Leita í fréttum mbl.is

Hinir vammlausu

í velferðarstjórninni eru skyndilega flæktir í vondar grunsemdir um að hafa haft afskipti af réttvísinni í pólitískum tilgangi.

Hreyfingin tengdist af einhverjum ástæðum fundi á dularfullri tölvu sem mögulega tengdist innviðum stjórnkerfisins. Margir töldu að nauðsynlegt hefði verið að rannsaka hvað þarna var á ferðinni. Wikileaks bar einnig á góma. FBI byrjar rannsókn og samstarf með öllu því afli sem á bak við er. Þá kemur hinn vammlausi innanríkisráðherra til sögunnar og stöðvar rannsóknina og rekur FBI úr landi. Alger þögn er um málið. Hreyfingin verndar ríkisstjórnina falli.

RÚV finnur skýrslu sem tengir Davíð og Halldór við fangaflutninga CIA. Þáttur  þeirra í að gera Ísland þátttakanda innrásarinnar í Írak ratar enn á ný í fjölmiðla og stigmagnast dag frá degi.  Katrín Júlíusdóttir samþykkir með semingi að Halldór Ásgrímsson fái að starfa áfram sem fulltrúi Íslands í feitu embætti erlendis. 

 Eru hinir vammlausu þá ekki eins vammlausir og við héldum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 3420159

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband