Leita í fréttum mbl.is

"Hræðslubandalagið"

var merkilegt útspil og merkilegt fyrirbæri í íslenskri pólitík árið 1956 .Rifja má upp helstu atriðin í þessari sögu með því að taka fróðleik ófrjálsri hendi af netinu:

"Andstæðingar kosningabandalagsins sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gerðu með sér fyrir alþingiskosningarnar 24. júní 1956 kölluðu það gjarnan Hræðslubandalagið. Forsvarsmenn bandalagsins kölluðu það ýmist Umbótabandalagið eða Bandalag umbótaflokkanna. Með sameiginlegu framboði í öllum kjördæmum freistuðu flokkarnir þess að ná meirihluta á Alþingi. Hugmyndin var að nýta kjördæmaskipunina til að ná meirihluta þingmanna án þess að hafa meirihluta kjósenda á bak við sig. Það mistókst naumlega því að Hræðslubandalagið hlaut 33,9% atkvæða og 25 þingmenn af 52, en í kosningunum 1953 höfðu sömu flokkar fengið samanlagt 37,5% atkvæða og 22 þingmenn."

" Forsaga málsins var að árið 1956 sleit Framsóknarflokkurinn stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hóf samvinnu við Alþýðuflokkinn. Til að ná meirihluta og mynda stjórn undir forystu Hermanns Jónassonar urðu þeir að leita stuðnings hjá Alþýðubandalaginu sem þá var undir forystu Hannibals Valdimarssonar. Alþýðubandalagið var stofnað rétt fyrir kosningarnar 1956, úr bandalagi Sósíalistaflokksins og félaga í Málfundafélagi jafnaðarmanna.

Meðal helstu stefnumála þessarar nýju vinstri ríkisstjórnar var að senda bandaríska herinn úr landi, en ekkert varð úr því. Samvinna flokkanna tveggja í kosningabaráttunni var fólgin í því að flokkarnir buðu ekki fram hvor gegn öðrum. Í kjördæmum þar sem Alþýðuflokkurinn var sterkur voru stuðningsmenn Framsóknarflokks hvattir til að kjósa Alþýðuflokk og öfugt.

Þetta þýddi í raun að Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram í dreifbýli en Framsóknarflokkurinn ekki í Reykjavík og kaupstaðakjördæmum að Seyðisfirði undanskildum. Önnur samvinna flokkanna kom til að mynda fram í því að fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, Rannveig Þorsteinsdóttir, settist í þriðja sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík en skemmst er frá því að segja að hún náði ekki kjöri.

Nafngift andstæðinganna á bandalaginu festist, enda drógu framsóknar- og alþýðuflokksmenn ekki dul á að hræðsla rak þá saman. Hermann Jónasson vildi gera allt til að bola Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það sem rak Framsóknarflokk út í kosningabandalag var andúðin á Sjálfstæðisflokknum, en auk þess höfðu framsóknarmenn ekki gleymt því að litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn næði hreinum meirihluta á Alþingi í kosningunum árið 1953. Alþýðuflokksmenn sáu sér leik á borði með bandalaginu að geta útilokað Sósíalistaflokkinn eða Alþýðubandalagið frá stjórnarþátttöku. Alþýðuflokksmenn vildu koma á fót vinstri stjórn með Framsóknarflokknum en án sósíalista og það voru því ýmsum sár vonbrigði að þurfa að leita til Alþýðubandalagsins um stjórnarmyndun eftir kosningarnar..."

Husganlega gæti slík bandalagsmyndun til dæmis Samfó l og ll  og VG gert einhvern usla.Meiri ef þeir tækju Framsókn með sér.

Hugsanlega gætu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur komið sér í sterkari stöðu með bandalagi til dæmis með að setja Framsóknarmann á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík og Sjáflstæðismann á Framsóknarlista þar sem D er hlutfallslega veikara fyrrir og skorað yrði á flokksmenn að vinna saman að kosningu. En líklega er þetta heldur ólíklegra dæmi en fyrri leiðin.

En er ekki pólitíkin ólíkindatík of oft til alls vís? 

Ég hef nú ekki spekúlerað lengra í þessu en þetta. En hugsanlega eru aðrir mér fróðari um hvaða lærdóm gamla "Hræðslubandalagið" skildi eftir sig. Allavega lifði sú stjórn sem á eftir kom ekki lengi. Var þetta kannski kosningabandalagið sem batt enda á öll kosningabandalög eins og fyrri Heimstyrjöldin átti að binda enda á öll stríð?   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hræðslubandalagið sýndi það, að vinstri menn eru tilbúnir til að gera flest fyrir lánfé því þeir vilja helst að þjóðin græði sem minnst og treysta því á aðstoð útlendinga.

Eitt af kosningaloforðunum þeirra var að senda herinn úr landi, en um leið og kanarnir buðu hagstætt lán þá fékk herinn að vera.

Það er aldrei hægt og hefur aldrei verið mögulegt að treysta vinstri flokkunum fyrir sköpun hagvaxtar á réttum forsendum, þ.e.a.s. lofa fólki og fyrirtækjum að græða, helst á útflutningi.

Jón Ríkharðsson, 20.3.2013 kl. 17:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hræðslubandalagið sýndi fram á að með því áframhaldi að allir flokkar hefðu hver og einn neitunarvald um nýja stjórnarskrá myndi órættlæti kjördæmaskipaninnar aukast enn frekar, en ný stjórnarskrá, sem stjórnarskrárnefnd undir forystu Bjarna Benediktssonar vann að, strandaði á andstöðu Framsóknarmanna.

Höggvið var á hnútinn 1959 með mestu og einu verulegu breytingunni sem gerð hefur verið á stjórnarskránni frá 1944 í harðri andstöðu við Framsóknarmenn í tvennum kosnginum.

Ómar Ragnarsson, 20.3.2013 kl. 17:58

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög líklegt er að ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sleit samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hafi ekki síst verið að þeim þóttu þeir bera minni skerf en þeir töldu sig eiga skilið. Helmingaskiptasjónarmiðin voru ekki komin til sögu við valdaskiptingu og þeir töldu sig ná betri árangri með samstarfi annarra flokka. Það sem kom Alþýðuflokknum í koll voru sjónarmið Hannibals Valdimarssonar sem einmitt átti þátt í að stofna Alþýðubandalagið og reka stóran klofningsfleyg í Alþýðuflokkinn sem var orðinn nokkuð hallur undir hægri menn.

Annars er pólitíkin bráðskemmtileg svona eftir á. Þá er mun auðveldara að vega og meta menn og málefni. Oft hafa menn verið ansi drjúgir að taka of djúpt í árina og því miður hafa menn allt of oft verið að huga að eigin hag en allrar þjóðarinnar.

Mörg mál voru illa undirbúin á þessum árum. Má t.d. nefna glerverksmiðjuna í Vogunum sem tók til starfa á þessum árum. Framleiðslan varð öll gölluð enda yfirsást mönnum að najuðsynlegt var að skipta um jarðveg undir bygginguna sem titraði í mýrinni og allt glerið varð bylgjótt. Samt voru menn svo brattir að telja þetta vera stillingaratriði vélbúnaðarins fremur en að titringurinn stafaði af jarðveginum.

En menn voru að fikra sig áfram á þessum árum, sumt tókst betur til eins og Áburðarverksmiðjan sem og Sogsvirkjanir.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.3.2013 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband