Leita í fréttum mbl.is

"Gengið

 breytist ekki þótt sé skipt um nafn á mynt. Í Vogunarsjóða samhengi er kannsk betra að hér séu seld evru bréf til fjámagna Íslenskan fjármálgeira, en til að markaðsetja evrur hér þar að kaupa þær hjá útgefanda. " 

Svo mælir Júlíus Björnsson meðal ýmissa annarra orða. En þarna er kjarni málsins samt þegar Íslendingar fara að tala eins og Þorsteinn Pálsson og aðriri evruspekingar um að íslenska krónan sé ekki gjaldgeng mynt.

Ef við tækjum upp evru þá tekur skamma stund að koma gengi hennar í þá stöðu sem við sjáum í Grikklandi, Spáni og Kýpur. Til þess eigum við nóg af hagsmunasamtökum lífeindafræðinga, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, rafiðnaðarsambandið, kennara osfrv. Svokallaðir viðsemjendur fá snemma í verkfalli þau fyrirmæli að skrifa undir vegna þjóðarhags. Allt þetta þekkjum við án þess að taka tillit til þess og höldum áfram að tala um upptöku veru og eilíft líf.

Gengi krónunnar okkar mun í fyllingu tímans ráðasta af hegðun okkar sjálfra. Hugsum til baka til 1990 þegar þjóðarsáttin var þvinguð í gegn af Einari Oddi og Guðmundi Jaka og Ólafur Ragnar var neyddur til að afturkalla nýgerðan samning við BHM sem þeir höfðu þvingað í gegn. Steingrímur Hermannsson reyndi að grobba sig af því að hann hefði gert þjóðarsáttina en það er fjarri því. Hann aðrir pólitíkusar voru bara neyddir til að spila með. Á næstu rúmu áratugum sáum við dollarann sveiflast mörgum sinnum úr meira en hundrað kalli niður í fimmtíukall eða svo. Nú erum við með handstýrt gengi og getum hreinlega gert miklu meira en við gátum þá. Við gætum hreinlega leyst vandamálin með skuldavanda heimilanna með pennastrikum og kjarki. En við gerum það ekki af einhverjum ástæðum.

Gengið er bara spurningin um inn og út. Hvert meira er á naglanum ofnmegin eða gluggamegin eins og sagt væri um viðskiptin á loftinu í Aðalstræti hjá Silla og Valda. Þeir vissu alveg hvert gengið yrði. SÍS fékk alltaf að vita það fyrr en aðrir kramarar hvað til stóð svo þeir  gætu leyst út sínar erlendu kröfur fyrir gengisfallið, sem var í þá daga Nordals aðeins gengisfall en aldrei gengishækkun eins og síðar varð á dögum Davíðs. 

Síðasta aldarþriðjung hafa Íslendingar upplifað allar tegundir af hagstjórn. Sína bestu og verstu tíma. Því miður höfum við ekkert lært um gengismál á þessum tíma.  Nýjar kynslóðir stjórnmálamanna taka við án þess að leiða hugann að grundvelli gengisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband