Leita í fréttum mbl.is

Bætt kjör fyrir alla

var megininntak kraftmikils málflutnings formanns Sjálfstæðisflokksins í umræðum oddvitanna i SV-kjördæmi og í framhaldi af þeim á fjölmennum fundi í Smáraskóla nú í kvöld. Það geislaði baráttukrafturinn af formanninum sem hreif áheyrendur með sér um land allt og á fundinum.

Það er megin miskilningnur vinstri manna að hægt sé að  bregðast við tekjufalli ríkisins með því að hækka skatta og gjöld. Slíkt leiðir til þess að skattstofnarnir sjálfir láta undan síga. Það gerðist árið 2008. Aðalvandamálið var þá, að 2000 störf töpuðust sem ekki hafa komið aftur að mestu leyti.2.5 % þjóðarinnar hefur flutt úr landi og það eru komnar eyður í heilu starfstéttirnar þar sem fólkið er einfaldlega farið. Verkefnið er að skapa þennan starfafjölda aftur og gera það um leið eftirsóknarvert fyrir fólk að starfa og að brottfluttir geti snúið til baka.

Bjarni Benediktsson lagði áherslu á það að Sjálfstæðisflokkurinn vildi bæta öldruðum þær tekjuskerðingar sem þeir urðu fyrir árið 2009 þegar grunnlífeyririnn var skertur krónu á móti krónu af norrænu velferðarstjórninni.  Flokkurinn vill hvetja alla til að afla sér aukinna tekna með aukinni vinnu án þess að þurf að þola harðar refsingar fyrir. Dæmi eru um að fólk haldi aðeins fimmtungi aukateknanna þegar skerðingarákvæðin hafa tekið bróðurpartinn til sín. Þetta misrétti ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að leiðrétta.

Það sem skiptir öllu máli er að fá atvinnulífið í gang, skapa tekjur og lækka skatta til að hvetja fólk til athafna. Það þarf að lækka gjöld og skatta en ekki hækka sem eiga það eitt sameiginlegt að  draga máttinn úr fólkinu. Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera fái hann til þess brautargengi.Auknar tekjur allra skapa aukna velsæld.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki lofa neinu nema því sem hægt er að standa við. Hann mun reyna sitt ítrasta til að skapa og afla þeirra tekna sem geta nýst í þágu skuldalækkunar heimilanna. Hann vill beita skattaafsláttum skuldugra til að lækka höfuðstól skuldanna og telur 20 % lækkun ekki óraunhæft markmið. Flokkurinn vill hætta aðildarviðræðunum við Evrópubandalagið þar sem þjóðin telur að hag okkar sé betur borgið utan þess. Hann mun hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi við uppgjörið við erlendu  kröfuhafana.

Meginboðskapur Sjálfstæðisflokksins til lausnar vandans er einfaldur:

Fleiri störf og aukin umsvif eru það sem skapa bætt kjör fyrir alla !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Finnbogason

Í tuttugu og þrjú ár hef ég næstum fylgt Halldóri Jónssymi, get það áfram...

Björn Finnbogason, 18.4.2013 kl. 02:08

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvenær ættlar (S) flokkurinn að skilja það að það þýðir ekkert að lækka höfuðstól húsnæðisskulda ef verðtryggingin er ennþá í fullu gildi?

Hvert heldur þú að lækkanir skatta fari t.d.?

Beint út í verðlagið og verðbólgan fer á fulla ferð og höfuðstólar húsnæðislæana fara upp úr öllu valdi.

Svo heimskuleg er stefnuskrá (S) flokksins, en auðmanna elítan græðir á tá og fingri.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 18.4.2013 kl. 04:44

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Björn

Jóhann

Hvað ætlarðu að gera við þá sem fá útborgað í íslenskum krónum en ekki dollurum eins og þú og leggja fyrir?

Láta þá legja sparnaðinn inn á 4 % í 10 % verðbólgu og gengisfellingum öðru hverju? Svo talar þú um að banna verðtryggingu? Býrðu á tunglinu?

Það er líka verðbólga í Texas og 0 % vextir í bönkum .Þessvegna braska menn í hlutabréfum og allskyns pappírum frá Maddoffum, kaupa gull, hús. Þú veist sjalfur að allt sveiflasty og kýpverskur stöðugleiki er ekki til.

Halldór Jónsson, 18.4.2013 kl. 08:13

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góðann daginn Halldór.

Ég fæ nú kaupið mitt í íslenzkum krónum en ekki í dollurum, svona til að byrja með.

Við erum að tala um heimili sem hafa engar krónur til að leggja neitt fyrir, heldur berjast fyrir að halda húsnæðinu og eru í þokkabót búin að eyða öllum þessum sparnaði sem þú ert að tala um í afborganir á húsnæðismálum.

Ekki vissi ég að BNA sendu geimfarana frá Flórída til Texas og kalla það geimferð til tunglsins.

Ættli að þeir hafi farið í bíl, rútu, lest, skipi eða flugvél?

Svo eru allir að tala um þessa frægu tunglferð sem eftir því sem þú segir Halldór að hafi verið ferðalag frá Flórída til Texas.

Þegar ég sótti um mitt fyrsta húsnæðislán í Flórída in the 70s þá var verðbólgan í BNA rúm 16% mest á því ári en ég fékk 13% með föstum vöxtum í 30 ár með engri verðtryggingu.

Ég fékk lán í Febrúsr með 3.75% á föstum vöxtum í 30 ár og enginn verðtrygging og verðbólga í BNA er um 2%.

Hvað heldur þú að verðbólagan verði lengi í 2% með allri þessari peninga útgáfu sem Fedral Reserve Bankinn stundar?

Það veður ekki langt í það að verðbólgan fari upp fyrir 4%, en lánið mitt situr á sömu vöxtum, þó svo að rigni eldi og brennisteini, so to speak.

Það sem þú ert að tala um er að auðmanna elítan fær sitt í BNA af því að það eru þeir sem verzla á verðbréfamörkuðum en almenningur fær 1 / 2% vexti í bönkum.

Af hverju eru vextir svona lágir, jú Bernankí bankastjóri Fedral Bank prentar peninga og lánar viðskipta bönkunum peninga á 0.01%.

Sem sagt Fedral Bankin er að keppa við almenning sem leggur inn á banka.

Ef þú hefðir völ á að fá lán á 0.01% ístaðinn fyrir eitthvað hærra segjum 6% hvort mundir þú taka?

Nei það er hlúð að auðmanna elítun í BNA alveg eins og (SF) og (VG) hafa gert undan farinn 4 ár á Íslandi og (S) flokkurinn kæmi til með að gera ef þeir væru í meirihluta í næstu Ríkisstjórn.

Auðmanna elítan í BNA sleikir útum enda er verðbréfamarkaðurinn að brjóta verðgildis hámörk næstum því daglega að undanförnu. Og bankar BNA lýsa yfir miklum hagnaði, en almenningur á erfit að finna vinnu og ef þeir fá vinnu þá er það yfirleit hlutastörf og það er aðallega vegna svokallaðs Öbama Care.

Auðmanna elítan á Íslandi sleikir útum vegna þess að þeir eru að hirða húsnæðin af heimilunum og leigja þau svo á uppsprengdri húsaleigu til sama fólksins og auðmanna elítan lét bera út á götu.

Auðmanna elítan á Íslandi græðir á tá og fingri og bankarnir græða miljarða, á meðan eru heimilin borin út á götuna.

Hverjir eru með 600 þúsund á mánuði í laun?

Jú auðmanna elítan og (S) flokkurinn sýnir það með dæmi hvernig auðmanna elítan kemur vel út ef (S) flokkurinn verður í meirihluta í næstu Ríkisstjórn.

Ef (S) flokkurinn væri að hugsa til láglauna fólks þá hefði dæmi (S) flokksins hljóðað upp á 200 þúsund en ekki 600 þúsund.

Svo tóndaufur er (S) flokkurinn að hann skilur ekki hvað landsmenn eru að spila so to speak.

Bið að heilsa en er ekki á tunglinu í dag heldur Las Vegas, en fer til tunglsins í nótt, Vonandi verður fullt tungl svo að ég eigi auðveldara með að finna það.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 18.4.2013 kl. 15:22

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það ekki nokkuð ljós munurinn á ÍSlandi og Bernake. Dolælarinn er enn the reserve currency of the world. Hann getur enn prentað trilljónir og allir taka við. Hann er ekki í vandræðum með vexti innanlans, þeir eru bara ákveðnir pólitískt. Hérna eiga menn að borga til baka. Hvað eru mörg sent eftir af dollaranum eins og hann var fyrir 60 árum? Ég hef heyrt töluna 5 cent.

Það er hvergi stöðugleiki. ég hlustaði á sunnudaginn í klukkutíma á einhvern gúru hjá Stansbury held ég fyrirtæki sem ráðlagði meðr að kaupa allt gull sem ég næði í. Gott að ég gat ekkert keypt.

Skv. hagstofunni eru meðallaun á ÍSlandi 485 þús á mánuði og er aflað af 178 þúsund launþegum.

'Eg skil ekki alveg hversvegna þú Jóhann talar um S flokkinn og hvort þú ert að meina Samfó eða Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en fólkið sem er í honum þá stundina. Þetta er allt annað fólk en var fyrir 10árum, 20 árum. Núverandi fólk verður þar ekki í meirihluta eftir 10 ár. Hann er nútíðarflokkur undir formennsku Bjarna sem hvarvetna núna vekur á sér athygli fyrir sanngjarnan og einbeittan málflutning. Þú ættir nú að fara að hlusta á eitthvað annað en þær innri raddir þínar sem halda að þér einhverjum niðurstöðum sem svo ekki stemma.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka skatta og gjöld til þess að afla ríkissjóði meiri tekna.

Sjálfstæðislflokkurinn ætlar að aflétta skerðingum á grunnlífeyrinn hjá eldrafólkinu.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að efla atvinnulífið eins og hann getur.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að afnema auðlegðarskattinn.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka tryggingagjaldið.

Sjálftæðisflokkurinn ætlar að lækka veiðigjaldið.

Sjálfstæðislfokkurinn ætlar raunverulega að bæta stöðu heimilanna.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að varðveita gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins gagnvart kröfuhöfum gömlu bankanna.

Halldór Jónsson, 19.4.2013 kl. 17:17

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Til að byrja með þá er (SF) Samfylking og (S) er sjálfstæðisflokkur.

Ef meðal laun eru Kr. 485 þúsund af hverju notar (S) 600 þúsund til að útskýra sína stefnu, þetta er kallað tóndeyfð í pólitík.

Nema auðvitað að (S) sé að hugsa um auðmanna elítuna þá meikar þetta allt sense.

Hvað ættli það séu mörg heimili sem eru að missa húsnæðið sem þurfa að greiða auðlegðarskattinn?

Hvað ættli það séu mörg heimili sem eru að missa húsnæðið sem þurfa að greiða tryggingargjlad?

Hvað ættli það séu mörg heimili sem eru að missa húsnæðið sem þurfa að greiða veiðigjaldið?

Þetta eru að mestu auðmanna elítu málefni

Svo kemur (S) ættlar að bæta stöðu heimilana, en ekkert sagt hvernig, eins og til dæmis að afnema verðtrygginguna.

Svo ættlar (S) að varðveita gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins gagnvart kröfuhöfum gömlu bankana. Hvað ættlar (S) að gera annað en að fara að lögum, þetta er skrum.

Svo ættlar (S) að lækka skatta og gjöld til að afla Ríkissjóði aukina tekna. En hver verður afleiingin á verðbólguna?

Verðbólgan fer upp og verðtrygging á húsnæðislánum heimilana rjúka upp.

Ég er sammála skattalækkun, en áður en það gerist þá þarf að afnema verðtrygginguna til að vernda heimilin.

Svo ættla (S) að aflétta skerðingum á grunlífeyrinn hjá eldra fólkinu og hvað er það sem (S) meinar með grunnlífeyri?

Ég er sammála þessu og það á að byrja á því að afnema alla skatta á lífeyri eldrafólksins, nema að tekjur lífeyrisþega sé yfir 5 miljónum í lífeyris og öðrum tekjum samanlagt.

En svona í heildina litið þá er stefuskrá (S) sérstaklega góð fyrir auðmanna elítuna og verkalýðurinn fær brauðmolana sem detta af borðinu.

En auðmanna elítan fær brauðmolana til baka með verðtrygginguni.

Ég er kominn til tunglsins, það tók 13 tíma frá Las Vegas en það var náttúrulega ekki fullt tungl.

Já það má vel vera að dollarin sé 95 centum minna virði en hann var fyrir 60 árum og ekki hjálpar peninga prentun Bernankí.

!971 borgðai ég ¢15.9 fyrir gallon af benzíni, en í dag er það yfir $4 í sumum ríkjum, á tunglinu (Texas) er það $3.85 average.

Þakka þér fyrir Halldór að leifa mér að láta hugmyndir mínar í ljós þó svo að þær stangis að sumu leiti við þínar.

Kveðja frá Houston (tunglinu).

Jóhann Kristinsson, 20.4.2013 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband