Leita í fréttum mbl.is

Af hverju engin svör?

Á vef Jóns Magnússonar koma þessar upplýsingar:

"   .... september 2010 bárust tvö tilboð í FIH bankann annað tilboðið frá ATP,PFA(danskir lífeyrissjóðir) og sænska tryggingarfélaginu Folksam tryggði fulla endurgreiðslu lánsins upp á 500 milljarða Evra. Hitt tilboðið var lægra og af einhverjum ástæðum var ákveðið að taka lægra tilboðinu og um það véluðu þeir Gylfi þáverandi viðskiptaráðherra og Már Guðmundsson seðlbankastjóri ásamt skilanefnd Kaupþings.

Hægt var að tryggja fullar endurheimtur láns Seðlabankans í september 2010 en Már Guðmundsson og Gylfi Magnússon vildu fara aðra leið. Samkvæmt því sem Gylfi Magnússon upplýsti munu þessi mistök hans og Más kosta skattgreiðendur álíka mikið og það sem um var deilt á lokasprettinum varðandi Icesave.

Kúbu Gylfi hefur verið skattgreiðendum dýr. Í fyrsta lagi ber hann ábyrgð á Sp/Kef máilnu þar sem milljörðum var hent út um gluggann. Í öðru lagi vildi hann leggja hundraða milljarða skuld á skattgreiðendur með því að samþykkja Icesave 1. Loks ber hann ásamt Má Guðmundssyni ábyrgð á því að hafa klúðrað sölu FIH þannig að skattgreiðendur verða fyrir verulegu tjóni að sögn hans sjálfs. 

Rannsóknarnefndir hafa verið skipaðar af minna tilefni og gefnar út Landsdómsákærur. Skoða verður náið embættisfærslur þeirra Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og Gylfa Magnússonar fyrrum viðskitparáðherra, varðandi klúðrið við sölu FIH bankans...."

Davíð Oddsson er úthrópaður af kommaklíkunni fyrir að hafa sett Seðlabankann á hausinn. Gersamlega út í hött eins og annað sem frá klíkunni kemur.

Íslandsbanki, sem þá gekk undir nafninu Glitnir,  fór á  hausinn vegna þess að Jón Ásgeir gat ekki sett veð. Landsbankinn virðist hafa verið settur á hausinn á röngum forsendum að líklega að pólitísku undirlagi Steingríms J. páfa kommaklíkunnar. Straumur var drepinn af sama manni. Byr og Spkef á sama hátt af sama manni.

Af hverju er salan á FIH bankanum  ekki upplýst?

Af hvergi fást engin svör?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það á ekki að hlusta á hagfræðinga, af því að þeir voru allir að læra hjá Kúbu Gylfa.

Kúbu Gylfi hefur aldrei nokkurn tíman haft rétt fyrir sér, svo fær hann að kenna vitleysuna úr sjálfum sér ungum nemendum í hagfræði.

Það á að reka Kúbu Gylfa og það strax áður en hann eyðilegur fleirri nemendur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 15.4.2013 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband