Leita í fréttum mbl.is

Lax eða lífsafkoma?

þjóðarinnar? Hvað er verið að bera saman?

Í grein Harðar Arnarsonar í mbl. í dag stendur þetta:

"Mikilvægi þessarar varfærnu uppbyggingar er undirstrikað í grein Sigurðar Guðjónssonar forstjóra Veiðimálastofnunar sem birtist í Fréttablaðinu 31. mars 2012 en þar segir:

"  Landsvirkjun hyggst fyrst reisa efstu virkjunina í Þjórsá, Hvammsvirkjun, og síðan halda niður ána og síðast yrði Urriðafossvirkjun reist.

Það gefur því ágæta möguleika á að prófa lausnir til að koma fiski lifandi upp og niður fyrir virkjun í Hvammsvirkjun og láta þær sanna gildi sitt.

Að því fengnu ætti áhættan að vera minni þegar kemur að byggingu Urriðafossvirkjunar. Ef illa tækist til með Hvammsvirkjun er hægt að bíða með frekari virkjanir í Þjórsá uns viðunandi árangur næst í Hvammsvirkjun.  "

 Menn lesi þetta í samhengi við lýsingu Ásgerðar Jónu Flosadóttur á ástandinu i þjóðfélaginu í sama blaði.

Það er hungursneyð í landinu hjá fjölda fólks á okkar eigin Íslandi!

Á laxveiðisport fárra að stjórna lífsafkomu þjóðar? Vantar lax í túristamatinn  á Geysi?  

Mér finnst þetta út í Hróa.

Okkur vantar virkjanir meira en laxveiðisport.  Ef það þarf að velja  þá vel ég virkjunina. Allt í lagi að fleyta seiðunum framhjá ef það er hægt. En ef það er ekki hægt, Sorry Stína.

Ef það er laxveiðisport eða lífsafkoma þjóðar þá veit ég hvað ég vel.

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hörður gleymir því að nauðsynlegt er að gæta að því og gera viðeigandi ráðstafanir, svo sem hætta við virkjun, ef möguleiki er á að framtíðarsvæði undir golfvelli gætu farið undir vatn.

Það eru nefnilega miklu fleiri sem stunda golf en laxveiði. 

Ágúst H Bjarnason, 13.2.2013 kl. 10:11

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágætt hjá þér Halldór sem jafnan.  Spurningin stendur um það eftir hrun og þjófnað og svo áþján frá hinni kolrugluðu  og hinum ómerkilegasta í fjögurár er hvort það er meira afl í laxinum eða ánni til uppbyggingar og gagns fyrir ungt fólk með börn?     

Hrólfur Þ Hraundal, 13.2.2013 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband