5.5.2013 | 21:56
Bankatilfinningar
mínar sem hluthafa í gömlu bönkunum eru þess eðlis að ég lít þá ekki réttu auga og forðast þá.
Manni var bara sagt einn góðan veðurdag, þú ert búinn að tapa öllu sem áður var þitt stolt. Landsbankinn, Íslandsbanki, Kaupþing, Straumur, allt farið á hausinn. Hluthafi :Farðu til fjandans. Nýju bankarnir munu innheimta hlutafjárskuldir þínar ef einhverjar eru. Það sem þú hefðir hugsanlega viljað draga til skuldajöfnunar frá fyrri viðskiptum, það geturðu reynt að sækja í þrotabúin og slitastjórnina. En þetta borgar þú í topp!
Maður keypti hlutafé á sínum tíma í Iðnaðarbankanum til að styðja við litla einkabankann á móti ríkisbönkunum. Svo varð Iðnaðarbankinn allt í einu orðinn að Íslandsbanka og svo kominn undir stjórn Bjarna Ármannssonar sem hafði dottið inn í það í krafti þess að Iðnlánasjóði og Fiskveiðasjóði var stolið frá þeim sem höfðu byggt þessa sjóði upp og voru allt í einu orðnir að stofnfé í Framkvæmdabanka Atvinnulífsins. Sem varð eftir innlögn í Íslandsbanka þar með orðinn fjárfestingabanki undir forsæti bankastráks. Hver svo fór að græða rosalega fyrir sjálfan sig meðal annars um leið og hann fór að moka peningum í Bónusfeðgana og Hagkaupastrákana og boltinn fór að rúlla.
Við þessir gömlu litlu hluthafar urðum fljótt undir blökkunum sem þessir paurar mynduðu í kring um sig. Allt í einu réðu bara stórar blakkir öllu í bönkunum. Stjórnmálamennirnir kölluðu þetta kjölfestufjárfesta og þóti það fínt. Forsetinn Ólafur Ragnar hafði aldrei séð dýrðlegri menn og þeir tóku hann með í þotunum sínum svo hann gæti hyllt þá sem útrásarvíkinga Íslands. Þeir gerðu svo grín að Seðlabankanum sem hækkaði stöðugt stýrivexti sem leiddu af sér meira innflæði krónubréfa sem þeir lánuðu út á lágum gengistryggðum vöxtum. Ég get enn hlegið þegar ég hugsa til baka.
Þetta var sem sagt orðið úr gömlu bönkunum mínum. Sama góða fólkið í afgreiðslunum brosti til manns, það vantaði ekki og maður hugsaði ekki dýpra en keypti bara meira hlutafé. En það sem við ekki sáum var að undir yfirborðinu var þetta orðið að peningavél vefara keisarans sem fóru eins og eldur í sinu um þjóðfélagið og lögðu allt undir sig og sína vini sem hönd á festi. Keyptar voru skrautfjaðrir til að nota í þessa vefjarhetti keisarans í öllum bönkunum. Þessir fósar lögðu undir sig öll helstu fyrirtæki landsmanna og virtust leggja þau jafnharðan í rúst, hreinsa þau út af öllu fémætu og renna þeim svo út og suður svo venjulegt fólk hafði enga yfirsýn. Örfáir tugir manna réðu orðið öllu í fjármálakerfi landsins.
En nettóið var svo bara stórtap þegar upp var staðið 2008. Því þessi nýju séní virtust hafa flest annað til brunns að bera en viðskiptavit og helst enginn rekstur gekk sem þeir komu nálægt og fjárfestingar þeirra í útlöndum mest froða og leiksýningar.
Svo kom mestur sannleikurinn í ljós í hruninu. Allt var ein blekking og búið var að stela öllu steini léttara. Skeinisbréf útgefin af þjófunum sjálfum voru komin í stað tryggðra viðskiptaskjala í fjárfestingasjóðum bankanna. Allar tryggingar voru hjóm og Pótemkíntjöld. Skattfrjálsum Bótasjóðum tryggingafélaga var stolið átölulaust. Allt reyndist þá vera ein lygi og blekking frá upphafi til enda. Jafnvel Forsetinn þagnaði um stund. Bankinn Glitnir fór fyrstur á hausinn og við hluthafarnir fengum að vita að við ættum ekki sent í nýja bankanum sem nú skyldi endurreistur og heita Íslandsbanki á ný. Sem var allt í einu eigandi að öllu því sem við skulduðum en var allt annað óviðkomandi. Nýjar skrautfjaðrir voru leigðar og enginn spurði hvert gömlu hugsjónir þeirra hefðu farið.
Nú eru allir gömlu bankarnir nýjir bankar sem eru útlend skrímsli eftir gjafagerninga Homo Thistilfirðensis sem enginn veit hver á þó sama góða starfsfólkið brosi þar enn til manns. O tempora ,o mores.
Íslandsbanki, Landsbanki og Arion auglýsa mikið um alla þjónustulund sína. En ég sem gamall hluthafi get ekki litið þá réttu auga sem skiptir svo sem engu máli. En ég er eiginlega hissa á því að þessum bönkum detti ekki í hug hvaða áhrif það hefur á tilfinningar gamlalla hluthafa að sparka svona í sína gömlu vini, hluthafa og bakbein, sem við litlu kallarnir vorum einu sinni. En sem nú hafa tapað öllu sínu og erum forsmáðir og fyrirlitnir.
Í þeirra sporum hefði mér dottið í hug að reyna að bæta þeim gömlu tjónið að einhverju leyti með nýju hlutafé á vægu verði í nýju bönkunum. Ná bankatilfinningum fólksins til baka. En líklega finnst nýjum herrum ekki taka því að vera að spá í þetta gamla lið sem er bráðum dautt hvort sem er.
Nýju bankarnir eru sagðir í eigu Vogunarsjóða, Hrægammasjóða, íslenskra skattsvikara eða hverskyns glæpamanna og reyna að sjúga hvern eyri út úr öllum sem voru í viðskiptum við gömlu bankana fyrir hrunið . Þeir skulu borga til síðasta blóðdropa þó heimilin eigi að fá New Deal í anda Roosewelts. Þó áttu gömlu hluthafarnir líka heimili sem fengu þjáningarnar einar í sinn hlut.
Ég vil að lokum benda fólki á MP-banka sem er allavega ekki mikið tengdur gömlum myrkraöflunum. Þetta er lítill en þjónustulundaður banki sem ætti að hafa alla burði til að verða banki fólksins ef hann forðast slysin. Ég vona að hann muni ná til almennings með tíð og tíma og að meindýrunum sem eyðilögðu þjóðfélagið 2008 verði haldið þar utandyra. Megi viðskiptavinir MP-banka hafa góðar bankatilfiningar um alla framtíð og megi stjórnendur hans þróa þá bankahefð sem hér hefur aldrei þrifist í friði fyrir barnungum sjálfskipuðum séníum á sérgróða sjömílnaskóm sem hafa traðkað yfir allt og alla allt of lengi.
Rétt bankatilfinning næst ekki nema með ræktun hugfars og hefða og helst bankamanni fram af bankamanni eins og gerist víða um hinn siðmenntaða heim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.