Leita í fréttum mbl.is

Jarðarberjaland

er fyrirtæki sem ég datt um í Reykholti í Tungunum í gær.

Fyrst kom ég auga á mikil gróðurhús sem mér sýndust vera klædd aðeins plasti Þetta vakti forvitni mína svo að ég fór nær . Jú það var aðeins strekkt plastklæðning en ógagnsæ á húsinu þannig að ég sá lítið inn . Og heldur þetta virkilega í íslensku roki hugsaði ég með mér.

Það var svo lítill einskonar brúsapallur úti við götuna þar sem jarðarberjaöskjum  með B-flokks berjum var til sölu í sjálfsafgreiðslu. Ég keypti eina. Þetta voru þvílík hlussuber að annað eins hef ég varla séð. Ég keyrði í burtu og fyrir utan Bjarnabúð smakkaði ég eitt og varð að orði að betri jarðarber hefði ég aldrei smakkað þó ég hafi víða farið. Eitt fylgdi af öðru  að sjálfsögðu þó ég hefði móral útaf honum Atkins.

Ég fór svo aftur á staðinn. Það voru nú bara 4 öskjur á pallinum  eftir sem ég keypti allar. Svo flautaði ég fyrir utan og innan skamms kom vörpulegur náungi út. Hann sagðist heita Ute og vera Hollendingur og vera eigandinn með henni  Astrid. Ég sagði honum að búðin væri tóm og varð hann glaður við og hljóp í risastóran kæligám á hlaðinu og sótti meira.

Ég bað hann um leyfi til að kíkja inn og sjá þessa ræktun á heimsins bestu jarðarberjum sem væri mitt álit. Hann bauð mér inn, kynnti mig fyrir Astrid  meðeiganda sínum.  Astrid útlistaði fyrir mér tæknina.

Þetta er á einum risastórum gólffleti. Jarðaberin eru upphengjum í bökkum sem eru í línum eftir endilöngu húsinu og eru raðirnar hlið við hlið. Undir bökkunum eru rennur þar sem vökvunarvatnið rennur burt. Frá risastórum kolsýrutanki  á hlaðinu kemur gróðurhúsaloftegundin CO2 og er dreift um húsið með stórum blásara. Berin á ýmsum þroskastigum lafa svo niður fyrir rennurnar þar sinnir starfsfólkið  tínslu og flokkun. Maður sér alla uppskerunaúr einu horni í annað. Þetta er mega flott fyrirtæki sem ég ber auðvitað ekkert skynbragð á. En víst er að þetta er mikil og krefjandi vinna, svo mikið skildi ég.

Ég fór að spjalla við þau meira  og sögðu þau mér að húsið hefði verið reist fyrir sjö átta árum og þau hefðu ræktað sérstök blóm fyrir hollenskan markað. Svo varð allt í einu kleyft að rækta þau í Hollandi og þá var ræktun hætt í stóra plasthúsinu. Eftir hlé langaði þau hinsvegar til að fara aftur til Íslands svo í fyrra keyptu þau húsið af fjölskyldu hennar held ég sem átti það og eru nú að fara af stað með ræktunina. Ég spurði hvernig A-berin væru úr því að B-berin væru svona góð. Þá var mér sagt að það sé sköpulag berjanna sem ráði  flokknum og má lítið útaf bera til að berið lendi í B-flokki.

Ég hafði skiljanlega mikinn áhuga á því hvernig húsið hefði reynst og sögðu þau að það hefði aldrei bilað. En hrædd hefðu þau orðið í einu veðrinu að allt kynni bara að fjúka til fjandans. En allt gekk það yfir. Bóndinn á ávallt allt sitt undir sól og regni eins og var á dögum Klettafjallaskáldsins. 

Ég kvaddi þessa ágætu hollensku Íslendinga. Framleiðsla Jarðaberjalands er alger toppur sem énginn verður svikinn af að kaupa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Við höfum undanfarin ár keypt mikið af jarðarberjum hjá Hólmfríði í Kvistum í Reykholti. Frábær ber.

www.kvistar.is

Ágúst H Bjarnason, 19.5.2013 kl. 11:08

2 Smámynd: Halldór Jónsson

SÆll frændi. Já ég hef komið þangað líka og þau eru ágæt. Eru þau ekki minni og eki ræktuð með CO2?

Halldór Jónsson, 19.5.2013 kl. 19:28

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég veit ekki hvort þau eru minni, en þau eru gómsæt og góð.  Ræktuð með blessuðum koltvísýringnum sem er í andrúmsloftinu.

Ágúst H Bjarnason, 19.5.2013 kl. 21:38

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já frændi. Ég á forna bréfavigt úr Raftækjasölunni hans föður míns.Ég vigtaði nokkur og þau reyndust vera 35 g hvert. Engir smá hlunkar.Líklega er viðbótar kolsýringurinn trikkið við þetta.

Halldór Jónsson, 20.5.2013 kl. 09:15

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þessi íslensku ber eru nú eitthvað annað þau innfluttu sem oft mylga áður en maður nær að borða úr öskjunni. Rétt að efla þessa atvinnugrein og þurfum að fara að rækta hindberin, bláber og fleiri til að anna innanlandsmarkaði og e.t.v. er hægt að gera út á erlenda sælkeramarkaði líka....

Ómar Bjarki Smárason, 20.5.2013 kl. 18:34

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo verður þú að bragða á hindberjunum hennar Hólmfríðar frændi.  Þau eru engu lík.

https://www.facebook.com/gardkvistar

Ágúst H Bjarnason, 20.5.2013 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband