Leita í fréttum mbl.is

Eru kjaramálin óleysanleg

í þessu landi ?

Við erum með ríkisrekið heilbrigðiskerfi sem við viljum bara nota en ekki borga. Við erum búin að setja upp háskólasjúkrahús til að kenna læknum og hjúkrunarfólki sem við getum ekki keypt þjónustu af. Það fer því til hugsanlega úr landi. Við eigum framboð af sjúklingum sem vilja fá lækningu eða umönnun. En við höfum ekki peninga til að borga fyrir það sem þeir þarfnast þó að við ætlum að byggja miklu stærra þak yfir þá. 

Höfum við ekki íslenskar krónur sem við getum prentað fyrir þá? Bara fyrir þá  af því að við erum svo góð? Er það ekki auðvelt?

Höfum við sem þjóð reist okkur hurðarás um öxl?  Höfum við ráð á að reka hér norrænt velferðarþjóðfélag? Hélt ekki Steingrímur því fram? Virðist það hafa tekist nú í enda kjörtímabilsins?

Hver og hverog vill reyna? Eru ekki kosningar bráðum?

Lærum við aldrei neitt? Hvað með skynsemi, þjóðarsátt og gengismál? Samning um 0 % kaup-og taxtahækkanir og X % gengishækkun krónunnar? Hver felldi krónuna 2008?  Lifum við nokkuð í markaðshagkerfi um þessar mundir? Hvar eru nú forystumenn á borð við Einar Odd og Guðmund Jaka? Hvað segir Árni Páll ef Jóhanna eða Steingrímur segja ekki neitt?

Eða eru kjaramálin í heilbrigðisgeiranum  bara óleysanleg? 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband