Leita í fréttum mbl.is

Einfaldur og einlægur

var Steingrímur í Kastljósinu í kvöld.

Í allri einfeldni sinni virðist Steingrímur Jóhann  einlæglega trúa því að hann hafi bjargað Íslandi með stjórnvisku sinni. Mótsett við Winston Churchill sem lýsti sjálfum sér og sínu hlutverki í styrjöldinni þannig: "The nation had the lion´s heart. It was but for me to give the roar."

Ég fór að velta því fyrir hvert framlag Steingríms hafi verið í raun og veru? Kom hann með atvinnu inn í landið ? Kom hann með huggun eða talaði hann kjark í þjóðina?  Kom hann með utanaðkomandi fjárfestingu til landsins?  Voru auðlindir landsins beislaðar?

Voru skattarnir hækkaðir? Fóru þúsundir úr landi sem ekki teljast til atvinnuleysingja? Féll gengi krónunnar? Voru landsmenn settir í gjaldeyrishöft? Tvöfölduðust tekjur í útflutningsiðnaði í íslenskum krónum? Minnkaði kaupmáttur krónunnar ekki við gengisfallið? Tóku landsmenn ekki á sig meiri launalækkanir en Steingrímur?

Var það ekki þjóðin sem axlaði byrðarnar? Býr hún ekki enn við stórskert lífskjör? Hefur eftirlaunaskuldbinding okkar vegna Steingríms lækkað?

Svo hvað gerði Steingrímur í raun og veru? Gaf hann öskrið eins og Churchill?

Svarið er það að Steingrímur gerði ekki neitt nema leggja byrðar á landsmenn. Hann skipti skortinum einum milli fólksins. Landsmenn hafa stritað og horfst í augu við hrunið og eignamissinn. Breska þjóðin tók því að Churchill hafði ekkert að bjóða nema blóð, svita, þrældóm og tár. Íslenska þjóðin tók á sig byrðarnar.

Steingrímur gerði ekkert til að telja kjark í þjóðina. Hann öskraði bara á þá sem bentu á aðrar leiðir. Talaði þjóðina og helstu samstarfsmenn sína niður.Flykkist fólk um hann núna? Mun hann skipa stall í sögu okkar  eins og Churchill meðal Breta? 

Einlægur en  einfaldur forystumaður kveður. Einlægur í þeirri barnslegu trú sinni  að hann hafi skipt máli. Einfaldur í því að sjá ekki að þjóðin vann sig út úr erfiðleikunum þrátt fyrir hann og hans axarsköft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband