Leita í fréttum mbl.is

Stefnuskrár flokkanna

eru sem óðast að taka á sig myndir.

Ef maður dundar sér við að lesa í stefnuskrám stjórnarandstöðuflokkanna eins og Dögunar,Hægri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins rekur maður sig fljótt á að margar hugmyndir virðast vera að kristallast í hugum fólks sem eru af svipuðum toga. Ég ætlaði að fara að flokka þetta saman en gafst upp í bili vegna tæknilegra örðugleika í ritvinnslu minni. Geri hugsanlega aðra atrennu síðar.

En mín tilfinning er að mörg sjónarmið séu uppi í þjóðfélaginu sem fólk geti náð samstöðu um. Þá skiptir auðvitað meginmáli að skoða fyrst þá flokka sem helst geta náð einhverjum fjölda fólk á þing. Þar get ég gjarnan nefnt að margt hjá Framsóknarflokknum get ég sem Sjálfstæðismaður betur fellt mig við en sumt af því sem ég les málefnadrögum á www.xd.is, m.a. mögulega sölu á Landsvirkjun sem er eitur  í mínum beinum og vekur sömu tilfinningar og þegar Síminn og Bankarnir voru seldir.

Framsóknarþingið  og tillögur Sjálfstæðismanna eru einhuga um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. Þeir vilja báðir fækka einbreiðum brúm á þjóðvegum sem eru í mínum huga minna aðkallandi mál en að fá slitlag á þá kafla sem eru enn bara möl. Fullyrða má að virkjunarmál í Þjórsá eiga fylgi að fagna innan flokkanna og andúð á núverandi rammáætlun ríkisstjórnarinnar. Framsókn vill skoða brotaforðakerfið í bankamálum og aukið vægi Seðlabanka eins og Dögun vill líka. Sjávarútvegsmálin eru svo lítt unnin ennþá hjá Sjálfstæðisflokknum að þau verða að bíða landsfundar.En trúlega verða þau flokknum erfið. ESB vilja hvorugir flokkarnir.

Ég hreinlega nenni ekki að lesa stefnuskrá VG eða Samfylkingarinnar. Þar hefur til þessa allt verið svikið sem svíkja má og því enginn tilgangur í að vera að lesa né hlusta á það fólk. Hugsanlega eru fleiri mér sammála um það, að maður eigi ekki að flækja málin fyrir sér ef maður kemst hjá því. 

En ég hvet alla til að lesa stefnuskrár flokkanna á netinu  í þeim atriðum þar sem ekki stendur "  efla ber, styðja ber,styrkja ber ", heldur það sem eru knallharðar tillögur. Það er eitt að marka en ekki almennt kjaftæði sem flokkarnir hafa allt of lengi komist upp með að skjóta sér á bak við. 

Það eiga að vera stefnuskrár flokkanna og reynslan af orðum og efndum sem ráða atkvæðunum þegar núverandi Alþingisfarsa lýkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ertu að segja mér að á stefnuskrá þröngrar flokksforystu Sjálfstæðisflokksins sé að selja Landsvirkjun?

Nú ertu að grínast Halldór? 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.2.2013 kl. 11:53

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæt greining en við skulum ekki afskrifa áhrif Samfylkingarinnar sem býður fram klofið, slæma fortíð og bjarta framtíð og má ekki á milli sjá.

Nýr formaður Samfylkingarinnar tekur vel í hugmyndir Bjarna Benidiktssonar um að selja Landsvirkjun. Ég hef ekki heyrt Guðmund Steingrímsson tjá sig um Landsvirkjun en á ekki von á neinni fyrirstöðu þar.  Líklega verður því góður meirihluti fyrir sölu Landsbankans og Landsvirkjunar eftir kosningar.  Þeir Árni Páll og Bjarni setja þetta í þann búning að hlutirnir yrðu fyrst seldir til lífeyrissjóða. Hvernig á maður að varast þá hugsun að hér sé illa dulbúin leið til að búa til verðmæti úr aflandskrónum sbr. HS Orku.

Sigurður Þórðarson, 12.2.2013 kl. 12:56

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Haustið 2010 voru fréttir í fjölmiðlum um að eftir áratug gæti Landsvirkjun átt allar sínar virkjanir sem komnar eru í rekstur skuldlaust.  Þá munu þær mala gull í stríðum straumum fyrir þjóðarbúið, þ.e. 25 milljarða á ári.

Álverð hefur reyndar lækkað nokkuð síðan 2010 ($2000 tonnið í dag), þannig að etv. getur liðið eitthvað meira en áratugur, en  hvort það eru 10 eða 15 ár skiptir ekki máli.   Landsvirkjun verður því að vera sameign okkar áfram sem hingað til.


Sjá:
Landsvirkjun gæti átt allar virkjanirnar skuldlausar eftir áratug, og farið að mala gull í þjóðarbúið...

Ágúst H Bjarnason, 12.2.2013 kl. 13:44

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þrátt fyrir efnahagslægðina í Evrópu hefur álverð hækkað um 10% frá miðju síðasta ári m.a. vegna aukinnar eftirspurnar í Asíu.

Sigurður Þórðarson, 12.2.2013 kl. 14:30

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar minn,Ágúst frændi og Sigurður vinur: Ég er ekki að grínast. Ég heyrði manninn.

Halldór Jónsson, 12.2.2013 kl. 15:44

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vona af heilum hug Halldór, að þú og þínir líkar vinnið Íslandi gagn með því álykta gegn sölu Landsvirkjunnar. Miklar líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn komist í stjórn eftir kosningar sérstaklega ef slík ályktun verður afgerandi.

Sigurður Þórðarson, 21.2.2013 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband