29.3.2013 | 12:38
Okursjoppan Ísland
er staðreynd. Allt þetta kjaftæði um norræna velferðarsamfélagið stenst bara ekki. Það er engin velferð á Íslandi sem er neitt betri en í Bandaríkjunum.
Hvað ætla flokkarnir sem eru að bjóða fram að gera í þessu okurþjóðfélagi sem við höldum úti?
Ísland er ein stór okursjoppa miðað við Bandaríkin. Ég kem ekki auga á velferðina hans Steingríms, hvorki norræna né bandaríska.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
algjörlega sammála – eini möguleiki okkar á breytingu út úr þessu er að tengjast stærra samfélagi eins og t.d. esb. önnur samfélög standa ekki til boða sýnist mér
Rafn Guðmundsson, 29.3.2013 kl. 13:47
Í Flórída eins og víðast í Bandaríkjunum og Kanada, er engin söluskattur á matvælum. 0%
Bara það gerir auðvitað gríðarlegan mun.
En það er þetta með 51. ríkið.
Sjálfsagt væri fróðlegt fyrir Íslendinga að sjá "samninginn" sem fengist... lol
Bara að drífa í því að sækja um.
Svo má greiða atkvæði .... varla vill nokkur að Ísleningar missi af þeim "rétti"?.. lol
G. Tómas Gunnarsson, 29.3.2013 kl. 15:26
Þetta er forvitnilegt. Það er mjög margt gott í USA og mjög margt gott á Íslandi.
En hvað er kaupið til að við getum borið þessar tölur saman við Ísland.
Fríverslun við Norður Ameríku þarf að skoða, á forsemdum Íslands, þá munar ekkert um að taka tillit til þarfa okkar.
Jónas Gunnlaugsson, 29.3.2013 kl. 15:57
Við þurfum að gera meira af því að bera okkur saman við bandaríkin. Af hverju höfum við bara kúltúrinn frá þeim, en ekki verðlagið?
Veistu, kjósandinn vill ekkert USA verðlag.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.3.2013 kl. 16:57
Ég fylgist nú ekki svo stíft með, en mig minnir að lágmarkslaun í Bandaríkjunum séu $7.25, eða um 900 kr Íslenskar. Sum ríki hafa hærri lágmarkslaun. Sem betur fer hafa auðvitað flestir mun hærri laun, en auðvitað þekkist það líka að einstaklingar hafi lægri laun. Einhvern tíma sá ég áætlað að u.þ.b. 4 til 5 milljónir einstaklinga í Bandaríkjunum fengju borgað í kringum lágmarkslaun.
En kaupmáttur í Bandaríkjunum er almennt góður. Síðan eru auðvitað ótal aðrir þættir sem ákvarða hvað lífskjörin eru góð og erfiðara að fella afdráttarlausa dóma.
G. Tómas Gunnarsson, 29.3.2013 kl. 17:42
Íslenskir Skókaupmenn hafa verið heldur latir við að selja mér skó síðan ég varð 14 ára og þess vegna var það mikill fengur þegar ég lærði að nota netið og fann Biggfootwear hjá þeim Bandaríkjamönnum og svo marga fleiri aðila þar sem eru fúsir til að selja mér skó af öllum stærðum og gerðum, þannig að ég þarf ekki lengur að vera á stígvélum á böllum eða of litlum skóm í vinnunni.
Ég var að panta mér Timberland skó núna um daginn frá Amason og myndu þeir kosta þig sem ert þarna vestra og alla þá sem þar eru 90 dollara eða sem svarar 12300 kr. En þegar þeir verða komnir hingað þá kosta þeir mig 24000 kr.
Það er eitt sniðugt hér á þessari eyju, og það er að stjórnvöld þurfa líka að fá toll af aðflutnings gjöldunum. Þetta er alveg snilld sem hægt væri að segja margt um, en því nenni ég ekki núna, en þætti vænt um að einhverjir mér vitrari hugsuðu þetta aðeins.
Annars er ég á því að við Íslendingar eigum að snúa okkur betur að netkaupum erlendis frá sérstaklega vara hlutum þar sem verslunin pantar hlutinn oft, þegar þú biður um hann, þess vegna getur þú pantað hlutinn sjálfur og sparað þér laun kaupmannsins.
Ég er nokkuð vissum að þessir skór sem ég er núna ða borga fyrir 24000 kr. Myndu kosta hér út úr búð nær 40000 kr, eða 38999 kr.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.3.2013 kl. 18:11
Já, alcohol og bensín er ódýrt þarna miðað við ofurskattað Ísland. Hinsvegar eru hús eða fasteignir í Bandaríkjunum oft miklu dýrari en lýst er í pistlinum, eins og í Boston, Massachusetts, og þar í nánd, og í New York City. Og kannski víðar þó ég viti það ekki.
Elle_, 29.3.2013 kl. 21:41
Líka verðum við alltaf að miða við gengið ef við ætlum að bera saman. Það fer nú oft gríðarlega rokkandi.
Elle_, 29.3.2013 kl. 21:44
Alríkið leggur ekki ofurskatt á mat þar eins og í skattalandi norðursins. Þar er oftast enginn skattur eða vægur skattur, líkl. 7% hæst frá ríkjunum. Íslenskir alþingismenn (líka oft evrópskir) vilja ósvífinn og ýktan skatt á nauðsynjum eins og bensíni, fatnaði, mat. Seljendur eru líka of viljugir að selja dýrt. Það vantar meðalhóf og það vantar samkeppni.
Elle_, 29.3.2013 kl. 22:07
Velferð snýst um innviði samfélagsins, ekki áfengi og lúxusvarning.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 22:30
Við lögðum áherslu á bensín, fatnað, mat, þak yfir höfuðið (þó við töluðum um annað líka). Það kallast ekki lúxus.
Elle_, 29.3.2013 kl. 22:37
G. Tómas;
ekki rétt hjá þér Flórída er með söluskatt en ekki á matvörum og nauðsynjavörum.
En Flórída er með engan tekjuskatt.
Óskar;
ekki alveg rétt hjá þér. Til dæmis þá er ég með Blue Cross Blue Shield og þarf ekki nema að greiða fyrstu $10 af allri læknaþjónustu.
Á Íslandi greiða menn fyrir sjúkratryggingar með sköttunum, ekkert er frítt.
Keypti hús í Houston í síðasta mánuði 300 fermetrar sundlaug og tveggja bíla bílabílskúr $230,000.
Keypti Hyundi Sonata 2013 fyrir tveimur vikum síðan $22,000, kaupin voru gerð í gegnum Costco sem er heidsöluverslaun sem að fólk er meðlimir að.
Þetta er hægt á íslandi líka ef fólk hefur hug og þor að segja auðmanna elítuni á íslandi hingað og ekki lengar.
Mixtúran er; afnema verðtrygginguna, banna gengisfellingar og binda krónuna við einhvern stöðugann gjaldmiðil. Með þessu hjaðnar verðbólgan niður í lítið.
Og auðvitað Ríkið og heimilin geta ekki hlaðið upp skuldum eins og íslendingum er gjarnt, lifa um efni fram. Heldur verða menn að sníða sér stakk efitr vexti, so to speak.
Auðmanna elítan heldur því fram að þetta sé ekki hægt, en auðvitað er þetta hægt.
Almenningur á Íslandi er búinn að heyra þetta frá auðmanna elítuni síðan ég man eftir mér 1958, 7ára gamall og áreiðanlega lengur en það. Það sem verra er að almenningur trúir þessu alveg eins og nýju neti, því miður.
Vonandi kemur (F) til með að standa við loforðin og afnema verðtrygginguna og þeir ættu að banna gengisfellingar líka og setja það í bindandi þjóðaratkvæði hvaða erlendum gjaldmiðil þjóðin vill binda gengi þjóðarinar.
En eins og ég sagði, það þarf hug og þor að ganga upp á móti auðmanna elítuni, spurningin er; eru íslendingar algjörar gúngur?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 29.3.2013 kl. 22:56
Frítekjumarkið í Bandaríkjunum er miklu hærra en á Íslandi. Flóknara þar sem það er ekki fast en miðast við ýmislegt eins fjölskyldustærð. Fasteignaskatturinn fer líka eftir bæjum og ríkjum og stærð fasteignar. Skatturinn sem kemur fram (17:38) er ýktur nema um stærðar hús sé kannski að ræða.
Elle_, 29.3.2013 kl. 23:44
Rétt hjá þér Elle, ég er með hús að sömu stærð í Las Vegas og fasteignarskatturinn þar er $1,300 á ári.
Hér í Houston er hann $5,000 eitthvað.
Ef eitthvað er að marka fíflið í Hvíta Húsinu þá er fjögramanna fjöskylda í Texas og Nevada tekjuskattslaus af því að hann segir að það sé enginn Fedral skattur upp að $48,000 og það eru engir Ríkistekjuskattar í Texas og Nevada.
En hann hefur verið staðinn að því að ljúga þannig að ég ættla ekki að garentera þetta.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 29.3.2013 kl. 23:53
Ef þú spyrð skatayfirvöld spurningar, þá geta (vilja þau ekki) svara spurningum. Það er sama hvort það er á Íslandi eða BNA.
Eg hef reynsluna á báðum stöðum og hef barist sérstaklega við íslenzka skattinn og hafði áhrif á nýlegan milliríkja tvísköttunarsamning milli BNA og Íslands.
Tveimur dögum áður en samningurin tók gildi fór ég til Ríkisskatt og benti þeim á að ég ætti ekki að greiða skatt á Íslandi.
Starfsmaður sagði ég hefði ekki rétt fyrir mér.
Ég sagði farðu í tölvuna og lítu á milliríkjasamning sem gengur í gildi eftir tvo daga og farðu í tölulið so and so.
Oh, það er búið að breyta þessu sagði Ríkiskattsstarfsmaðurinn.
Elle, þetta fólk sem vinnur hjá skattinum hefur ekki hugmynd um breytingar á skattalögum, því miður.
Lestu lögin sjálf og kanski færð þú endurgreiðslu á sköttum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 01:42
@Jóhann. Það var reyndar sem ég sagði, að söluskattur væri ekki lagður á matvæli í Flórida.
En ég vil taka undir með þér hvað varðar Costco. Meiri snilldarverslun hef ég aldrei komið í. Hef verslað gríðarmikið þar í gegnum árin. Rúðuþurkur, dekk, kjöt, leikföng, bækur, tölvur, myndavélar, brauð, verkfæri, húsgögn, o.s.frv. Hvert sem ég lít heima hjá mér, sé ég eitthvað sem kemur úr Costco.
Mæli með því að hver sem er Vestanhafs í, þó ekki nema fáar vikur reyni að líta þar inn.
En það eru kostir og gallar, hvar sem maður býr. Og misjafnt hvað hver og einn telur kost og hvað galla. Kúnstin er að reyna að velja sér stað sem hentar og fókusa á kostina, og reyna að sneiða eins og kostur er hjá göllunum.
Vissulega einfaldara sagt en gert.
G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2013 kl. 07:31
Þakka ykkur öllum fyrir viðbrögðin. Það sem mér finnst furðulegast er að ÍSlendingar eins og þið vitið svo mikið um allt samhengi. En þegar kemur að stjórnmálum þá komast þursar okkar upp með að slá fram klisjum umnooræna velferð og blablabla sem er bara bullshit. Þeir komast upp með lygina dag eftir dag og eru kosnir úta á þetta. Við sættum okkur við að borga fyrir pokana í okurbúllunum okkar atórfé á stykki og verðum sjæalf að tína ofan í þá meðan hér er einhver sem setur ofan í ókeypis poka á hringekju og málið er afgreitt. Af hverju er allt svona frosið hjá okkur?
Halldór Jónsson, 30.3.2013 kl. 12:25
Síðan að drepið var í kaupmanninum á horninu, þá hefur þjónusta og mannúð farið niður í kjallara í verzlaunum á Íslandi, so to speak.
Af hverju eru íslendingar ekki búnir að fá fríverzlunar samning fyrir löngu síðan við BNA?
Svar; kommúnistar á Íslandi hafa staðið í vegi fyrir því og þess vegna þurfa íslendingar að hafa áhyggjur af viðskiptaþvingunum ESB og auðvitað frændum okkar og norræna velferðaríkinu Noregi.
Komúnistar eru afturhaldseggir og eru til trafala í öllum framförum. Eina sem komúnistar standa fyrir er distribution of wealth through taxation.
Svo auðvitað þegar landið kýs þetta afturhalds fyrirbæri í Ríkisstjórn eins og síðustu 4 ár, við hverju bjóst fólkið?
Góð spurning Halldór, af hverju geta íslendingar ekki staðið saman um málefni eins og aðrar þjóðir?
Af hverju eru 20 flokkar í framboði fyrir 320,000 manna þjóðfélag?
Kanski er það mentunini að kenna, það lesa allir mikið og mynda sér sínar skoðanir. það er enginn sveigjanleiki í þeim skoðunum, vegna þess að við íslendingar erum bölvaðir þverhausar hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Vona að teiturinn hafi verið góður Halldór, í það minsta þá kostaði hann ekki mikið miðað við svipaðan teit á Íslandi.
Gleðilega páska.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 30.3.2013 kl. 14:07
Takk fyrir Jóhann
Já hann var góður og mikill afgangur þó og nóg í annan eins.
"Eina sem komúnistar standa fyrir er distribution of wealth through taxation." Netop Jóhann. Ég vildi að fólk vildi skilja þetta.
Þetta er jafnaðarstefnan, skera ofan af þeim sem vilja vaxa upp, éta sjálfur frítt, og láta þá sem eru fastir niðri halda að verið sé að hjálpa þeim með afskurðinum. En afskurðurinn kemur við á leiðinni og er venjulega orðinn svo rýr eftir það, að afgangurinn kemur engum að gagni.
Þetta er eins og þegar apinnn tók að sér að skipta ostbitanum fyrir refinn og hrafninn sem höfðu stolið honum,hann skipti og skipti og skipti en beit alltaf í stykkin til að jafna þau þangað ekkert varð eftir.
Halldór Jónsson, 30.3.2013 kl. 15:36
Ég hafði mjög gaman að lesa viðbrögð ykkar. Það kemur fram að margir hafa ákveðnar ranghugmyndir um BNA, fyrirfram gefnar upplýsingar sem svo standast ekki. Það er skipulega dreift ranghugmyndum á Islandi um Bandaríkin sem partur í ESb áróðrinum. Því miður trúir allt of margt fólk lygunum fra´kommunum og krötunum.
Halldór Jónsson, 30.3.2013 kl. 15:41
Já, lygunum er skipulega dreift og fólk trúir þessu of oft. Hafið þið hlustað á RUV-Spegilinn? Hvílíkur Bandaríkjarógur. Og svo laug þetta fólk að við skulduðum evrópskum löndum ICESAVE og kallaði það ICESAVE-skuldina. Fólk trúir líka oft að fátækum í Bandaríkjunum verði bara meinað um læknishjálp. En það er af og frá og ólöglegt. Og ýmisskonar gjaldfrjáls læknishjálp og spítalahjálp þar. Man þegar ég kom þaðan var húslykill á Íslandi 11 sinnum dýrari en í járnvörubúðinni í götunni fyrir ofan okkur þar. Og 5 sinnum dýrari en lyklar voru dýrastir þar. Miðað við gengið, að sjálfsögðu, en þá var ísl. kr. of sterk.
Og þetta með plastpokana sem við erum rukkuð fyrir á Íslandi er fáránlegt. Eiginlega ósvífið miðað við venjuleg lönd. Og bara í matarbúðum, eða hvað? Óþarfi að sætta sig við það. Og svo oft lítil eða slæm þjónusta. Fólk getur farið með ókeypis notaða poka úr venjulegum búðum til rukkaranna, helst merkta óvinabúð. Já eða notað töskur.
Elle_, 30.3.2013 kl. 17:02
Halldór. Þeir eiga að bera ábyrgð sem ráða, en ekki öfugt.
Því miður eru of margir dálítið mikið fyrir að ráða öllu, með yfirgangi og ofbeldi, en láta svo aðra bera ábyrgð ef illa fer!
Það olli mér miklum vonbrigðum á mínum yngri árum, að upplifa að þeir sem sögðust vera jafnaðar-"eitthvað", voru það oft bara í orði en ekki á borði.
Ef jafnaðar-"eitthvað" fóru sjálfir að græða á eigin atvinnurekstri, þá var eins og þeir breyttust í algjört eigingjarna-einkavina-"eitthvað"!
Það er sorglegt að verða vitni að svona ó-ekta ("jafnaðarfólks")-vinnubrögðum, þar sem fólk vill hirða heiðarlega fengnar eigur af saklausu fólki, og láta svo aðra borga fyrir sig, hvort sem þeir eru "kommar" eða "íhald".
Halldór. Eitt sinn sagðir þú að þér fyndist þú vera munaðarlaus sjálfstæðismaður. Nú finnst mér ég vera munaðarlaus jafnaðarmanneskja. Vinstri Grænir voru kúgaðir á fyrsta degi eftir síðustu kosningar, af einhverju földu valdi. Þar með fóru þing-kosningarnar í ruslið!
Það virðist ekki vera pláss fyrir annað en öfga-hjarðhegðun til "hægri" og "vinstri" og einstefnur þröngsýnna stjórnmála-fræðinga kerfisins. Gagnlegar rökræður eru púaðar í kaf af ábyrgðarlausu öfgafólki.
Þetta virðist allt vera sama tóbakið í flokkakerfinu?
Það er líklega siðferðið og óeigingjörn réttlætiskennd sem raunverulega vantar í samfélagið okkar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2013 kl. 21:07
"Vinstri Grænir voru kúgaðir...." hvaða endemis rugl er þetta Anna Sigríður?
Fór ekki SJS og hans fólk í Ríkisstjórn Jóhönnu sjáfviljugt?
Ef þau voru kúguð, þá er bara að kæra það til lögreglu, eftir því sem ég bezt veit þá eru kúganir lögbrot á Íslandi sem og öðrum löndum.
Nei ættli SJS hafi ekki frekar séð sjensinn að hann gat orðið jafnari en aðrir og þess vegna varð JóGríma til.
Gleðilega páska Anna mín.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 31.3.2013 kl. 12:31
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Ég er hér í Florídu. Fór í búð um kvöldið. Keypti 12 Heineken bjóra, 1.5 L af góðu hvítvini og 1.5 L af góðu rauðvíni(það var von á gestum)12 svínakótelttur,kartöflur,baunadós,1,5 lítra af ís glas af rauðkáli,sítrónur rasp,eintak af Time. 95 dollarar.
Kaupi bensín á bílinn á minna en einn dollar lítrann
0.75 L af bourbon wiskí á 9 dollara. Fatnaður ótrúlega ódýr.Einbýlishús á 100 000 dollara 80 % lán á 3.%.Íbúðir á 70.000.Stór nýr bíll á 25.000 dollara. Notaðir á skíd og kanil.
Það er þetta sem við Íslendingar þurfum að skoða af hverju við pyndum okkur sjálf með því að greiða pí sinnum meira fyrir flest allt til lífsins okkar. Af hverju við látum einstæða móður sem þarf að keyra barnið sitt í leikskólann borga jafnmikið fyrir bensínlítrann og gallónið(3.6L) kostar hér, svona mikið fyrir húsnæðis-og lóðaokrið heima. Lágvörubúðirnar okkar eru bara brandaraokursjoppur, vaskbrjálæðið uppá 25.5% þegar söluskattur hér eins stafa tala.
Og til viðbótar þá eru tannlæknar svo ódýrir og góðir hérna að fólk er farið að beinlínis að koma hingað til að nýta sér þá.