Leita í fréttum mbl.is

Bloggvinur Jóhann Kristinsson

er ekki par hrifinn af innflytjendastraumnum. Hann skrifar svo á sitt blogg:

",,,Hvenær fara íslendingar að opna augun og koma sér úr Schengen og hætti að taka á móti fólki sem er að ljúga sig inn í landið á fölsuðum eða engum skilríkjum?

Þetta að á Íslandi er tekið á móti svona afbrota manneskjum með opnum örmum og ausið í það peningum og fær íbúðir að kostnaðarlausu fer eins og eldur í senu um afbrotaheiminn.

Það er erfit að breyta svona afbrotamönnum og þeir/þau gera það sem þeim finnst auðveldast og eru atvinnumenn í, það er að stela. Þessir þjófar vita það líka að það er enginn refsing þó svo að þau verði gripin við verknaðinn, þetta hefur fréttst erlendis og þjófagengi streyma til landsins.

Og hver borgar svo skaðann, auðvitað íslenzkur almenningur í hærra vöruverði, því að einhver verður að greiða fyrir þjófnaði upp á miljónir, annars fer fyrirtækið á hausinn og starfsmenn missa atvinnuna.

Íslendingar standið upp og krefjist þið að Schengen samkomulagið verði endurkallað, svona þjófa alda getur ekki gengið mikið lengur.

Kveðja frá Houston. .."

Það eru æði margir sem maður heyrir í sem vilja breytingar á þessu Schengen. Einstöku ráðamenn eins og Björn Bjarnason verja það af hörku. En í augum margra er þetta kerfi að leiða óárán yfir okkar þjóð. Okkur svíður að verða sjálf að veifa pössum mörgum sinnum ef við förum til útlanda meðan allskyns pamfílar geta komið hingað passalausir og æpt ASYL ASYL og komið sér til vistar á okkar kostnað til margra ára. Hóta að drepa sig ef við hlýðum þeim ekki.

Er ekki hægt að breyta þessu af því að Björn er á móti? Er alvega sama hvað við sauðsvartir tuðum við erum ekki virtir viðlits, hvað þá heldur svara eða útskýringa?

Ég er sammála Jóhanni bloggvini mínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband