Leita í fréttum mbl.is

Afturábak með Árna Páli!

er útlistað skýrt og skilmerkilega í viðtali við piltnn í Mbl í dag:

Grípum .þar niður: 

..."- Þegar Actavis flutti höfuðstöðvar sínar úr landi talaði forstjóri fyrirtækisins um hátt í 200 skattabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og óvissu í umhverfi fyrirtækja sem helsta vandann?

»Skattbreytingarnar orsökuðust af hagstjórnarmistökum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á fyrri tíð. Þeir flokkar lækkuðu skatta á árunum 2003 til 2007 án innistæðu, þannig að þegar árið 2006 var spáð fjárlagahalla árið 2008. Það þurfti semsagt viðstöðulausa ofþenslu til að halda jafnvægi í ríkisrekstri. Þetta var ein höfuðástæðan fyrir hruninu og að það þurfti að hækka skatta. Menn söfnuðu ekki í sjóði en neyttu meðan á nefinu stóð.«

- En sú ríkisstjórn borgaði reyndar niður skuldir ríkissjóðs?

»Já, en menn söfnuðu ekki í sjóði, heldur kusu að lækka skatta og auka þannig enn á hagstjórnarvandann sem við var að glíma. Hagstjórnin var öll í molum eins og rannsóknarskýrsla Alþingis rekur mjög vel. Ég held hinsvegar að sitjandi ríkisstjórnin hafi síðustu tvö árin ekki fylgt nógu agaðri stefnu í skattamálum. Ríkisstjórnin hefði betur sest niður með SA og ASÍ í upphafi kjörtímabilsins og útfært tillögurnar um skattbreytingarnar þannig að fyrirsjáanleikinn yrði meiri. Það er óþarfi að breyta sköttum á síðustu stundu. En verkefnið núna er að hagræða og einfalda og vinna áfram að sköpun meiri verðmæta, greiða niður skuldir og tryggja okkur alvöru framtíð á sjálfbærum forsendum í þessu landi.«»

....Við erum með algjörlega útfært plan um hvað við gerum þá. Það plan krefst enn meiri aga í hagstjórn, hraðari niðurgreiðslu skulda, minna fjármagns til velferðarkerfisins, lægra raungengis til að standa undir greiðslu skuldanna og þar með talið minni kaupmáttar. Það er plan um lakari lífskjör, minni velferð og meiri sjálfsþurftarbúskap. Við getum ekki talið okkur trú um að hægt sé að halda uppi norrænni velferð með efnahagslíf í höftum. Norræn velferð byggist á viðskiptafrelsi, raunverulegri verðmætasköpun og samkeppni fólks um hugmyndir.«...."

Þa' þarf kokhreysti til að tala svona af manni sem eftir 4 ár í ríkisstjórn situr uppi með 400 milljarða uppsafnaðan ríkissjóðahalla. Heldur maðurinn að við séum öll bæði skilningslaus,heyrnarlaus og sjónlaus? 

Er hægt að tala skýrar? Samfylkingin boðar gengislækkun, meiri niðurskurð og lægri lífskjör.

Blóð svita púl og tár. Þarna talar Churchill Íslands í upphafi Evrópusambandsstyrjaldarinnar.

Nýtt kosningaslagorð Samfylkingarinnar er fætt:

Afturábak með Árna Páli !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband