7.4.2013 | 21:47
Hræðsluáróður
er talsvert í gangi meðal Sjálfstæðismanna. Það er bent á félagshyggjustefið í Framsóknarflokknum sem er þar vissulega skrifað skýrum stöfum. Þetta nota menn til að sannfæra sig um að Framsókn muni hlaupa til að mynda stjórn eftir góða kosningu með ríkisstjórnarflokkunum. Framsókn sé vinstri flokkur sem er trútt sannindum feðganna Hermanns og Steingríms að allt sé betra en íhaldið. En eigum við að dvelja í fortíðinni svo staðfastlega að við sjáum ekki framtíðina?
Virði maður Samfylkinguna fyrir sér og það fólk sem þar fer fyrir, þá er sá flokkur í þeirri stöðu að hann mun eiga erfitt með að gefa eftir í ESB málum. En Framsókn hefur þegar sagt svo mikið um þau, að það yrði erfitt að finna sameiginlegan flöt á þeim málum meðal meirihluta þingmannsefna flokksins að gefa eftir í því máli.
Horfi maður á Vinstri Græna þá er erfitt að sjá nokkuð stefnumál sem þeim er fast í hendi. Þetta virðist orðinn harðsvíraður og heldur hugsjónfátækur valdabrasksflokkur. Það er varla hægt að benda á eitt einasta mál sem flokkurinn hefur staðið staðfastglega vörð um. Þegar þessi flokkur kemur með kosningaloforð núna eftir síðasta kjörtímabil, þá finnst manni maður heyra andvörp viðmælenda. Er eitthvað að marka ykkar loforð yfirleitt? Hversvegna eiga menn að kjósa ykkur frekar en aðra? Bara af vana eða af því að hinir séu svo vondir, þið séuð svo góðir og göfugri?
Öll litlu brotin 10 með sérþarfirnar? Nennir nokkur að standa í svipuðum samningum og síðasta stjórn var sífellt að gera við þór Saari og þannig fólk? Þá þekki ég illa þá Framsóknarmenn ef þeir sætta sig við þann hátt mála.
Ef að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru sannfærðir um að þjóðin þurfi að finna leið upp úr öldudal kreppunnar þá hljóta þeir að hafa þá ábyrgðartilfinnngu að hugleiða hvað leiðir séu að því marki og hvernig því markviði verði náð. En slíkt er óframkvæmanlegt með sífelldum hrossakaupum tæps meirihluta þar sem nánast hver villkattaþingmaður hefur gíslatökustöðu fyrir sérþarfir sínar.
Því verður því ekki trúað að nokkur Sjálfstæðismaður muni undan skorast að axla ábyrgð jafnvel þó að kosningaárangurinn verði vonbrigði eða ekki. Það er líf þjóðarinnar sem um er að tefla en ekki tilfinnngar einstaklinga. Það er ekkert rúm fyrir fýlu.
Þess vegna megum við ekki láta hræðsluáróður byrgja okkur sýn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ekki get ég annað en tekið undir orð þín, Halldór. Eftir að fólk hefur búið við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í rúm fjögur ár, kemur ekki til álita að lóðsa Samfylkingu eða VG aftur að ríkisspenanum. Það eru engir aðrir kostar fyrir hendi en að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi meiri-hluta á Alþingi.
Ég fullyrði, að það verður allt vitlaust í hvorum flokknum sem er, ef forustumenn annars hvors fara að semja um ríkisstjórn við Samfylkingu eða VG. Þetta sjá sjálfsagt allir landsmenn og láta ekki hræðslu-áróður byrgja sér sýn. Forusta Sjálfstæðisflokks ætti að taka mið af þessu og setjast undir árar með Framsókn og róa þjóðinni burt frá þeim ömurleika sem núverandi ríkisstjórn hefur kallað yfir Ísland.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 7.4.2013 kl. 22:07
Don't count on it, Halldór minn kæri
Hver vill gera Det Konservative Folkeparti úr Sjálfstæðisflokknum? Að minnsta kosti ekki ég. Gætið að hverju er óskað eftir. Sá flokkur er að langtíma-núlli orðinn nú. Hann er annúlleraður og hengdur í axlaböndum svo kallaðrar "ábyrgðar". Brottskitin glæra. Gólfmotta.
Alvöru stjórnmál eru í eðli sínu sköpuð þannig Halldór að í alvöru ríki eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar kjósa hugsjóna-fastheldnir menn frekar að koma landi sínu í þrot, en að fara út í það ógerning að henda sjálfum hugsjónum- og grunngildum lífsskoðana sinna á öskuhaugana, valdanna vegna.
Kaninn trúir á the entrepreneurial spirit. Að hægt sé að byggja upp aftur. Að gírkassinn hafi fleiri en einn gír. Þess vegna vilja þeir ekki gefa afkall á sjálfum gírkassanum sem er grunnurinn fyrir tilvist the entrepreneurial spirit. Aldrei að láta taka úr sér eldinn sem knýr kassann í áframgír. Aldrei.
Eins-konar samsæri gegn kjósendum valdanna vegna, er ekki góð uppskrift að neinu nema illu. Það höfum við séð í 4 ár.
Menn ættu alls ekki að hengja sig í ábyrgð í axlaböndum
Átakastjórnmál þýða átök. Svo einfalt er það. Járn í járn.
Kveðjur
PS; Weimarettur brenna hratt. Leyfum þeim að brenna.
Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2013 kl. 23:27
Loftur
Ég átti að vera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins en var því miður of upptekinn við annað til að taka þátt í afgreiðslu mála. Þarafleiðandi get ég verið misánægður með niðurstöður og einstaka orðalag. En það breytir ekki því að ég styð minn flokk og veit sem er að málamiðlanir verður alltaf að gera sé maðr ekki í hreinm meirihluta. En þú veist hvernig hreinir en tæpir meirihlutar virka . Þeir eru óstarfhæfir vegna mannlegrar náttúru. Þessvegna er ekkert hægt að gera nema af styrk. Sigmundur Davíð getur ekkert einn frekar en aðriri stjórnmálamenn.
Gunnar,
nú brestgur mig þekkingu á dönskum stjórnmalum til að rökræða þetta. En ég segi, að við Sjálfstæðismenn viljum ekki og megum ekki annað en reyna að koma fram umbótum með okkar afli. En ég tek undir það að ég yrði alveg kolbrjálaður ef forysta flokksin ætlaði að fara að kyssa á rassinn á núverandi valdaflokkum. Þeir eru paríar í mínum augum.
Halldór Jónsson, 8.4.2013 kl. 05:56
Númer eitt, Halldór, er að;
enda ESB-Víetnam-stríðið á hendur þjóðinni; það stríð er kirkjugarður bæði ríkisstjórna og flokka.
Kalla á þá styrjaldarumsókn til baka umsvifalaust.
Kalla pappírsdrengina heim og hætta - ALVEG!
Svo þarf að hætta að kyngja ælu.
Svo þarf að hætta í ísköldum-hagsmunamat
Svo þarf aflúsun að fara fram sem ekki fór fram.
Svo þarf að slá því föstu með Þórshamri að ÍSLAND er EKKI til sölu.
Þetta veimil-tíst um að "Íslandi sé best borgið" hitt eða þetta, er ekki hægt að bjóða kjósendum flokksins lengur uppá.
Ferðataska forystunnar er úr blýi. Hún er að sökkva forystunni og öllum flokknum.
Hann þarf á aflúsun að halda. Hann er ekki einu sinni fær um að standa í lappirnar í stjórnaandtöðu. Það höfum við séð.
Þetta er algert disaster
Danski Íhaldsflokkurinn; munið þið hvernig fór fyrri honum? Hann mælist nú með 4,9 prósent atkvæða eftir að Poul Schlüter í 24 prósentum atkvæða hóf útsölu á erfðasilfri flokksins 1) Föðurlandinu 2) kónginum 3) og Guði. Allt er farið.
Flokkurinn sá er að vísu ekki sambærilegur við "catch-all" Sjálfstæðisflokkinn á hægrivæng stjórnmála.
Og nú er verið skera undan xD. Og það virðist bara ganga létt með þá aðgerð.
Flokkurinn verður mörg ár að jafna sig. Ef hann þá nær sér.
Þvílíkur andskotans aumingjaskapur, stjórn- og agaleysi.
Senda þarf SHOCK, AWE & TERRORIST niður í Valhöll.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2013 kl. 07:07
Halldór, málamiðlanir er athyglisvert fyrirbæri í stjórnmálum. Þetta hugtak er gjarnan notað af þeim sem sigla undir fölsku flaggi, eru í minnihluta varðandi ákveðið málefni og vilja sveigja meirihlutann af leið.
Þessir málamiðlarar byrja að tala um nauðsyn málamiðlana straks á frumstigi málsins. Reyna að fá félaga sína til að milda orðalag og að heldst sé sagt sem minnst um afstöðu flokksins.
Þegar kemur að kosningabaráttu, gera málamiðlarar lítið með þær veiku samþykktir sem flokkurinn gerði og sýna jafnvel sína raunverulegu skoðun með því að halda uppi þver öfugum málflutningi við það sem flokkurinn hafði samþykkt.
Margir telja að málamiðlarar séu of áberandi í starfi Sjálfstæðisflokks. Gunnar nefnir dæmi sem styðja þessa skoðun og notar sterkari lýsingar en ég geri. Við höfum heyrt tal um »ískalt hagsmunamat« og að »Íslandi sé bezt borgið«. Þetta er vissulega tungutak málmiðlara, en hvað býr að baki?
Hvers vegna taka forustumenn flokksins ekki skýrt til orða og berjast af djörfung fyrir þeim málefnum sem Landsfundir hafa ákveðið að sé stefnan? Er það vegna þess að þeir eru inn við beinið einskis nýtir málmiðlarar, eða hafa þeir einfaldlega aðrar skoðanir en þorri flokksmanna og nota aðferðir málamiðlara til að fela afstöðu sína?
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 8.4.2013 kl. 09:33
Við notum stundum hugtakið ,tvístígandi, hver einasta manneskja lendir í að vera það. Hversu líklegt er ekki að stjórnmálamaður standi í þeim sporum og hafi ekki langan tíma til að kanna erfiða hluti sem upp á koma.Ég get ýmyndað mér að eftir því sem flokkurinn er stærri,finnist fleiri úrtölumenn,sem oft eru nátengdir þeim hæstráðandi,með aðgangi að eyra hans. Já ég ætla ekki lengur að skauta á ískalda svellinu,þjóðin þarfnast þess að sólin bræði það upp. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins fá mitt atkvæði að þessu sinni.
Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2013 kl. 13:36
Sjálfstæðismenn verða að velja til forystu fólk sem í það minnsta nýtur virðingar og trausts eigin flokksmanna. Auðvitað eru þetta allt saman ágætis fólk og margt til lista lagt, en tölur skoðanakannana tala sínu máli og Bjarni, Illugi og Guðlaugur ásamt öllu Icesave fólkinu, ættu auðvitað að axla ábyrgð og láta hagsmuni flokksins ráða för. Öðru máli gegnir um fall eða öllu heldur hrap Hönnu Birnu. Ofur varfærni eða öllu heldur ótti hennar við að svara kalli stuðningsmanna hennar um að bjóða sig fram til forystu, þegar krafta hennar var óskað, opinberaði óvænta (kvenlega?) veikleika í fari hennar, sem fellur augljóslega ekki í kram þeirra flokksmanna, sem eftir eru.
Jónatan Karlsson, 8.4.2013 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.