Leita í fréttum mbl.is

Málaferli Mávs

gegn Seðlabanka vegna vanefnda Jóhönnu á ráðningarsamningi eru til umræðu á Alþingi. Ásmundur Daði spyr ráðherra:

"  


    1.     Hver var kostnaður Seðlabanka Íslands af málaferlum seðlabankastjóra gegn bankanum? 


    Kostnaður til þessa dags nemur samtals 4.060.825 kr. samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands.

    2.     Mun seðlabankastjóri greiða bankanum þann kostnað? 


    Báðir málsaðilar, þ.e. seðlabankastjóri og Seðlabanki Íslands, gerðu kröfu um að hinn greiddi málskostnað vegna dómsins sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur 3. október 2012. 
    Í dómsorði var kveðið á um að málskostnaður félli niður. Það þýðir að málsaðilar bera hvor um sig þann kostnað sem þeir hafa stofnað til sjálfir, svo sem lögmannskostnað.
    Seðlabankastjóri áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar, sem hefur tekið málið til meðferðar, og því liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort þessi niðurstaða er endanleg. .."

 

 Nú kemur önnur umferð fyrir Hæstarétti sem verður ekki billegri.

Hefði ekki verið betra að borga Mávi þetta beint og standa við loforðin ?   Nei, það er ekki í stíl við stríðsstíl forsætisráðherrans. Það verður nú eiithvað annað þegar friðarins maður kemur til í Samfylkingunni.

Árni Páll upplýsir að hann geti lagt til að reka Jóhönnu úr ráðherraembætti. Það yrði aldeilis gaman fyrir okkur Jón Bjarnason að sjá borðunum einu sinni snúið.

En líklega ætlar Árni ekki að taka á sig óvinsældir Jóhönnu  svona kortéri fyrir kosningar. Það er nóg að erfa málferli Mávs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða Mávur er þetta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.2.2013 kl. 15:20

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er skyldur Magnúsi Mávi

mörstjóri KÞ í seinni tíð

Komið þér sælir Píus Páfi

Pétur Jónsson í Reykjahlíð

Már um Má frá Mávi til Más 

Halldór Jónsson, 4.2.2013 kl. 16:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...það var og!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.2.2013 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 3420154

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband