Leita í fréttum mbl.is

Ekki þeim að þakka

sem nú breiða úr sér fyrir framan myndavélarnar og halda veislur.

Af síðu Skafta Harðarssonar er þessu stolið:

" Samkvæmt útreikningum dr. Sigurðar Hannessonar stærðfræðings (sem birtust í Mogganum 8. júlí 2009) hefði höfuðstóll Icesave-kröfunnar numið 415 milljörðum kr. sem hefði komið til greiðslu árið 2016 og síðar. (Þetta var miðað við þá forsendu sem Steingrímur J. og Svavar gáfu sér við samningsgerðina um 75% heimtur í búi Landsbankans.) En vextirnir hefðu síðan verið 241 milljarður króna.

Afborganir af Icesave-kröfunni hefðu verið um 3,2% af landsframleiðslu á ári, og þær hefðu verið í erlendri mynt. Dr. Sigurður Hannesson sagði sem vonlegt var að engar líkur hefðu verið á því að íslenska ríkið hefði getað greitt þetta.

Ef Steingrímur J. hefði fengið að ráða sumarið 2009, þá hefði orðið hér greiðslufall, þ. e. þjóðargjaldþrot. Þá hefðu Íslendingar orðið að segja sig til sveitar.

Davíð Oddsson og aðrir þeir sem stóðu gegn Icesave-samningunum höfðu rétt fyrir sér....

...Þjóðin tók í tveimur atkvæðagreiðslum ráðin af þeim Jóhönnu og Steingrími...."

Davíð Oddsson sagði sem frægt er orðið: " Við borgum ekki erlendar skuldir óreiðumanna. "

Kommarnir stóðu nótt eftir nótt með garg og ólæti fyrir utan hús Davíðs vegna staðfestu hans. Enn kyrja þeir haturssönginn hvenær sem þeir fá tækifæri til.

Þessi niðurstaða er hinsvegar ekki þeim að þakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Vel mælt Haldór Jónsson

Jón Sveinsson, 28.1.2013 kl. 14:38

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Segið svo að það þurfi ekki einhvern farveg til að taka völdin af stjórnvöldum þegar heimska þeirra ríður ekki við einteyming.

Kjartan Sigurgeirsson, 28.1.2013 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband