Leita í fréttum mbl.is

Kaþólsk messa í Orlando

er haldin í St.Jósefs kirkju á Alafaya götu kl. 19:30 að laugardagskveldi fyrir páska.Við ákveðum að fara. Ekki af sérstakri trúarþörf heldur til að hlusta á íslenskan vin okkar Þorstein Árbjörnsson, sem hingað er floginn frá New York til að syngja í hérlendum höfuðkirkjum. En Þorsteinn er einn af þessum Íslendingum sem er í víkingu og lifir af list sinni í Ameríku. Ekki auðvelt hlutskipti í þessu mikla landi samkeppni og hraða.

Altarið var fagurlega skreytt og minnti helst á búðarborð í Bónus´um jólin. Það rétt sást í prestana tvo á bak við allar vörurnar, kerti og hvaðeina. Svo prédikaði annar þeirra  og tónaði og söfnuður tók undir. Svo þrumaði orgelið og lúðraverk frammi.

Svo barst silfurtær rödd Þorsteins yfir þetta allt og lyfti tónlistinni á annað stig. Svona hélt þetta áfram. Ég varð ekki hissa þegar ég sá eldri prestinn ganga að hliðarborði snúa baki í söfnuðinn og taka upp  kristalspela flatann og fá sér duglegt dramm út honum. Svo hélt hann áfram að lesa og syngja allt eftir messubókinni sem fylgdi hverju sæti, en þar er skráð prógrammið sem farið er eftir við hvern dag í páskamessunum.

Svo kallaði hann upp fjölda manns sem höfðu óskað eftir að staðfesta skírnarheit sitt og svo líka eina tíu sem höfðu ákveðið að láta skírast tl kaþólskrar trúar. Þeir fengu hvítt stykki á axlirnar en allir höfðu fengið hellt yfir prófíl sinn vígðu vatni. Svo var brauðið og vínið tekið úr gullhúsi miklu sem stóð aftast á altarinu og síðan hófst altarisganga sem hálf kirkjan tók þátt í.

Svo var sungið meira og fólk fór að tínast út eftir að hafa beygt hné sín fyrir altarinu og signt sig sem allir gera sem ætla að stíga inn fyrir þess vé. Þetta var búið að standa í fulla 3 tíma. Það var mikill trúarhiti í þessu öllu og greinilega er fólk mjög handgengið kirkjunni. Samskotakörfur gengu um.

Eftir athöfnina hittum við Þorstein og ræddum atburði kvöldsins. Hann sagði að kaþólska kirkjan væri mjög virk í velgjörðum í Orlando og seinna sáum við stórbyggingu velgjörða kaþólsku kirkjunnar hér á Semoran. Þarna sér maður að það þarf ekki áþvingaða Steingrímska velferð hérna því fólkið sem er almenningur er mikilvirkt í öllu slíku starfi sem er öllu minna hjá okkur. Þegar upp er staðið veit maður ekki hvar velferðin er meiri, á norræna vísu að steingrímskum hætti eða bara hérna þar sem einfaldur almenningur  sér um þetta .

Allavega fannst okkur mikið til um söng Þorsteins Árbjörnssonar og erum sannfærð um að raddfegurð hans og tónlistarmeðferð á eftir að gera hann víðfrægan hér í Ameríku. Við óskum honum alls hins besta á þeirri braut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband