Leita í fréttum mbl.is

Á að lögleiða vændi?

er spurning sem Danir velta fyrir sér þessa dagana. Eiga vændiskonur að mynda verkalýðsfélög osfrv. með réttindum og skyldum?

Eðli málsins samkvæmt finnst manni vændi vera fremur verktakastarfsemi en launavinna. Verktakar bera sjálfir ábyrgð á sér og sínum málum. Þeir stunda hættuleg viðskipti og leggja allt sitt undir. Það gera vændiskonur líka. Þeirra atvinna getur verið mjög hættuleg af mörgum ástæðum. Algengur miskilningur er hjá fólki að melludólgar séu ávallt blóðsugur sem geri sér mat úr eymd annarrar mannsekju. Líklegra er þó að þeir séu öryggisverðir og að vændiskona verði að hafa neyðarhnapp til að geta fengið hjálp við ofbeldi þar sem viðskiptavinir geta verið af ýmsum toga og leynt á sér.

Á  Íslandi  og ef ekki líka í Svíþjóð er vændisstarfsemi stjórnað af siðprúðum konum sem vilja hafa vit fyrir öðrum. Þar er vændi og kaup á því refsiverð háttsemi. Samt starfar fjöldi vændiskvenna í hverju byggðarlagi á Íslandi eins og allir geta kynnt sér á netinu. Sjálfsagt er svipað ástand víða annarssataðr. Starfsemin er neðanjarðar og spyrja má hvort það sé betra eða verra.

Vændi er stundum kallað elsta atvinnugrein heimsins. Það verður líklega alltaf til staðar. Á það ekki að vera virðingarverð atvinnugrein eins og aðrar og heiðarlegt starfsfólk að njóta sömu virðingar  og aðrir þegnar sem ekki skaða aðra? Eiturlyfjafíkn sem orsök vændis er auðvitað skelfileg staðreynd og kemur óorði á heiðarlegt fólk. Á slíkt  að stjórna allri umræðu fremur en að rónar eigi að stjórna áfengismálum heillar þjóðar? Eru ekki til úrræði við öllu sem leggja bót við böl?  Er rétt að láta fordóma stjórna vitrænni umræðu um óumflýjanlega starfsemi eins og vændi?

Af hverju ekki að ræða lagalega stöðu vændis fordómalaust og yfirvegað? 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað segir hin almenna kona í danmörku við því?

Eru konur konum bestar/verstar?

Jón Þórhallsson, 4.2.2013 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband