Leita í fréttum mbl.is

Fram, fram fylking

forðum okkur hættu frá. Þetta sungum við á Barnaböllunum hjá Frímúrurunum sem hann afi bauð okkur á í gamla daga.

Undir Sigmundi Davíð verður líklega næsta ríkisstjórnarsamfylking með Árna Pál, þá orðinn  ESB-andstæðingur og Katrínu Jakobsdóttur sem ætlar heldur ekkert í ESB þó hún vilji halda áfram aðildarviðræðunum.

Framsóknarhjartað slær yfirleitt alltaf fyrst til vinstri. Sigmundur var líka guðfaðir núverandi ríkisstjórnar.Þó hann hafi verið fúll yfir því að þau skildu hann eftir utangátta eins og Ísleif á Völlunum, þá er hann löngu kominn yfir það sér í lagi þegar afrekaskráin þeirra er skoðuð.

Því miður lítur ekki út fyrir að þau Bjarni og Hanna Birna hafi unnið hug og hjarta kjósenda. En allt getur samt skeð og vika getur verið langur tími í pólitík.

En fram fram fylking. Fullnóg er af fyrirséðum hættunum framundan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var illa þverfótað fyrir unglingum á bókamessunni í Perlunni í dag sem auðmjúklega báðu mig og aðra viðstadda að skrifa undir sem meðmælendur framboðsins um bjarta framtíð. Börnin voru ekki fús til að tjá sig um Rómarsáttmálann af því að þau höfðu ekki heyrt hans getið og þau máttu heldur ekki vera að fræðast því þau voru í ákvæðisvinnu, rétt eins og liðsmenn Ástþórs forsetaframbjóðanda um árið.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2013 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband