Leita í fréttum mbl.is

Fordómar gegn vindmyllum ?

þar sem þær geti verið truflandi fyrir augu einstakra sumarhúsaeigenda? Það var niðurstaða hinnar vísu sveitarsjórnar skeiða-og Gnúpverjahrepps.

Eftir margar ferðir og kynnningar, teikningar og gagnaöflun, á fyrirhuguðum vindmyllum sem stóð yfir í meira en hálft ár og athafnamaður að sunnan ætlaði að reisa fyrir eigin reikning og án allra styrkja á eigin landi í Vorsabæ, þá  tókst sveitarstjórninni að skjóta sér á bak við það að skortur væri á samhæfðri vindmylluáætlun fyrir landið í heild og því væri ekki veitt byggingaleyfi fyrir einkamyllum í Vorsabæ.

Á eigin landi ! Fyrir eigin reikning! Hvílíkt afspyrnu ofbeldi opinbers stjórnvald gegn athafnasemi einstaklingsins. Gæti Norður Kórea ekki verið fullsæmd af svona yfirvöldum?  Þau sömu yfirvöld leyfðu  Landsvirkjun óaátalið að reisa sínar vindmyllur við Búrfell þar sem þær mala gull dag og nótt við góðan orðstír. Þeir kunnu að frugta sig fyrir yfirvöldunum á Skeiðunum í gamla daga þó þeir hafi reist stein á Áshildarmýri til að reyna að sanna eitthvað annað.

Svona fjandskapur við eigin skattþegna, eins og þessi sveitarstjórn sýnir,  er óskiljanlegur venjulegu fólki. Koma beinlínis í veg fyrir byggingar og framkvæmdir sem hefðu skilað sveitarfélaginu ómældum fjárhæðum. Eftir höfðinu dansa limirnir og líklega lýsir þetta íbúunum best sjálfum að kjósa svona lið yfir sig. Voru það ekki forfeður þeirra núlifandi á Skeiðunum sem riðu til Reykjavíkur til að mótmæla símanum 1904? Eftir stendur keypta landið í uppnámi. Væri úr vegi að eigandinn myndi stefna sveitarfélaginu til skaðabóta fyrir sviknar væntingar um faglega afgreiðslu í stað þess tilfinningalega flautaþyrilsháttar sem sveitarstjórnin sýndi í öllu þessu máli?

Vindmyllur eru algerlega afturkræfar orkulindir. Maður losar 100 bolta sem festa þeim niður og bingó, ekkert sést eftir. Vatnsvirkjanir eins og Kárahnjúkar eru hinsvegar að valda miklum breytingum í umhverfinu og má minna á Lagarfljót í því sambandi.

 Og við héldum að hún hefði leyst orkuskortinn okkar í eitt skipti fyrir öll með þeirri virkjun.  En hvað kemur á daginn?

Í tilkynningu frá Landsneti segir núna:

"Síðustu daga hefur Landsnet þurft að skerða afhendingu rafmagns til nærri allra kaupenda svokallaðrar skerðanlegrar raforku á Norður- og Austurlandi og er allt útlit fyrir að það ástand muni vara áfram í þessum landshlutum næstu vikurnar. Ástæðan er lélegur vatnsbúskapur stærstu vatnsaflsvirkjana í landshlutunum og takmörkuð flutningsgeta Byggðalínu til að flytja rafmagn frá Suðvesturlandi til Norðausturlands.

Lág vatnsstaða í lónum stærstu vatnsaflsvirkjananna fyrir norðan og austan er ástæða þess að nær allir notendur skerðanlegrar raforku á Norður- og Austurlandi hafa frá aðfararnótt síðastliðins mánudags, 6. maí, þurft að sætta sig við skerðingu á afhendingu rafmagns. Áfram er búist við lélegum vatnsbúskap í þessum landshlutum þar sem ekki er útlit fyrir leysingu og snjóbráðnun að nokkru marki á næstunni.  Því gerir Landsnet áfram ráð fyrir skerðingum á næstu vikum til kaupenda á skerðanlegrum flutningi raforku.

Helstu notendur skerðanlegs flutnings eru rafhitaveitur og iðnfyrirtæki.  Stærsti hluti iðnfyrirtækja eru fiskvinnslufyrirtæki en raforkunotkun þeirra hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna frekari rafvæðingar en verksmiðjurnar hafa unnið að því að hætta að mestu notkun olíu.  Frá aðfaranótt mánudags hefur samanlögð aflskerðing á Norður- og Austurlandi verið allt að 60 MW, mestmegnis á Austurlandi, en það er u.þ.b. þriðjungur af heildaraflþörf dreifiveitna á þessum svæðum. Fyrirséð er að raforkunotkun fiskvinnslufyrirtækja muni aukast enn frekar til lengri tíma litið en erfitt verður á næstu árum að anna þeirri notkun á mestu álagstímum og/eða þegar flytja þarf mikið rafmagns milli landshluta. 

Til að anna afhendingu forgangsorku fyrir norðan og austan er flutningsgeta Byggðalínunnar nýtt til fulls.  Jafnframt hefur Landsnet gripið til þess ráðs að fresta tímabundið öllum viðhaldsverkefnum sem fyrirhuguð voru á raforkukerfinu í þessum mánuði, til að tryggja full afköst kerfisins og þar með afhendingaröryggi forgangsorku á þessum landsvæðum. Vegna mjög takmarkaðrar flutningsgetu Byggðalínunnar er hins vegar lítið svigrúm til að bregðast við með umfangsmiklum raforkuflutningum milli landshluta þótt orkan sé vissulega til staðar.  Landsnet hefur undanfarin ár unnið að undirbúningi styrkingar flutningskerfisins en slíkt tekur langan tíma.  Staðan sem nú hefur komið upp sýnir vel hve mikilvægt er að hraða slíkum aðgerðum eins og kostur er...."

Þarna hafa menn það. Engar vindmyllur fyrr en samræmd vindmylluáætlun fyrir landið og miðin hefur verið gerð. Og hver skyldi svo eiga að kosta þá áætlun? Sveitarstjórn Skeiða og Gnúp.?

Og ekki vilja menn kjarnorkuver eða hvað?  

Vilja menn heldur vera rafmagnslausir á Austurlandi?

20 vindmyllur af nýjustu gerð gætu leyst þessi 60 MW sem þá vantar fyrir austan. Kostnaður 5-10 milljarðar?  Vatnsaflsvirkun.  hvar sem hún á að rísa, kostar kannski 300 milljónir á MW. Kostnaðurinn er kannski ekki svo mjög frábrugðinn. En vindmyllur eru algerlega græn orka. Þær  menga ekki Lagafljót.

Verða Íslendingar ekki að hætta að hafa fordóma þegar kemur að vindmyllum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband