Leita í fréttum mbl.is

Er fólk fífl?

eins og einn af framvörðum í viðskiptalifi Íslendinga fullyrti eitt sinn og er það forsenda þjóðlífsumræðunnar?

Í prófkjöri VG á Norvesturlandi varð Lilja Rafney efst með 65 atkvæði eftir að 54 atkvæði höfðu  verið dæmd ógild eða um 40 % af heild. Þessi kona hefur setið á þingi lengi og vakið á sér athygli sem sérstök mannvitsbrekka í hverju málinu af öðru. Formaðurinn í flokki hennar var kjörinn til forystu með 199 atkvæðum skömmu áður og hafa minni þúfur stundum velt meira hlassi.

Í kosningum fljúga flokkar þessa fólks inn á þing sem fultrúar og taka til við landstjórnina á fullu. Ekkert spurt um neitt almennt vit.  Það á bara að sýna því fulla virðingu þegar það er komið á þing  og gefa því frið til að stjórna. Þetta er réttkjörið fólk. Það skiptir ekki máli hvað það sagði fyrir  kosningar, aðstæður breytast og allt það. Það er greinargerðin sem skiptir öllu.

Þetta er það sem kallað er  lýðræði. Það á sér rætur mjög langt aftur. Loftur Altice skrifar fróðlega grein  um spartversku stjórnskipuniina í Mbl. í dag. Þar kemur til dæmis  fram að ákvæði íslensku stjórnarskráinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins eiga sé mörghundruð ára sögu og nær líka enn lengra aftur.  Er það furða þó að fólk setji spurningarmerki við það þegar einhver samkunda fólks sem kallast stjórnlagaráð heldur að það geti samið svo miklu betra plagg til að vera stjórnarskrá í að hjáverkum að mestu máli skipti að menn skilji greinargerðina með frumvarpinu áður en þeir samþykki það óbreytt? Hafa menn nýlega séð greinargerð Móse með boðorðunum tíu?

Því miður bendir margt til þess að að sá skarpskyggni maður sem vitnað var til í upphafi hafi stundum nokkuð til síns máls. Margt af því sem fólki er boðið upp á til að samþykkja af þeim sem hæst láta, sérdeilis af vinstri vængnum, er varla hægt að skilja með öðrum formerkjum.

Því miður erum við öll einhvers fífl.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3420157

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband