Leita í fréttum mbl.is

Fáránlegri röð fjórtán manns

er stillt upp í ríkissjónvarpinu til að ræða vandamál íslensku þjóðarinnar. Af orðræðu þessari eiga íslenskir kjósendur að mynda sér skoðun tlil að greiða atkvæði.

Þarna eru í hæsta lagi fjórir eða fimm þáttakendur líklegir til þess að koma að einhverri ákvarðanatöku eftir kosningar. Það hefði verið nóg að hafa einn fulltrúa frá hverjum fjórflokksins og svo einn frá Guðmundi Steingríms. Hitt fólkið á þarna ekkert erindi og er eiginlega bara þarna að skjóta gömlum klisjum úr Útvarpi Sögu og blogginu sín á milli. Hryllingssögur um blankheit og bankabakarí einstaklinga eiga ekkert erindi í svona útvarp.

Af hverju fáum við ekki að heyra Bjarna Ben spyrja Sigmund Davíð um hvernig hann ætli að útvega aura í skuldaniðurfellinguna?  Hvernig þeir ætli að auka atvinnuna, lækka skattana og stöðva landflóttann?

Það er þetta sem fólk þarf að heyra. Hvað er raunverulega áætlun alvöruflokkanna um þessi grundvallarmál eftir kosningar.

Pétur á Sögu, Þorvaldur Gylfason, velmeinandi húsmæður eða enhverjir Piratar munu ekki koma að ríkisstjórnarborði eftir kosningar.Ergo þurfum við ekki að eyða tíma í að hlusta á þetta fólk í þessari fáranlegu fjórtánmanna röð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svona er hún þá lýðræðisástin þín Halldór!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2013 kl. 21:56

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekkeert með það að gera. Af hverju ekki 1500 manns, eða öllum þjóðfundinum stillt upp? Skilvirkmi?

Halldór Jónsson, 4.4.2013 kl. 22:44

3 identicon

Ríkisútvarpið getur ekki gert greinarmun á milli framboða.  Fjölmiðlar í einkaeigu geta það hins vegar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 23:16

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þessir s.k. alvöruflokkar virðast sem betur fer vera að þurrkast út utan Framsókn. Vonandi koma þeir hvergi að ríkisstjórnaborðinu eftir kosningar.

Því er þetta innistæðulaus remba í þér Halldór að tala niðrandi til þessara nýju framboða, sem mörg hver höfðu margt miklu betra fram að færa en frasaflytjendur gömlu flokkanna .
Líklega verða einhverjir þeirra einmitt í stöðu til að deila stjórnartaumum með Framsókn.
Þú nefnir flokk Guðmundar Steingríms. sem eina þolanlega fulltrúa þeirra nýju. Það er akkúrat sá sem hafði minnst fram að færa.

Kristján H Theódórsson, 5.4.2013 kl. 10:43

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst að þið séuð ekki að fatta þetta. Það er tilgangslaust að stilla Pétri og Páli upp og ætla að láta þá segja hvað þeir æstli að gera ef þeir verði kosnir, Þegar kannanir benda til þess að þeir verði ekki kosnir.

Kannski eer best að segja að enginn komi í sjónvarpssal sem ekki hefur náð 5 % markinu í skoðanakönnun rétt á undan.

Halldór Jónsson, 5.4.2013 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband