Leita í fréttum mbl.is

"Oscar Lafontaine

 sem var fjármálaráðherra Þýzkalands, þegar evran var tekin upp en yfirgaf síðar jafnaðarmannaflokkinn SPD, hvetur til þess í grein á vefsíðu flokks síns, Vinstri flokksins, að horfið verði frá evrunni. Hann segir að vonir um að evran mundi knýja fram skynsamlega efnahagspólitík hafi ekki rætzt og sagði að sú aðferð að þvinga Spán, Portúgal og Grikkland til „innri“ gengislækkunar væri „katastrófa“.

Lafontaine segir að efnahagsástandið versni frá mánuði til mánaðar og atvinnuleysi sé komið á það stig að lýðræðið sé í hættu. Hann segir Þjóðverja ekki enn hafa áttað sig á því að Suður-Evrópa og þar með Frakkar mundi verða knúin til að berjast gegn þýzkum yfirráðum fyrr eða síðar.

Daily Telegraph bendir á, að Pierre Moscovici, fjármálaráðherra jafnaðarmanna í Frakklandi hafi í gær sagt að tími aðhaldsstefnunnar væri liðinn og að stefna Frakka hefði orðið ofan á, sem blaðir segir að muni leiða til enn versnandi samskipta Frakka og Þjóðverja. Tilefni orða franska fjármálaráðherrans var að Brussel hefði fallizt á tveggja ára lengri tíma fyrir Frakka til að ná settum markmiðum í fjárlagahalla."

Þegar maður hugsar til einsmálsflokksins okkar hérna, Samfylkingarinnar, og yfirstrumpa hennar Össurar og Árna Páls sem gargaði hæst  í umræðuþáttunum fyrir kosningar, þá getur maður séð að heimskunni einni eru engin takmörk sett. Heimskinginn lærir yfirleitt aldrei neitt nema hann skynji vandarhögg á sjálfs rassi. 

Það vandamál að hjálpa íslenskum evruspekingum að hverfa frá villu síns vegar er ekki  á færi venjulegs fólks. En þróun mála í Evrópu ætlar að leysa málið af sjálfu sér rétt eins og Heimstyrjöldin gerði það að verkum að Þjóðernissinnaflokkurin íslenski hvarf og hér er enginn kommúnisti eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband