Leita í fréttum mbl.is

"Vellygni Bjarni"

 

var nafn á manni einum í gamla daga. Hann þótti ljúga betru og sennilegar en flestir aðrir og því fékk hann nafnið.

 Seint verður Árna Þór Sigurðssyni gefin þessi nafnbót því frásagnargáfa Árna virðist miða við það að tilheyrandinn sé annað hvort kjósandi VG, vangefinn eða jólasveinn af fjöllum.

Árni þeytir flautir sínar í Mbl. Í dag. Þar segir hann m .a.:

  …. " Á liðnu kjörtímabili hefur ríkisbúskapurinn verið reistur úr rústum hrunsins. Óstjórn og ábyrgðarleysi í aðdraganda hrunsins áttu ekki síst hlut að máli þar sem skattalækkanir útrásaráranna grófu undan möguleikum ríkissjóðs á að takast á við efnahagsleg áföll. Óheft frjálshyggja og óábyrg kosningaloforð á árunum fyrir hrun voru hinn görótti kokteill sem leiddi ógæfuna yfir íslenska þjóð.

En með gerbreyttri ríkisfjármálastefnu eru fjármál ríkissjóðs orðin sjálfbær. Árið 2008 var ríkissjóður rekinn með halla upp á 14,6% af vergri landsframleiðslu og árið 2009 með 9% halla. Samtals nam hallinn nálægt 400 milljörðum króna að núvirði á tveimur árum. Með markvissum aðgerðum hefur á einu kjörtímabili tekist að vinda nær alveg ofan af þessum halla og koma þjóðarbúskapnum í jafnvægi. Engu að síður verður að halda áfram ábyrgri stefnu til að vinna á gífurlegri skuldsetningu og vaxtakostnaði ríkissjóðs, sem eru afleiðingar hrunsins og gjaldþrots Seðlabankans….“

 

Uppsafnaður ríkissjóðahalli kjörtímabils fráfarandi ríkisstjórnar er að lágmarki 3-400 milljarðar króna. Það kallar  þessi  Árni  að vinda ofana af hallanum.

Enn segir Árni:

…„ Á næsta kjörtímabili má búast við að viðsnúningurinn í ríkisfjármálum skapi um 50-60 milljarða svigrúm til uppbyggingar. Vinstri græn vilja nýta þetta svigrúm til fjárfestingar í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. …“ 

Það er líklega næsta ríkisstjórn sem á að afreka þetta frekar en Árni þessi. Ærið verkefni það.

 ….“Öflugt heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði….“

 Skyldi hann ekki hafa heyrt um ástandið á spítölunum?

 

…..“ á næsta kjörtímabili er bætt starfsaðstaða og tækjakostur á heilbrigðisstofnunum, aukið aðgengi að tannlæknaþjónustu,að sálfræðiþjónusta verði hluti af heilbrigðiskerfinu,efling heilsugæslunnar,nýtt námslánakerfi, framfærsla fyrir þá sem koma til náms á framhaldsskólastigi af vinnumarkaði,fullfjármagnað háskóla- og framhaldsskólastig,aukinn stuðningur við barnafjölskyldur, áframhaldandi styrking barnabótakerfisins,hærra tekjuþak vegna fæðingarorlofs,bætt staða tekjulágra, aldraðra og öryrkja,nýtt og fullfjármagnað almannatryggingakerfi, aðstoð við skuldsett heimili, nýtt húsnæðiskerfi, m.a. með samræmdum húsnæðisbótum jafnt til þeirra sem kaupa og leigja….“

Það er ekkert smávegis sem næsta ríkisstjórn á að gera ! Þorir nokkur að taka við eftir 4 ár Árna og   VG í ríkisstjórn?

 

Af hverju gerði hann ekkert af þessu sjálfur meðan hann gat?

 

 ….“ Sú forysta sem Vinstri græn hafa haft um viðsnúning í þjóðarbúskapnum á sérlega erfiðum tímum í íslensku þjóðlífi tryggir að nú er hægt að hefja nýja sókn. Óraunsæ gylliboð og neikvæður áróður gegn því sem áunnist hefur mega ekki villa okkur sýn. Ábyrgð, jöfnuður og almannaheill eru kjörorðin sem við setjum í öndvegi…..“

"Illygni  Árni" gæti manni dottið í hug í þegar maður rifjar upp söguna af "Vellygna  Bjarna".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband