3.3.2013 | 14:06
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins
er allrar athygli vert sem oft áður.
Þar er á yfirvegaðan hátt farið yifr feril ríkisstjórnarinnar og reynt að gera sér grein fyrir því hversvegna henni er svo margt mótdrægt og mislagðar hendur hennar verið.
Ég hef lengi hallast að því að persónueigindir fólks ráði oft miklu um pólitíska afstöðu þess. Kvartsárt fólk finnst mér oft vinstrisinnað. Einnig þrætugjarnt fólk sem lemur sínar skoðanir fram og vill engar tilslakanir gera. Neitar að leiða hugann að því sem mögulegu að nokkur fótur geti verið fyrir öðrum skoðunum hvað þá að um eitt eða neitt geti verið að semja.
Skortur á sjálfsgagnrýni finnst mér stundum vera er oft líka einkenni á fólki sem er í senn steigurlátt, drembið og óeirið við náungann. Dramb og sjálfshól finnst mér sömuleiðis algengara hjá vinstrisinnuðu fólki. Heimtufrekja eins og ríkið eigi , bærinn eigi osfrv. að gera... er líka algengari þeim megin. Allskyns kvartanir yfir ástandi í stað þess að reyna að laga það til eða gera eitthvað.
Þetta rann í gegnum hugann við lestur bréfsins. Ef til vill aðeins sönnun á minni eigin heimsku og fordómum munu vinstrimenn segja. En mér er þá slétt sama. Það er enginn annar sem er heimskur fyrir mig.
Ég dundaði mér við að taka einstakar setningar úr Reykjavíkurbréfinu og velta þeim fyrir mér. Þá geta læðst að mannii hugsanir í þessa sömu veru og maður fer að velta karakterunum fyrir sér. Ég tek fram að ég þekki flest þetta ráðafóllk á vinstra vængnum ekki hætishót og byggi því ekki á neinu nema minni eign heimsku.
Tökum dæmi:
"......Þau Jóhanna og Steingrímur geta ekki neitað því, en flýja jafnan í sömu skýringuna á því hvernig komið sé. Þau hafi þurft að fást við yfirþyrmandi verkefni og fái litlar þakkir fyrir frá kjósendum.....
.......... En vonbrigðin beinast að vinnubrögðum, framgöngu, forgangsröðun og sviksemi valdhafanna. Taumlaust sjálfshól í bland við kvartanir um yfirgengilegt álag og óvenjulega óeigingjarna fórnfýsi fyrirmennanna er einnig ógeðfellt. Og það er ekki einu sinni fótur fyrir þeim þættinum. Það er að renna upp fyrir sífellt fleirum að verkstjórn landsins, sem sjaldan hafði verið mikilvægari, hefur verið í molum allt kjörtímabilið. Og sjálfshólið er einnig haldlaust. Ákallið um vorkunnsemi eða auðmjúka þakkargjörð fyrir þrotlausa vinnu »umfram aðra menn«, eins og Steingrímur orðaði það í viðtali, er óviðeigandi og innistæðulaust..........
........Fyrst er til að taka að viðbrögðum við bankahruninu hafði þegar verið stýrt í tiltekinn farveg í öllum meginatriðum þegar þau tvö hlutu sín miklu völd í kjölfar óeirðanna vorið 2009. Þær ákvarðanir höfðu verið teknar næstum hálfu ári áður. Jóhanna lagði ekkert til þeirra mála á seinustu dögum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og Steingrímur lagðist gegn flestu því sem best gagnaðist.
Jóhanna hafði verið þversum í stjórninni sem mynduð var 2007, eins og hún hefur gjarnan verið í þeim ríkisstjórnum sem hún hefur átt sæti í, jafnvel einnig þeirri sem hún sjálf stýrði, a.m.k. að forminu til. Þegar bankakerfið þandist upp úr öllu hófi, samhliða húsnæðiskerfinu, var lögð áhersla á að ríkisvaldið legðist ekki á sömu sveif.
Ríkisstjórnin frá 2007 náði ekki árangri í slíkum efnum, m.a. vegna andspyrnu Jóhönnu Sigurðardóttur og tillitssemi (ótta) samfylkingarráðherra og þingflokks við hana. Þetta er ekki aðeins þekkt vegna upplýsinga innanbúðarmanna heldur skýrt og greinilega skjalfest, m.a. í Rannsóknarskýrslunni.
En þessi fortíð þeirra Jóhönnu og Steingríms var þó ekki meginástæða þess að pólitískur stuðningur þeirra þvarr svo ört á starfstíma ríkisstjórnarinnar og breyttist í tortryggni, svo í trúnaðarbrest og loks almenna fyrirlitningu. ......
..........Hvað eftir annað voru haldnir fjölmennir fundir þar sem alþýðuhetjur skjaldborgarinnar, norrænu velferðarforingjarnir, böðuðu sig í kastljósum fjölmiðlanna og boðuðu aðgerðir eftir fáeinar vikur eða í mesta lagi mánuði. ..........
.........Ríkisfréttastofan spurði ekki gagnrýnna spurninga í fjögur ár. Hver man ekki eftir sýningunum frá stjórnarráðinu, ráðherrabústaðnum og ekki síst þjóðmenningarhúsinu? Og það vantaði ekki að allir sem vettlingi gátu valdið væru kallaðir til skrafs. Eða var það bara til skrauts? Hagsmunasamtök af alls konar tagi, bankastjórar, aðilar vinnumarkaðar og forsprakkar lífeyrissjóðanna, svo fáeinir fastagestir séu nefndir. Það var varfærnislaust kynt undir væntingum og vonum fólks um að raunverulegar áþreifanlegar lausnir væru í farvatninu. Lausnirnar koma í ljós »á næstu vikum«, var hin hefðbundna tilkynning forsætisráðherrans. Kannski héldu einhverjir að sér höndum vegna þessa sjónarspils. Og kannski sukku margir þeirra enn dýpra ofan í fenið af þeim ástæðum og enn örðugra varð um nokkurt bjargræði. En minna en ekkert gerðist................
Það eina sem hafði raunverulega þýðingu fyrir marga voru dómar Hæstaréttar um gengisbundnar kröfur......
............. Hvernig gat ein ríkisstjórn haldið svo á málum að fyrirheit eins og »norræn velferð« og að »slá skjaldborg um heimilin« urðu að skammaryrðum og enduðu með því að höfundar þeirra þorðu ekki lengur að taka þau sér í munn?
Og hvernig stóð á því að hverri »sátt« af annarri var sópað út af borðinu. Hver man ekki eftir að ríkisstjórnin þóttist mánuðum saman vera að vinna af heilindum að því að »ná sátt um sjávarútveginn«. Mörgum þótti það fagnaðaefni þegar tilkynnt var að sáttin hefði náðst. Sú gleði stóð í dagpart eða svo, en þá hljóp sjálfur formaður sáttanefndarinnar, Guðbjartur Hannesson, frá sáttinni vegna þess að sjálf stjórnarforystan lagðist gegn henni!
................ Ríkisstjórnin gerði hvern sáttmálann af öðrum við »aðila vinnumarkaðarins«. Þeir voru hlaðnir loforðum. Þau áttu að tryggja stöðugleika. En svo var upplýst að varla nokkurt einasta loforð hefði verið efnt. Slík staða er óþekkt í áratugasamskiptum þessara aðila við ríkisvaldið. Hefur einhver gleymt hrópunum, stóryrðunum og svívirðingunum úr munni Steingríms J. Sigfússonar þegar talsmenn »aðilanna« upplýstu um svikin? Þau voru slík að Björn Valur Gíslason hefði verið fullsæmdur af þeim..............
..................Stjórnarforystan lætur gjarnan eins og enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi sinnt sínu starfi jafnötullega og hún hafi gert. Sífellt er verið að barma sér yfir því að ráðamenn séu að sligast af þreytu. Við hvað var verið að hamast? Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var ekki fylgt eftir í samræmi við samhljóða samþykkt þingsins. Atli Gíslason, sem stýrði viðbragðavinnu Alþingis, hefur staðfest að ríkisstjórnin hafi gjörsamlega brugðist í þeim efnum. Alls konar rannsóknarnefndir aðrar hafa hins vegar verið skipaðar. Hvað hefur komið út úr þeim?
..... Landsdómsaðförin steytti á grjóti og sá kostnaður nam einnig hundruðum milljóna króna. Önnur aðför, í þetta sinn að sjálfri stjórnarskrá landsins, er vonandi einnig að renna út í sandinn. Kostnaðurinn við það fáránlega brölt er að verða um 1.500 milljónir króna.
Án boðlegra heimilda voru vogunarsjóðum og hrægömmum afhentir tveir stærstu bankar þjóðarinnar. Þjóðin er byrjuð að súpa seyðið af því, en hefur þó aðeins rétt dreypt á, enn sem komið er. Sparisjóðaklúðrið, sjóvárdæmið og allt hitt er ónefnt. En það sérkennilegasta og skaðlegasta af öllu var að láta undan sérvitringsafstöðu eins flokks og hefja í óðagoti og heimildarleysi aðlögunarferil stjórnskipunarinnar að ESB og efna þar með til sundurþykkju með þjóðinni þegar hún þurfti mest á samstöðu að halda. Og ekki þarf að nefna delludansinn í kringum »icesave«, með hundraða milljóna króna kostnaði, sem þó var aðeins brotabrot af þeim útgjöldum sem tókst að afstýra........"
Þegar maður horfir á þetta svona samandregið í Reykjavíkurbréfinu , þá meira en hvarflar að manni að skapgerð fólksins sé að einhverju leyti að birtast í árangrinum.
Þetta varð svona af því að þau eru bara svona innréttuð?
Fyrir utan þessar spekúleringar mínar fannst mér þetta Reykjavíkurbréf athyglivert svona sem yfirlit kjörtímabilsins. Það eru jú að koma kosningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Spurt er
Viltu breyta klukkunni?
Hvaða fyrirmenni treystirðu best ?
Athugasemdir
Já gott bréf svo sem oftast. Auðvita eru þau mismunandi skemmtileg og mismunandi áhugaverð, en það fer náttúrulega eftir efninu og sér á huga lesandans. En ég gæti ekki lifað við það lengi að fá ekki Reykjavíkurbréf.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2013 kl. 16:05
Hélt að þú værir í frí á Flórída Halldór, leyðist þér svona þú verður að blogga ;>)
Það er ástæða fyrir því að JóGríma vill að öll skjöl um þeirra ferli verði læst undir lás og slá í 100 ár.
Góður pistill sem svo oft kemur frá þér.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 18:57
Segjum tveir Hrólfur minn enda miklir menn erum við varla án þess að fá rétta uppörvun.
Halldór Jónsson, 3.3.2013 kl. 18:58
Það er aldeilis fartin á þér Jóhann, ýmist allstaðar eða hvergi. Það er sólarlítið og kalt hér og maður dundar sér.
Halldór Jónsson, 3.3.2013 kl. 19:00
Já svolítið napurt hér í Houston en sólskin og logn.
Vonandi hlýnar fljótlega í Flórída svo þú getir farið að spila golf eða hvað sem þú nú gerir í Flórídaferðum þínum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 19:23
Spila tennis. Golf er fyrir eldri borgara með hreyfihamlanir. Ég er ekki kominn á þann aldur.
Í hvaða bísness ertu sem lætur þig trekka yfir kúluna svona mikið?
Halldór Jónsson, 3.3.2013 kl. 21:02
Ég er tengdur fluginu.
Eins og margir segja þegar þeir eru spurðir hvort þeir spila golf: "No I don´t play golf I am still sexually active."
Hafðu það sem bezt í Flórída.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.