Leita í fréttum mbl.is

Vopnin brýnd

fyrir kjarasamningana skv. fréttum.
 
"Sólin skein á göngumenn í kröfugöngum í gær. Fjölmenni gekk fylktu liði niður Laugaveginn í göngu verkalýðsfélaganna að útifundi sem haldinn var á Ingólfstorgi. Ekki voru mikið færri í Grænu göngunni sem fylgdi í kjölfarið, en göngumenn í henni beygðu inn Pósthússtrætið og inn á Austurvöll þar sem haldinn var útifundur.

 

Sú tvískipting er kannski ástæðan fyrir því að þótt gangan virtist vera óvenju fjölmenn í ár var ekki hið sama að segja um fundinn á Ingólfstorgi. Samanlagður fjöldi fundanna tveggja bendir þó til þess að fjöldi Íslendinga sé enn reiðubúinn að mæta á útifundi kröfum sínum til stuðnings.

 

Yfirskrift dagsins, af hálfu fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, var "Kaupmáttur, atvinna, vel

ferð". Ræðumenn á fundinum voru Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.

 

Snorri varaði við því að komandi kjaraviðræður gætu orðið erfiðar, en samningar verða lausir fyrir áramót.

 

"Komandi kjaraviðræður þurfa ekki að verða erfiðar en það er því miður allt útlit fyrir það á þessari stundu að þær gætu orðið það og þegar hafa heyrst af því fréttir að einstaka stéttir búi sig jafnvel undir verkfallsátök."

 

Græna gangan var haldin í fyrsta skipti, en með henni átti að hvetja nýkjörið Alþingi til góðra verka í umhverfismálum og minna um leið á að þingið hefði ekki umboð til að framfylgja virkjanastefnu á kostnað náttúrunnar."

Einhver hjáróma rödd heyrðist tala um þjóðarsátt. Auðvitað er  gersamlega fáránlegt að ætlast til annars en að opinberir starfsmenn fyrst af öllum með sína verðtryggðu lífeyrissjóði, fá nauðsynlegar kjaraleiðréttingar áður en það fæst rætt.

Það er víst búði að hækka taxtana um 80 % frá 2009 og kaupmáttur hækkað um heil 8 %. Fram þjáðir verkamenn og fáninn rauði...

Það þarf að brýna vopn svo bíti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband