Leita í fréttum mbl.is

Aumingja fólkið

á spítölunum. Vaxandi langlífi okkar gamlingjanna er drepa það. Það getur bara ekki afborið okkur nema það fái kaup til jafns við aðra ríkisstarfsmenn sem hafa sambærilega langt háskólanám að baki eins og verkfræðingar til dæmis. Það segir upp og ætlar erlendis. Til Noregs þar sem er borgað alminnilega.

Hvað eigum við að gera? Er líknardráp í boði fyrir okkur gamlingjana?

Maður sat með tárum að horfa á hina engilfríðu Elsu B. lýsa þeim hörmungum sem umönnunarstéttunum eru boðnar. Sem maður hefur oft séð að eru frekar englar í mannsmynd en dauðlegar verur.

Svo var mér sagt að vandinn væri stundum leystur í kerfinu með því að ráða fólk inná pínulítið starfshlutfall, sem leiðir til þess að mest öll vinnan fera fram á rúllandi yfirvinnuvöktum. Ég mætti hætta að gráta svona mikið. En ég vorkenni þeim

Samt ætla þau öll að fara frá okkur. Og nú læknirarnir líka! Almáttugur, hvað þá? Hvar er prentvélin sem þeir ætla að prenta evrurnar á þegar við erum komin í ESB ?

Aumingja við. Aumingja fólkið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband