela ESB forræði mála landsins. Fiskveiðiauðlind skipti vemjulegt þurrabúðarfólk engu, það sé búið að stela henni af öllum almenningi hvað svo sé kjaftað um einhverja þjóðareign eða stjórnarskrá. Sama sé um orku fallvatnanna og hveranna, hún snerti okkur almenning ekki neitt.

Var það eina sem gerðist við hrunið að eignir voru hreinsaðar af þeim sem eitthvað áttu en bankagreifar og útrásarvíkingar halda mestu af sínu þýfi? Sjá menn eitthvað annað? Almenningur er rukkaður að fullu, bankarnir gefa ekkert eftir en afskrifað er á gæðingana? Snýst ekki allt um fjármagnseigendur en ekki hinn breiða massa eða millistétt? Er F..you all orðin afstaða almennings til stjórmálamanna? Sami grautur í sömu skál allir saman? Allir bara eiginhagsmunaplógar?

Hinn venjulegi maður var orðinn sárt leikinn í lok Sturlungaaldar. hann var orðinn hundleiður að elta goðana í bardaga og tapa lífinu fyrir þá andskota sem stálu svo öllu steini léttara hvenær sem þeim þóknaðist. Önundarbrenna, Víðinesbardagi, Bæjarbardagi,Örlygsstaðabardagi,Flóabardagi, Haugsnesbardagi,Þverárbardagi, Skálholtsbardagi og svo áfram allt á einni mannsævi. Bara endalaust hrun?

Ekkert af þessu brölti höfðingjanna gagnaðist neinum venjulegum búandkarli. Allt fyrir einhverja uppdiktaða hagsmuni goðans sem var foringinn sem hann laug í búkarlana. Var það nokkur furða að menn segðu F..y við nýjum goðum um 1260 og segðu að verra gæti það ekki orðið undir Hákoni gamla og Gissuri. Voru þeir ekki ESB þeirra tíma sem lofaði friði og siglingum?

Það var svo önnur saga að Staða- Árni hélt bara áfram ránsförinni með krossinn fyrir sér í stað sverðsins áður? Almenningur fékk bara sama skít úr hnefa kirkjunnar í stað goðans áður.

Síðan eru 800 ár liðin. Við erum búin að búa í agalausu þjóðfélagi í hundrað ár og það er búið að stela Íslandi aftur af okkur af nýjum ribböldum. Hver höndin er uppi á móti annarri. Þessi höfðingi á þetta, næsti hitt.Allsstaðar sérleyfi, kvótar, hringamyndanir, bandalög og ættarveldi.

F...y all segir margt fólk uppgefið og vill ganga í ESB. Og maður skilur þá afstöðu að hluta til ef maður verður vonlaus um að nokkuð geti lagast. Hverju á líka fólk að trúa? Steingrími þegar hann segist ekki vilja fara í ESB?

Er eitthvað að breytast? Eru heimilin að fá nokkuð nema kjafthátt? Kjafthátt, kjafthátt og aftur kjafthátt frá svo til hverjum sem er. Rukkarararnir einir eru ánægðir. Í þeirra stétt er eina launaskriðið í þjóðfélaginu eftir því sem formaður Verslunarmanna upplýsir.Uppboð, uppboð. Íbúðalánasjóður á hundruðir íbúða sem standa tómar meðan fólk er á götunni. Hverslags horngrýtis ráðslag og þjóðfélag er þetta annars orðið? Er vona að menn spyrji? Hversvegna flytur fólkið brott?

Skyldi mörgum manninum ekki hafa verið svipað innanbrjósts og mörgum okkar lok Sturlungaaldar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Frábærlega raunsær og kjarnyrtur pistill hjá þér, Halldór. Og kannski er það planið hjá Samfylkingunni að rústa hér öllu og öllum þannig að okkur verði á endanum andskotans sama um allt og alla og getum því allt eins beygt okkur undir vilja Jóhönnu og samþykkt að ganga í ESB. Kannski er það, þrátt fyrir allt, skárri kostur en að brjóta hér allt og brenna? Almenningur í þessu landi hefur nefnilega verið gerður algerlega eignalaus. Og þegar svo er komið missir fólk áhugann á samfélaginu og þar sem við erum ákaflega hreyfanleg þjóð þá endar með því að margir koma sér í burtu til Noregs og annarra landa þar sem mannréttindi eru virt.

Ómar Bjarki Smárason, 8.1.2013 kl. 20:42

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hver er hvaða ætt?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2013 kl. 21:14

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég tok myntkörfulán 2004 og bíð reiknings hæstaréttardóms. Þetta er þrautarganga "litla mannsins" hjá mér, en ég eygi kannski réttlæti'?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2013 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband