Leita í fréttum mbl.is

www.Piratebay.se

er svokölluð sjóræningjasíða sem gerir eigendum allskyns efnis kleyft að miðla þeim til hvers sem er.

Hugbúnaðareigendur segjast vera fúlir yfir þessu og segja þetta rýra tekjur sínar. Einokunarsjoppan Microsoft er auðvitað fremst í flokki. Þeir eru búnir að koma þessu svo langt að Norðmenn eru að hugsa um að ráðast á frelsi netsins eins og Kínverjar og svoleiðis einræðisþjóðir. Annars sker Microsoft hugbúnaður sig úr með leiðinlegt viðmót ef maður ber hann saman við góðan arkitektúr eins og til dæmis hjá Autodesk og Bentley.Endalausar uppfærslur buna yfir notendur en ég þekki engann sem sér framfarir verða af þessum töfum sem þetta áreiti veldur.

Samt er þessi sjóræningjastarfsemi  alls ekki alslæm. Autodesk til dæmis væri ekki svona markaðsráðandi  ef milljónirnar gætu ekki þjálfað sig í meðferð Autocad og Revit með sjóræningjaútgáfum af þessum hugbúnaði sem kostar annars milljónir. Þegar menn kunna á forrit skapast fyrst grunnur til kaupa löglegar útgáfur þegar menn fara að selja afurðirnar. Hver þorir að kaupa hugbúnað fyrir stórfé og uppgötva svo að meðferð hans hentar bara ekki?  Miklu skynsamlegra væri fyrir þessa risa að hafa eftirlit með því að atvinnumenn greiði fyrir afnot. Þau viðurkenna þetta í reynd með því að leyfa stúdentum  afnot og líka að heimila 30 daga kynningarniðurhal. En 30 dagar duga fyrir fáa til að læra á flókið apparat eins og til dæmis Revit, þar sem menn verða seint nógu góðir í meðferð þess og í fyrsta lagi mörgum mánuðum seinna.

Á piratebay fá menn allan fjandann, klám, bíómyndir osfrv. Stórkostleg veröld fólks sem vill bara hjálpa náunganum um aðgang að hlutum sem honum eru ófáanlegir öðruvísi. Þetta stuðlar að aukinni menntun í heiminum.

Noregströllin heimsku, afkomendur Dofrans, virðast ekki skilja þetta heldur ráðast gegn svona starfsemi. Vonandi fá þeir ekki marga liðsmenn á Íslandi til að taka þátt í þessari aðför að frelsi einstaklingsins. Bjóðum www.piratebay.is velkominn til landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Einn vandi við þrjátíu daga markið eru skráarsnið sem oft eru óstöðluð. Mjög fer í vöxt að menn ræði þörf fyrir skráarstaðla fyrir skilgreind verkefni.

Til að mynda er ekki til neinn samræmdur staðall fyrir ritvinnslu eða töflureiknis skjöl. Þó er viss vinna í gangi fyrir slíka vinnu, svo og á fleiri sviðum. Allir hugbúnaðar risarnir taka þátt í þeirri umræðu.

Hinn viðurkenndi PNG staðall fyrir myndskrár var samvinnuverkefni stærstu risanna undir fána W3 klúbbsins.

Hið áhugaverða - að mínu mati sem starfaði við hugbúnaðarkennslu og smíði í 11 ár - að hinn stærstur hluti hins almenna háskólamenntaða tölvunotanda veit ekkert um þetta.

Það sést best á því hve margar stofnanir miðla tölum og eyðublöðum á DOC(X) og XLS(X)sniðum.

Guðjón E. Hreinberg, 12.5.2013 kl. 16:10

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég skrifaði ofangreinda athugasemd aðeins of hratt. Bið afsökunar á því hve torfkennd hún er. Til dæmis ef þú prófar hugbúnað í 30 daga og smíðar með honum verkefni sem þú vilt eiga eða færa áfram en hafnar forritinu þá eru viðkomandi skjöl innvikluð þar.

Guðjón E. Hreinberg, 12.5.2013 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband