Leita í fréttum mbl.is

Sérstaða Íslendinga

kemur víða fram. Við virðumst líta allt öðruvísi á glæpastarfsemi en aðrar þjóðir.

Hversvegna skyldu Íslendingar til dæmis halda að fyrirtæki getið framið glæpi eins og sér?

Valitor, Borgun og fleiri  fyrirtæki hafa sætt sektum hjá einhverri Samkeppnisstofnun sem vandséð er að hafi einhverntímann fengið dómsvald skv. stjórnarskrá Íslands. Brotum gegn Íslendingum þegnum og eignarétti þeirra er svarað með því að fyrirtækin eru sektuð en þeir ábyrgu stjórnendur, sem gáfu skipanirnar fá stöðuhækkun.

Brot Valitors fólust í svonefndri undirverðlagningu. Í þeirri háttsemi felst í aðalatriðum að markaðsráðandi fyrirtæki selur vörur undir kostnaðarverði. Í viðskiptum færsluhirða og söluaðila er gerður greinarmunur á annars vegar debetkortum og hins vegar kreditkortum. Er verulegur munur á meðferð þessara korta í viðskiptum og uppgjöri vegna þeirra. Leiðir þetta til þess að verðlagning færsluhirða gagnvart söluaðilum vegna þessara tveggja kortategunda er mismunandi.

Háttsemi Valitors fólst í því að fyrirtækið verðlagði þjónustu sína í færsluhirðingu vegna debetkorta undir breytilegum kostnaði á árunum 2007 og 2008. Með þessari undirverðlagningu var félagið líklegra til að fá samninga við söluaðila um færsluhirðingu vegna kreditkorta sem talin er arðsamari þjónusta.

Háttsemi VALITORS? Í hvaða skóla gekk fyrirtækið. Hvernig datt því þessi háttsemi  í hug?  Hver kenndi því Guðsótta og góða siði? Var það haldið AHD? Fékk það ekki viðeigandi greiningu?

Bernie L. Madoff stofnaði fyrirtækið Bernard L. Maddoff Investment Securities LLC í Bandaríkjunum 1960 og var stjórnarfomaður þess þar til hann var handtekinn 11.desember 2008.Fyrirtækið vr í fremstu röð markaðsleiðandi fyrirtækja á Wall Street sem fór framhjá sérfræðifyrirtækjum og verslaði beint við verðbréfasala. Bró'ðir hans Peter var regluvörður fyrirtækisins. Starfsemi fyrirtækisins  leiddi til taps 18 billjóna dollara sem þegnarnir áttu.

Bernard Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi 29 júní 2009.

Af hverju voru þeir að pönkast á Madoff karlinum? Nánast jafnaldra mínum. Eða þá bróður hans Peter sem fékk 10 ár. Var ekki fyrirtækið ábyrgt fyrir svikunum? Gátu þeir ekki bara sektað fyrirtækið?

Skyldu þeir vera taldir hæfir í Bandaríkjunum til að gegna ábyrgðarstöðum hjá fjármálafyrirtækjum? Á Íslandi hinsvegar væri slíkt líklega talið sjálfsagt. 

Hér er forstjóri VALITORS á þeim tíma sem brotin voru framin, Höskuldur H.  Ólafsson, bankastjóri Arion banka eftir að fyrirtækið VALITOR var sektað fyrir glæpi sína undir hans stjórn. Brotinu var lýst sem ásetningsbroti.

Hefur Monika Caneman stjórnarformaður Arion banka verið spurð um hvaða siðferðiskröfur séu gerðar til stjórnenda bankans? Eða aðrir stjórnarmenn ? Skilja menn almennt hvernig stjórn þessa banka er valin? Hverjir eru eigendur bankans?   Varðar nokkurn um þetta yfirleitt? Ég var hluthafi í þessum banka fyrir hrun. Ég á ekkert í Arion banka. Kemur mér þetta nokkuð við? Nei í rauninni ekki. 

En mér finnst sérstaða Íslendinga stundum merkileg. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættli ástæðan sé ekki sú að í Securties Exchane Commission reglum í BNA þá eru það forstjórar og fjármálastjórar fyrirtækja sem bera ábyrgð að allr þær yfirlýsingar og financial statements are true and acurate.

If the reports are inaccurate þá eru stjórnir og yfirmenn fyrirtækja persónulega ábyrgir sem varða fjárhagslegar sektir, svifting leifa til að koma nálægt öðrum stjórnum fyrirtækja and/or fangelsisvist.

Á Íslandi er þetta ekki til í lögum og ekki bara á Íslandi heldur allri Evrópu, nema með fáum undantekningum.

Þess vegna geta menn hagað sér eins og þeir vilja og græða á tá og fingri og þegar fyrirtæki fer í gjaldþrot þá stofna þeir nýtt fyrirtæki með nýrri kennitölu. Menn kalla þetta kennitöluflakk.

Eftir Enron, WorldCom og Maddoff fiasco, þá kom Sarbanes Oxley Act í BNA sem gerði þetta ennþá skýrara að ekki bara fyrirtækið hlyti hegningar heldur eru það stjórnir og yfirmenn fyrirtækjana sem hljóta refsingar líka.

Auðvitað átti fráfarandi Ríkisstjórn að hafa það að aðal málefnum síðastliðin fjögur ár að koma svipuðum refsilögum eins og BNA hefur í gegnum þingið, en það var ekki gert.

I wonder why?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.5.2013 kl. 19:53

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jóhann, við erum vanþróað land miðað við BNA í fleira en einu tilliti. Samt svona gáfuð og upplýst að eigin áliti.

Halldór Jónsson, 7.5.2013 kl. 23:04

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þessar réttmætu ákúrur eru nú að afhjúpast í hverju dómsmálinu á fætur öðru, þar sem eiðsvarin vitni, sem gegnt hafa hæstu ábyrgðastöðum í stæstu og mestu fyrirtækjum, svara út í hött, eins og þeirra metorð í lífinu séu sjálfsprottin af íslenskri sérstöðu en ekki fagmennsku og góðum almennum siðlegum gildum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.5.2013 kl. 08:19

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Akkúrat góða vomkpna Jenný. Réttarfarið hér eins og við væri að búast í bananalýðveldi. Allt þetta lið er endurreisast til fyrri metorða. Sjáðu völlinn á Óla í Samskip. Allt gleymt, grafið og afskrifað.Höskuldoff bankastjóri bísperrtur.Jón Á. aldrei hressari né Finnur Frumglæði.

Halldór Jónsson, 9.5.2013 kl. 13:11

5 Smámynd: Halldór Jónsson

vomkona = átti að vera vinkona, skil ekki hvað maður getur skrifað vitlaust

Halldór Jónsson, 9.5.2013 kl. 13:11

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhann

hvaða þýðingu hefur yfirlýsingin á Íslandi: Ég lýsi því yfir að viðlögðum drengskap að upplýsingarnar hér eru réttar.Þetta stóð einu sinni á skattaframtalinu. Hvað þýður áritun endurskoðanda á ársreikning? Venjulega segir hún að þeir beri enga ábyrgð á neinu.

Halldór Jónsson, 9.5.2013 kl. 13:14

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef fangelsisvist og uppnám eigna þeirra sem skrifa undir lets call it irregularities, þá kanski eru ekki sömu menn að féfletta landsmenn aftur og aftur. Af því að:

1. Þeir mega ekki koma nálægt rekstri fyrirtækja sem eftir er líftóru þeirra.

2. Allar eignir eru teknar af þeim og greiðist þeim sem töpuðu á viðskiptum við þá.

3. Fangelsisvist í 24 ár.

Þetta á við endurskoðendur Deloit, Price Waterhouse Cooper og KPMG, ef þeir láta ekki yfirvöld vita af irregularities í reikningum.

Málið er að það eru ekki neinar teljandi sektir í lögum fyrir skjalafals á Íslandi, þess vegna leifa þessir menn sér að gera það sem þeir gera og stofna annað fyrirtæki með nýrri kennitölu.

Ef hegnigar sem ég nefndi hér að ofan væri í lögum og framfylgt þá verður svokallað kennitöluflakk að engu af því að þeir mega ekki reka fyrirtæki.

þeir eiga engar eignir til að stofna fyrirtæki og það er svolítið erfit að reka fyrirtæki innan fangelsismúra, hvernig svo sem Ari lögfræðingur og moðingi gat rekið lögfræðistofu frá fangelsinu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.5.2013 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband