Leita í fréttum mbl.is

Leiðtogi

ourleader

í mynd Sigmundar Davíðs er hugsanlega að skrá nafn sitt svo um munar á spjöld íslenskrar stjórnmálasögu.Flokkur hann mælist nálægt hreinum meirihluta í nýjustu skoðanakönnun.

Það er greinilega þung undiralda í íslenskum stjórnmálum. Við þessir kaffibollaspekingar, sem höfum verið að velta þessu og hinu fyrir okkur höfum ekki verið að skynja þessa öldu öðruvísi en grun eða tilfinningu, sem við höfum vísað á bug og geyst okkur jafnvel á móti. En hlutirnir sem eiga að standa í biflíunni og við eigum að trúa eru kannski endilega svoleiðis eins og hann "Sportin´ Life" sagði í Porgy og Bess. 

Ég hef ekki dregið dul á marga rimmur sem ég hef háð við góða vini mína í vetur sem leið. Það var sama hvað ég tefldi fram ágæti manna og þeirra góðu kosti, mér var oftar en ekki vísað frá með þeim orðum að traust væri einnota fyrirbrigði. Sá sem brygðist því einu sinni ætti oft  langan veg fyrir höndum.

Svo hvað hefur breyst?

Fjósalyktin sem áður fylgdi Framsóknarflokknum er horfin. Það er ekki hægt að velta þeim uppúr landbúnaðarmálunum og styrkjunum lengur. Það eru komið nýtt fólk og glæsilegt sem segist leita skynsamlegra leiða út út erfiðleikunum á félagshyggjugrunni.

Er eitthvað að óttast þó að gengi þessa flokks vaxi og vaxi? Er þetta fólk eitthvað hræðilegt? Er þetta fólk ekki nálægt okkur Sjálfstæðismönnum í mörgum skoðunum? Höfum við ekki starfað með þeim í áratugi hérna í Kópavogi? Eigum við að vera föst í gömlum klisjum og fordómum? 

Þeir Framsóknarmenn leggja nú sín stefnumál á borðið. Og við getum ekki fullyrt að þau gangi ekki upp því að þau sýnast bara gera það þegar grannt er skoðað.

Framsóknarflokkurinn hefur hreinan og staðfastan skjöld í Icesave málinu. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Heldur ekki í mörgum öðrum miður góðum málum.  Framsóknarflokkurinn sleppur sjálfur vel út úr  hrunmálunum og afskriftum þó einstaka flokksmenn standi uppi sem óæskilegir pappírar á hvaða mælikvarða sem er. Flokkurinn sjálfur hefur einfaldlega unnið sér traust með staðfestu og skýrum skilaboðum.

Þetta eru þessvegna ekki ekki alslæm tíðindi. Kjósendur eru búnir að átta sig á að síðasta Alþingi var einskis megnugt vegna flokkadrátta og sundurlyndis. Smáflokkabrot og hrossakaup leysa einskis manns vanda, hvað þá heillar þjóðar.  Fari fram sem nú stefnir þá hillir undir þá möguleika að samheldið Alþingi geti komið fram aðkallandi málum en kraðakinu, sérstöðu misviturra einstaklinga og sérvisku allskonar verði komið á undanhald.

Og það sem er kannski enn mikilvægast. Að siðferði verði smám saman endurreist í þjóðfélaginu.  Einstökum hópum verði ekki heimiluð siðlaus sjálftaka á kaupaukum og fjármunum eins og Svisslendingar stöðvuðu hjá sér nýverið. Subbuskapur í opinberri stjórnsýslu taki einhvern enda. Fólk er búið að fá nóg af græðginni og spillingunni sem hefur grassérað frá hruni. Það saknar tíma heiðarlegra stjórnmálamanna af gamla skólanum. Fólkið vill almenna siðbót í opinberu lífi. Það vill fólk  en ekki pappírspésa og sífellda potara.

Vonandi munu góður leiðtogi  færa okkar þjóð það sem hún þarfnast mest: Framsókn til fyllra lífs, friðar til athafna og frelsis einstaklinganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Halldór, þú túlkar vel þau viðhorf sem ég heyri að margir Sjálfstæðismenn hafa og mikil sannindi eru í því sem þú segir, að »traust er einnota fyrirbrigði«. Hinni nýgju sveit Framsóknarflokks er vel treystandi til að hafa forustu í Íslendskum stjórnmálum, fyrst Sjálfstæðisflokkur VILL ÞAÐ EKKI. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokks til Icesave-málsins hlaut að valda trúnaðarbresti, en að öðru jöfnu hefði flokkurinn samt átt tækifæri til að komast sæmilega frá kosningunum.

 

Hins vegar hefur komið í ljós að Icesave-svikin voru ekki einangrað fyrirbæri, heldur stafa af kerfislægri meinsemd. Forusta flokksins hefur ekki vit á að fylgja samþykktum Landsfunda, heldur hefur mótað þveröfuga stefnu í flestum málum. Engin furða er að kjósendur flokksins leita annað og vel er hugsanlegt að flokkurinn fái færri atkvæði en sem nemur félagafjölda hans. Þessi ógæfulega stefna forustunnar birtist sérstaklega með eftirfarandi móti:

 

  1. Höfnun á upptöku fastgengis fyrir landið og hafnar þar með efnahagslegum stöðugleika.
  2. Höfnun á leiðréttingu stökkbreyttu lánanna.
  3. Höfnun á að slíta viðræðum við ESB og loka tafarlaust Evrópustofu.

 

Þessi afstaða forustu Flokksins er skýrt brot á samþykktum síðasta Landsfundar. Sjálfstæðisflokkur er ekki lengur flokkur Sjálfstæðismanna. Ætlar forusta flokksins að halda lengra út í fenið, eða ganga til liðs við breiðfylkingu almennra flokksfélaga?

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 5.4.2013 kl. 22:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir voru að opna kosningastofu í Kópav. í kvöld,ég ætlað en klikkaði á tímanum. Það var troðfullt og góður rómur gerður af fundinum,það er allt í lagi að fá áminningu,stundum þörfnumst við þess,en ég veit þeir eiga eftir að fá meira.

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2013 kl. 01:19

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þetta er að nálgast styrk á góðu bourbon, Halldór....!

Ómar Bjarki Smárason, 6.4.2013 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3420654

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband