Leita í fréttum mbl.is

Förum við í fýlu?

Sjálfstæðismenn eftir kosningar ef kjósendur hafna okkur í kosningunum? Það eru margir að velta þessu fyrir sér.

Munum við segja:Þið kusuð okkur ekki, við verðum ekki í stjórn heldur spillum því sem við getum?

Hvaða framtíð í stjórnmálum ætla þeir  flokksmenn að eiga sem láta slíkt heyrast? Gætu þeir ekki alveg eins hætt strax og kosið Framsókn?

Stjórnmál eru list hins mögulega. Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur flokkur sem mun vinna þjóðinni það gagn sem hann má óháð útkomu kosninga. Það verður aðeins erfiðara verk en ekki ókleyft.

Flokkurinn fer ekki niður öðruvísi en með flaggið við hún! Sjálfstæðisstefnan er óbreytt. Hún er ofar mönnum og muldri.

Einstakir menn koma og einstakir menn fara. Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki neitt meðan Ísland er byggt Íslendingum.

Gjör rétt, þol ei órétt! Það breytist ekki í einum kosningum af þeim tugum sem flokkurinn hefur háð.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlast til þess að hver flokksmaður geri skyldu sína.

Flokkurinn fer ekki í fýlu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hafa sjálfstæðismenn einmitt ekki hagað sér þannig síðasta kjörtímabil; spillt öllu sem mest þeir gátu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2013 kl. 17:57

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"Sjálfstæðisflokkurinn ætlast til þess að hver flokksmaður geri skyldu sína."

það eru nú margir sem hafa sagt svipað í gegnum aldirnar

Rafn Guðmundsson, 3.4.2013 kl. 18:52

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Enda vitum við það Halldór minn, að ef fólk vill ekki kjósa okkur þá þýðir það ekkert annað en að við erum að gera eitthvað vitlaust.

Ég hugsa oft, hvort ég hafi byrjað of seint að veita mér eða ekki gert nógu mikið af því, jafnvel hefði ég mátt gera eitthvað öðruvísi. Svona held ég að við öll eigum að hugsa, sem viljum auka vegsemd Sjálfstæðisflokksins.

Það er sama lögmálið í gildi allstaðar, ef að mönnum gengur ekki að selja sínar vörur, þá er ekki farið í fýlu við kaupendur heldur reynt að skoða ástæðurnar og gera betur.

Við sjálfstæðismenn stöndum alltaf með íslensku þjóðinni og ef hún hafnar okkur, þá er það okkur að kenna og okkar að bæta úr því. Pólitíkin er langhlaup og hún er stríð sem varir meðan landið er í byggð. Þótt við töpum einni orustu, þá er stríðið ekki tapað.

Við vitum að stefnan okkar virkar, það hefur enginn sett út á sjálfstæðisstefnuna eins og hún var skrifuð í upphafi, það segir sitt. Það hljótum þess vegna að vera við, trúnaðarmenn og forystan, sem erum að gera eitthvað rangt fyrst ekki tekst að selja svona góða stefnu.

Jón Ríkharðsson, 3.4.2013 kl. 20:07

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Á síðasta Landsfundi voru Sjálfstæðismenn tóndaufir, so to speak.

Eins og ég bloggaði strax eftir fundinn og spáði fylgishruni (S), þá er sú spá að ráðast, ef trú á síðustu skoðunarkönnun Gallup.

Það voru þrír tónar sem Landsfundurinn þurfti að heyra og spila eftir:

1. Algjöra stefnu í að afnema verðtrygginguna fyrir næstu komandi áramót.

2. Loka Evrópustofu daginn eftir að Ríkisstjórn var mynduð.

3. Setja ESB ferilinn í þjóðaratkvæði ekki seinna en október 2013.

Ef (S) hefði heyrt þessa 3 tóna, þá væru þeir ekki í þeirri stöðu og þeir eru í núna.

Hanna Birna verður að fara varlega í sínum yfirlýsingum og eins og hún hefur gert undanfarið, algjörlega hunsað þessi 3 málefni, ef ekki verið á móti þeim.

Ekki hjálpaði stöðugleiki (F) í IceSave, landsmenn vilja fá þingmenn kjörna sem láta ekki auðmanna elítuna kaupa sig og stjórna.

Sennilega verður (S) í stjórnarandstöðu næstu fjögur ár ef framjóðendur flokksins heyra ekki í tónum landsmanna og útskýra skýrt og skorinort að þeir stiðji þessa 3 tóna, so to speak.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.4.2013 kl. 21:03

5 identicon

Heill og sæll Halldór æfinlega; og sælir, aðrir gestir, þínir !

Halldór; fornvinur mæti !

Ég vil ráða þér heilt eitt - að þú yfirgefir þessa Ormagryfju (svokallaðan Sjálfstæðisflokk) svo skjótt, sem þér megi unnt verða.

Hin Kapítalízku frjálshyggju óþrif hans; eru lítt geðugri, bölvuðum Kommúnismanum, forðum, fornvinur góður.

Með ekta Falangista kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 21:24

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er grátbroslegt að flokksjálkar á borð við tryggðartröllið Halldór Jónsson beri endalaust í bætifláka fyrir handónýta flokks forystuna. Nú er svo komið að einungis ríkir spenna um hvort Sjálfstæðisflokknum auðnist að ná yfir 20% fylgi í komandi kosningum. Ég segi nú ekki að þessir delar ættu beinlínis allir saman að fremja "harakiri"

en þeir ættu þó auðvitað að taka hagsmuni flokksins fram fyrir sína eigin og stíga til hliðar.

Jónatan Karlsson, 3.4.2013 kl. 22:58

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það blasir einfaldlega við að sú dæmalaus heimska að ætla að laga stöðu heimilanna með verðbólguhvetjandi aðgerðum eins og að borga ósjálfbærar skuldbindingar í stað þess að afskrifa þær, og toppa svo ruglið með því að ætla að nota til þess peninga sem skuldarinn á (lífeyrir), skuldari sem var ógjald fær og verður þá væntanlega meira ógjaldfær á eftir.

Þetta er einfaldlega svo vitlaust að það tekur engu tali.

þess vegna hrynur fylgið.

Guðmundur Jónsson, 4.4.2013 kl. 08:50

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Flokkurinn fer ekki niður öðruvísi en með flaggið við hún! 

Ekki skaltu stóla á það Halldór. Hugsast getur að ein illa þreytt þjóð vilji og ætlist í þetta skiptið til að Sigmundur Davíð í Framsókn haldi á fánanum (bjargi honum) á meðan flokkurinn xD gengur í sjóinn til losna undan eins konar lúsarfaraldri sem herjar á kindina. Lús er smitandi eins og þú veist. Og þjóðin er árangurlaust búin að klóra sér í fjögur ár. Eina stoð hennar á tímabilinu hefur verið Ólafur.

Nema náttúrlega að flokkurinn sé fastur í slipp vegna óþolandi hrúðurkarlamyndunar, og því í raun ósiglingarhæfur. Annað eins hefur sést. VG farið. xS farið.

En það er sem sagt nú að Landið er laust. Akkúrat nú. 

En hvað veit ég, minnsti minnihluti þjóðarinnar; ein persóna.

Spursmálið, sýnist mér og sem gætið orðið, er líklega á hvaða dýpi skepnan hreinsist

En ég er ekki neinn sérfræðingur í stjórnmálum, svo ekki skaltu taka orð mín sem neitt annað en einungis bara eitt

1

Kveðjur til þín 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2013 kl. 11:12

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Enn ein pendúlsveifla formanns Sjálfstæðisflokksins kom í dag þegar formaðurinn gekk í gegnum hurðargat skoðanaumskipta:

Bjarni vill útrýma Íslandslánunum

Hver vill kjósa pendúl? Enginn veit hvenær né hvar hann slær til næst. Niður með allt Ísland og íslenskt er að verða ávani. Brennum vitana, siglum svo. 

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2013 kl. 11:43

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki minnist ég þess að Sósíalistaflokkurinn hafi haft það á stefnuskrá sinni hér í den að loka Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna daginn sem hann kæmist í stjórn eða að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað því að loka skrifstofu MÍR og banna Þjóðviljann þegar "kommaáróðurinn" flæddi þaðan.

Ómar Ragnarsson, 4.4.2013 kl. 13:05

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Axel

ekki detta í að stýra fortíðinni. :að er hvað við getum gert í framtíðinni sem skiptir máli

Rafn

Hafði Nelson þetta líklega ekki eftir mér??

Jón

Ef kemur ekki í trollið hér verður maður að kasta annarssataðar?

Jóhann

Það skiptir kannski ekki öllu fyrir þig hvernig fer í kosningunum, þú ert ekki í eldinum sem við erum dæmd í.En munur er að mannsliði og sparaðu ekki að senda okkur góð ráð dýr. Þá má allt böl bæta.

Óskar Helgi

Þetta á við þig líka. Reyndu að hjálpa þjóðinni með einhverju öðru en gömlum Franco bjargráðum

Jónatan

Ég segi sama við þig. Við sitjum uppi með þessa stöðu. Getur þú gert eitthvað til að hjálpa okkur?

Halldór Jónsson, 4.4.2013 kl. 13:24

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðmundur

Þetta eer nú ekki alveg svona sem betur fer. Komdu með úrbótatillögur í stöðunni.

Gunnar,

Eer Guðmundur Steingrímsson ekki líka pendúll? Hann gefur ekkert upp hvert hann ætlar að sveiflast. Er ekki hægt að slokka frá botninum og upp, hver sé líklegastur tl að valda mini skaða en hinn?

Halldór Jónsson, 4.4.2013 kl. 13:29

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar

Það hefur ekki þótt góð latína að leyfa mönnum að bera fé í dóma. ESB hefur svo mikinn styrk til að kaupa hér fylgi að það er ójafn leikurinn. Þeirra stefna er yfirlýst að hafa áhrif á innankandsmál USA gerði það ekki. Hvort Rússagullið virkaði í gegnum Þjóðviljann veit ég ekki

Halldór Jónsson, 4.4.2013 kl. 13:32

14 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Halldór minn !

Ekki; ekki vera svona hvefsinn fornvinur góður, þó á móti ''vinum'' þínum blási, að verðugu.

Ég væri reiðubúinn; að hefja þátttöku í brottrekstri 6 - 7000 afætna af landinu, þar með talinna ''vina'' þinna Halldór minn, auk fjölda ræksna, úr B - S og V listunum einnig.

Tækist það; væri fyrst - og þá fyrst, hægt að tala um mögulega endurreisn Íslands, fornvinur góður.

Og; alls ekki, gera lítið úr mikilvægi stjórnartíma Francós Ríkismarskálks, fyrir þá Spánversku, hér fyrr á tíð, Halldór minn. Núverandi gerfi- Konungur; þar syðra, sveik allar hugsjónir gamla mannins, og á eftir að hefnast grimmilega fyrir það, á komandi tíð.

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri - og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 13:52

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ómar Ragnarsson 

Þú þarf enginn fréttamaður að vera til að þekkja muninn á Erasmus og Evrópustofu. Erasmus snýst um menntamál. Það sama gerði Fulbright-stofnunin. Hún veitti styrki til háskólanáms.

"Evrópustofa" er hluti af áróðursherdeild Evrópusambandsins, sem orðið er sjálfstætt ríki yfir öllum Evrópusambandslöndum. Sú áróðursstofa sambandsins er rekin af þýska Consulta fyrirtækinu með aðalstöðvar í Berlín og er almannatengslafyrirtækið Athygli undirverktaki þess hér á landi.

Undir þaki og uppsetningu þessa áróðursfyrirtækis hefur sendiherra Evrópusambandsins þeyst um landið þvert og endilangt í áróðursferðum fyrir ESB og blandað sér á hinn grófasta máta í hið lýðræðislega ferli og skoðanamyndun kjósenda í Lýðveldinu Íslandi. Það er stækt ESB-ofstæki ESB-sinna sem knýr þessa skömm áfram. 

Þú hlýtur að hafa misst dómgreind þína eftir langa veru á DDRÚV, þegar þú talar svona

Og það undarlegt er að þú skulir jafnvel telja þig hæfan til smíði stjórnarskrár, með svo blind augu fyrir sannleika og princippmálum.

Vel finnst mér að loka mætti DDRÚV. Það á sér lítinn eða engan tilverurétt lengur.

Þeir sem vilja gefa Þjóðviljann á pappír út á ný, geta gert svo strax í dag

Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2013 kl. 13:55

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ættlaði að svara Ómari að hann væri að líkja eplum og appelsímum saman, Gunnar Rögnvaldsson þú hefur svarað honum og mikið betur en ég hefði getað það og tek þarf leiðandi undir athugasemdina 100%, og þakka fyrir.

Halldór vinur minn Jónsson, dætur mínar tvær eru á Íslandi og önnur þeirra og hennar maður settu 30 miljónir í húsakaup sem þau áttu, og fengu lán fyrir restini. í dag skulda þau yfir 60 miljónir, sem sagt allt það sem þau áttu hefur gufað upp í skítalykt vegna verðtryggingarinnar.

Þess vegna Halldór minn hef ég mikin áhuga á að eldurinn verði slöktur á Íslandi eins fljótt og hægt er, þó svo að ég sjálfur sé ekki í eldinum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.4.2013 kl. 14:56

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gunnar,
Er Guðmundur Steingrímsson ekki líka pendúll? Hann gefur ekkert upp hvert hann ætlar að sveiflast. Er ekki hægt að slokka frá botninum og upp, hver sé líklegastur tl að valda mini skaða en hinn?
 
 
Mér er sama sá maður og flokkur er. Hann og flokkur hans er ekki til í mínum heimi. Non-existing.
 
Kv. 
 
 
 
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.4.2013 kl. 14:58

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sæll Halldór

Þú Segir komdu með úrbótartillögu.

"Gera ekkert"

Þá fer eitthvað meira af heimilum í þrot, í þeim þrotum afskrifast peningar og það er það sem þarf til að hagkerfið fari að rúlla.

Það sem menn verða að skilja til að geta tekið á skuldavanda sem þessum er að það eru bara tvær leiðir til að laga hann:

1. Afskrifa peninga.

2. Auka við verðmætin.

Ef fara á í aðgerðir (aðrar en að bíða eftir gjaldþrotunum) verða þær að hafa áhrif á annan af þessum tveimur þáttum. “Hugmyndir” landsfundar voru þannig að þær í reynd auka við peningamagn sem bara keyrir áfram verðbólgu og stækkar þá vandan.

Guðmundur Jónsson, 4.4.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband