8.5.2013 | 08:48
Góður Gröndal !
í Mbl. í dag. Fyrir yður villuráfandi pólitíska sauði sem forsmáið boðskap Davíðs með því að lesa eigi boðskap hans á hverjum degi, tel ég óhjákvæmilegt að birta hér grein Þóris S. Gröndal fyrrum fisksala í Flórídu eins og hún birtist í Mbl. í dag.
Þórir segir:
"Mörg kristin lönd vilja eigna sér yður, kæri Guð. Hérna í henni Ameríku kalla margir landið sitt »Guðs eigin land« og þeir prenta »Við treystum Guði« á dollaraseðlana sína. Þeir minnast samt ekkert á yður í þjóðsöng sínum fyrr en í fjórða erindinu, sem næstum aldrei er sungið, en þar er sagt það sama, sem þeir prenta á peningana sína.
Ef litið er á bræðraþjóðirnar á Norðurlöndum, sjáum við, að engar þeirra nema Færeyingar minnast á yður í þjóðsöngvum sínum. Og þeir nefna yður aðeins fjórum sinnum. En fyrst kastar tólfunum, þegar kemur að þjóðsöngnum okkar, »Guð vors lands«, en hann er bókstaflega allur tileinkaður yður, svo þér getið nú verið heldur betur ánægðir með það.
En það er með þjóðsönginn eins og »faðirvorið« okkar; í báðum tilfellunum þúum við yður en þérum okkur sjálf. Ekki er ég nógu fróður til þess að geta útskýrt þessa áráttu, en ég vona bara að þér takið það ekki illa upp. Sjálfur get ég ekki skilið af hverju við sýnum yður ekki sömu virðingu og þjóni yðar páfanum í Róm eða jafnvel biskupi Íslands.
Fyrst ég er kominn með yður á línuna, langar mig rétt að drepa á nokkra hluti varðandi okkar ástkæra land. Þrátt fyrir allt og allt, kæri Guð, þá er þessi litla þjóð þakklát fyrir að þér hafið haldið verndarhendi yfir henni í aldavís. Og ekki má kvarta yfir því, að það hafi ekki gengið býsna vel í gegnum tíðina, þótt bakslög hafi komið af og til. Það síðasta var náttúrulega alvarlegt, en það var þegar óvinur yðar, Skrattinn, náði völdum í vestrænum heimi á fyrsta áratug aldarinnar. Hann blindaði mannfólkið af eigingirni og græðgi og það dansaði darraðardansinn í vímu í nokkur ár, en svo sprakk allt og margir hafa átt um sárt að binda síðan.
Við vorum í stuttri heimsókn á Íslandi um daginn, og ég verð að segja, að allir sem við hittum, virtust hafa það bara fínt, þótt sumir hafi haft allt á hornum sér En góður Guð, það er í þjóðareðlinu að kvarta og býsnast yfir öllu. Þér vitið bezt, hvernig við Íslendingar erum; getum aldrei komið okkur saman um neitt. Vitanlega gera stjórnarvöldin mistök, en það eru oft mistök, sem lýðurinn vill að séu framin. Að gera gat á fjall fyrir norðan frekar en að byggja spítala í Reykjavík. Eða reisa glermenningarhús við höfnina í stað þess að kaupa tvær björgunarþyrlur.
En minn kæri, þjóðin vill vel að mestu leyti. Sjáið þér bara, hve gestrisin og góð hún er að taka við þreyttum og örvæntingafullum hælisleitendum. Eða hvað hún er áfjáð í að leyfa útlenzku fólki, sem býr í þrengslum úti í hinum vonda, mengaða heimi, að koma og njóta þess að sjá og upplifa okkar ástkæra og tæra land og yndislegu náttúru. En eins og við er að búast, þá eru einhverjir geðillir landar, sem segja, að ferðamannastraumurinn sé orðinn of mikill og hraður. Þeir vilja setja á ferðamannakvóta til að vernda náttúruna. Alveg eins og við höfum fiskikvóta til að vernda fiskistofnana.
Og nú erum við búnir að kjósa nýtt Alþingi, og biðjum yður að blessa það og láta þingmennina bera gæfu til að birta gáfulega hluti á fésbókarsíðum sínum. Og svo koma nýir ráðherrar og embættismenn, sem þurfa að ferðast um allan heiminn í opinberum erindagjörðum. Það er mikil kvöð fyrir þessa sendiboða okkar að þurfa að standa í þessum þeytingi frekar en að vera heima að stunda sín störf og vera með sínum fjölskyldum, eins og þeir ábyggilega myndu kjósa. En við vitum, að það er skylda okkar Íslendinga að láta heimsbyggðina njóta áhrifa okkar og verka. Ekki viljum við, að leiðtogarnir eyði stjórnvizku sinni eingöngu á sína eigin landsmenn.
Ég veit ekki, hvað yður finnst, Guð minn, en allt þetta tal á Fróni um það, að við getum ekki stýrt okkar kæra landi, finnst mér út í hött. Mér finnst, að landinu hafi bara verið vel stjórnað. Tölur og kannanir utan úr heimi sýna það: Við erum hamingjusamasta þjóð í heimi, meðal þeirra langlífustu, eigum heimsmeistarann í crossfit, erum með minnsta barnadauðann, með mestu tölvunotkunina, með flesta á fésbók, bara svo nokkuð sé nefnt. Þjóð, sem afrekar allt þetta, getur ekki hafa verið illa stjórnað.
Vitanlega eru nokkur stórmál, sem valdið hafa ágreiningi og bíða lausnar. Fyrst má nefna stjórnarskrármálið og flutning Reykjavíkurflugvallar. Þessi mál eru ekki ósvipuð; við erum með ágætis stjórnarskrá, sem dugað hefir okkur vel í marga áratugi. Nú vilja sumir leggja hana niður og búa til nýja. Sama er með flugvöllinn; hann hefir gert mikið gagn í 70 ár, en einhverjir vilja nú leggja hann niður og búa til nýjan uppi á Hólmsheiði. Þar er nú verið að byrja að reisa flott fangelsi uppá það allra bezta. Mér skilst, að það eigi að vera einhvers konar listasafn líka. Verðugt heimili fyrir útrásarvíkinga ef einhvern tíma verða dæmdir og sekir fundnir. Svo má náttúrulega ekki gleyma aðalmálinu; hvort við ætlum að ganga í Evrópusambandið. Ég get trúað, að við eigum eftir að deila um það í langan tíma. Jafnvel svo langan að sambandið sjálft liðist sundur og líði undir lok áður en við getum ákveðið okkur. Þakka yður spjallið, góður Guð. "
Hvað sem manni finnst um Davíð og Morgunblaðið þá má þakka fyrir þegar maður les svona snilldarpistil eins og þennan sem lýsir okkur á þann hátt sem varla nokkurn getur stuðað. Bæði einlægan og kíminn.
Ég sendi Þóri mínar bestu þakkir og bið að heilsa flugfreyjunni hans henni Erlu sem kann að segja frá einni flugferð með Dagfinni Stefánssyni fyrir margt löngu sem fær hárin til að rísa. Vonandi kemur hún þessum flugfreyjusögum á blað einhverntíman. Allavega ætti hún ekki að vera hjálparlaus með pennann hans Þóris sér við hlið.
En Þórir er konsúll Íslands í Neðri-Flórídu ug vinnu þar mikið og óeigngjarnt starf fyrir land og þjóð. Því þó þjóðin sé ekki stór hafa sumir þegnar lag á því að rata í hin mestu ævintýri meða útlendra og þurfa á brári aðstoð að halda.
Þá er ekki ónýtt að geta leitað til slíks höfðingja sem hinn góði Gröndal er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.