14.5.2013 | 11:37
Þráhyggja
margra dreifbýlismanna stendur í vegi fyrir framförum. Við blasir að 12.5 km göng undir Fjarðarheiði eru bráðnauðsynleg fyrir alla landsmenn. Ekki bara Seyðfirðinga og Héraðsmenn, heldur alla þjóðina.
Í dag skrifar Þorkell Jóhannson í Mbl. um nauðsyn þess að grafa þessi göng strax að loknum Norfjarðargöngum. Áðurnefnd þráhyggja veldur þessari þröngsýni mannsins. Með Héðinsfjarðargöngum og Vestfjarðargöngum þar áður var því komið inn hjá landsmönnum að göng væru einskonar þjóðvegir sem enginn ætti að borga sérstaklega fyrir að keyra. Gott ef ekki að Suðurnesjamenn hafi komið þessu sjónarmiði á flot þegar þeir brenndu tollskýlið á Keflavíkurveginum fyrir margt löngu. Þeim fannst vegtollurinn svona óréttlátur.
Í Ameríku er það viðtekin venja og þykir sjálfsögð að umferðin greiði fyrir afnot af greiðustu vegunum.Menn eru með tæki í bílrúðunni sem sér um að rukka í gegnum Visa-kortið. Svo miklar smáupphæðir að menn taka varla eftir því.
En á Íslandi geta menn ekki hugsað sér að neitt sé gert nema sem allir landsmenn borgi hvort sem þeir nota þetta eða ekki. Því skrifar þessi annars framfara sinnaði Austfirðingur á þennan hátt. Það sér hver heilvita maður að það þarf að grafa þessi göng ekki seinna en strax ef ekki í gær. Því til fyrirstöðu er ekki annað en þessi þráhyggja að ekki megi taka veggjald af notkun.
Það er engin ástæða til að bíða með þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd sem er Fjarðarheiðargöng, sem er miklu meira aðkallandi en Vaðlaheiðargöng þó góð séu. Drífum okkur í þetta strax og látum göngin borga fyrir sig eins og Hvalfjarðargöngin gera. Við eigum að setja vegtolla um leið á öll önnur jarðgöng í leiðinni og þá verða þessi gangnagjöld laufalétt fyrir alla landsmenn.
Hættum að láta þráhyggjuna um frígöng tefja fyrir framförum í samgöngumálum þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Er ekki rétt að bjóða Vogunar- og Hrægammasjóðum að fjárfesta í jarðgöngum með íslensku peningunum sínum? Það mætti síðan taka upp kerfi þar sem allir bílar væru með tæki sem notað yrði til að greiða gangatolla. Það væri hægt að fylla á þá þegar bílar eru skoðaðið einu sinni á ári. Slíkt kerfi gæti, auk þess að hrinda af stað framkvæmdum við svona fimm jarðgöng, tryggja betur a bílar væru færðir til skoðunar.....
Auðvitað á að flýta þessum framkvæmdum með vegtollum.
Ómar Bjarki Smárason, 14.5.2013 kl. 18:52
Sæll frændi.
"...Svo miklar smáupphæðir að menn taka varla eftir því...."
Kostar ekki 2000 krónur að skjótast um göngin upp á Akranes og til baka?
Hve stóran hlut eiga Kínverjar í Hvalfjarðagöngunum?
Ágúst H Bjarnason, 14.5.2013 kl. 21:14
Það má kalla hlutina ýmsum nöfnum Halldór og þráhyggja er ekki verra orð en hvað annað.
Með því að viðra þessa hugmynd, sem vissulega er ekki ný, um að setja gjald á öll veggöng, ertu væntanlega með þá hugmynd að slík gjöld yrðu ótímabundin og hugsuð til frekari framkvæmda á þessu sviði. Að ekki væri hugsað gjald í gegnum hver göng til að greiða þau sérstaklega upp, eins og framkvæmdin við Hvalfjarðargöng er, heldur hóflegt gjald um aldur og ævi.
Þessi hugsun er í sjálfu sér góð, en ekki víst að við hérna vestan við Hvalfjörðinn séum tilbúin að taka á okkur slíkt gjald, nú þegar við erum við það að greiða göngin upp. Einungis eru fimm ár eftir þar til veggjald um þessi göng á að falla niður, enda göngin þá uppgreidd að fullu.
Það er hárrétt hjá þér að í Bandaríkjunum er rukkað hóflegt gjald fyrir að aka um greiðfærustu vegina. Þar er umferð örlítið meiri en hjá okkur, hér upp á skerinu og því auðveldara að halda þessu gjaldi í lágmarki. Aldrei er þó tekið gjald af umferð nema ökumenn eigi þess kost að komast sinna leiða án þess að aka gjaldskylda vegi. Að ökumenn hafi val. Þetta er gruyndvöllur þess að gjaldtaka verði stunduð.
Þetta sést vel t.d. í Orlando, Florida. Þegar ekið er frá Orlando International Airport, þar sem Flugleiðir lenntu áður fyrr og ekið að International Dr., er um tvo kosti að velja. Annars vegar að aka 528 toll road, eða að aka Sand Lake road.
Með því að velja 528 er augljóslega valin fljótfarnari leið, þó hún sé örlítið lengri. Þarna er um hraðbraut að ræða og engar tafir. En á þessari stuttu leið þarf að fara í gegnum a.m.k. tvö tollhlið. Hins vegar ef valið er að aka McCoy Rd og Sand Lake road sleppur maður við öll tollhliðin, en þó sú leið sé örlítið styttri er hún heldur seinfarnari, einkum vegna þess að þá þarf að aka um nokur gatnamót. Þetta er eitt lítið dæmi, en meginreglan er að ekki eru sett tollhlið nema annar möguleiki sé einnig fyrir hendi, jafnvel þó gjaldið sé vægast sagt lágt miðað við það sem við þekkjum hér á landi.
Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd, þegar verið er að bera saman gjaldtöku hér á landi við t.d. Bandaríkin, að eldsneytisgjöld eru óþekkt þar í landi, meðan þessi gjöld hér á landi eru mun hærri en ríkissjóður lætur til viðhalds og endurnýjun vegakerfisins.
Það er þó tvennt sem maður óttast við gjaldtöku sem þessa. Fyrir það fyrsta gæti gjaldtaka sem þessi á akstur um jarðgöng orðið til þess að menn freystist til að taka gjöld vegna aksturs um aðrar vegabætur einnig. Eitt er víst að freystingin gæti orðið mikil. Hitt sem vissulega ber að óttast við slíka gjaldtöku er að hugsanlega gæti aftur orðið vinstristjórn í landinu og eitt er víst þá munu menn falla í freystni til mikilla hækkana slíkra gjalda.
Það er endalaust hægt að spá í með hvaða hætti viðhald og framkvæmdir vega skuli fjármagnað. Við búum við eldsneytisgjöld í þessum tilgangi og eitt er víst að tekjur ríkissins af þeim gjöldum eru verulegar. Ef öllu því fé væri skilað til viðhalds og endurnýjun vegakerfisins, þyrfti enginn að kvarta. Þá væri hægt með góðu móti að útrýma öllum malarvegum á stuttum tíma og bora þau göng sem þarf. Eðli eldsneytisgjaldsins er að þeir sem mest aka og eru á þyngstu bílunum, borga mest til viðhalds vegakerfisins. Því er það í sjálfu sér ekki endilega versta lausnin.
Það sem skekkir þessa mynd er að þessi gjaldtaka skilar sér bara ekki til þeirra verkefna sem þeim er ætlað. Því má allt eins gera ráð fyrir að veggjöld muni skila sér jafn illa.
Það er því ekki rétt hjá þér Halldór að tala um "frígöng" þó ekki sé gjaldtaka við slík göng. Kostnaðurinn er greiddur af ökumönnum gegnum eldsneytisgjöldin.
Hitt er svo annað mál, að ef einkaaðilar eru tilbúnir til að leggja vegi eða grafa göng þar sem kostnaðurin væri greiddur af þeim sem slíka framkvæmd nota, er ekkert til fyrirstöðu að leifa slíkt. Það verður þá að vera að fullu á ábyrgð þess sem vill í slíka framkvæmd og meginreglan um að ökumenn hafi val um hvort þeir nýta hana sé virrt.
Það má segja að meginreglan um val ökumanna sé virt í Vaðlaheiðagöngum, þó einkaframkvæmdin í því dæmi sé nokkuð kommúnísk.
Varðandi göng til Seyðisfjarðar er ekki í reynd hægt að tala um val ökumanna. Þegar slík göng verða tilbúin er ljóst að veginum yfir Fjarðarheiðina verður lítt viðhaldið og enginn snjómokstur þar yfir á vetrum. Því verða þeir sem þurfa að ferðast til eða frá Seyðisfirði að fara um göngin. Gjaldtaka við slíkar aðstæður eru vart réttlætanleg, sér í lagi þegar þeir ökumenn greiða einnig fullt eldsneytisgjald.
Gunnar Heiðarsson, 14.5.2013 kl. 23:52
Ómar, þakka undirtektir.
Gústi frændi, Gunnar Heiðar segir að það muni ekki kosta neitt bráðum.
Gunnar Heiðar. Að vanda ertu þú yfirvegaður og rökfastur og ekki heiglum hent að skipta vopnum við þig. Meginsjónarmiðið frá Orlando þar sem ég er all kunnugur þessum nefndu götum, það er hið rétta.
Því yrði vart við komið í Seyðisfirði því emginn vill keyra helvítis heiðina fyrir þúsundkalla ef hægt er að fara göngin.
Hver vildi ekki lækka bensíngjöldin og innheimta vegatolla frekar? Af hverju er það ekki hægt að breyta því? Bensíngjald er fasískt fyrirkomulag. Ræðst á einstæðar mæður og þá sem minna mega sín. Þeim stærri er slétt sama.
Sama er um innflutningstollana á bílum.Hann leggst þyngst á þá smærri.
Þetta er sósíaliseraður Evrópuhugsunarháttur sem sýnir hversu sá bandaríski er mun heilbrigðari.
Þeir borgi fyrir þjónustu hins opinbera sem nota hana í sem flestum tilvikum eins og í umferðinni. Ég ætla ekki aðfara að tala um freelunch, spítala og menntun þó Milton gamli hafi séð það flest allt réttar en við.
Halldór Jónsson, 15.5.2013 kl. 14:53
Það má vissulega taka upp umræðu um breytingu gjaldtöku af akstri, Halldór. Sú umræða á auðvitað að vera virk allar stundir og ekkert fyrirkomulag er svo gott að það þoli ekki umræðu og gagnrýni.
Vegtollar, eða önnur aðferð þar sem menn greiða gjöld vegna afnota af vegakerfinu geta vissulega átt rétt á sér og þá í tengslum við niðurfellingu eldsneytisgjalda.
Hvort slík gjaldtaka væri eitthvað réttari en eldsneytisgjöld skal ósagt látið.
Ríkið þarf ákveðið fé til viðhalds og endurnýjun vegakerfisins.
Það sem mestu máli skiptir og stjórnmálamenn virðast hafa misst sjónar á, er að slík gjaldtaka sé ekki notuð til annara hluta en henni er ætlað.
Í því sambandi skiptir í sjálfu sér ekki hvaða aðferð er notuð til skattheimtunnar.
Gunnar Heiðarsson, 15.5.2013 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.