Leita í fréttum mbl.is

Fjórar furður

eru í gangi sem skattpíndur lýðurinn lætur sig litlu skipta.

Hin fyrsta er bygging fangelsis á Hólmsheiði. Lúxushótel fremur en fangelsi og fyrir örfáa fanga. Flestum finnst gráupplagt að byggja viðbót á lóð Litla Hrauns þar sem allir innviðir eru fyrir hendi. Mér finnast léttvægar röksemdir Lögreglunnar um að henni leiðist að keyra menn í gæsluvarðhald alla leið austur. Þessi breytingarframkvæmd myndi að lágmarki spara 2 milljarða í stofnkostnaði auk ótaldra í rekstur.

Sú næsta er bygging stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Ég hef hvergi séð þau rök fyrir nauðsyn þessarar fjárfestingar núna að ekki megi bíða með hana.

 Hin þriðja er sú að byggja yfir beinagrind steypireyðar. Hversvegna? Er ekki allt vitað um beinasamsetningu hvalsins?  Af hverju eigum við að borga fyrir þá rilviljun að þessum hval þóknaðist að reka á okkar fjörur?

Sú fjórða er bygging Landspítala. Þar er búið að teikna spítala þar sem sjúklingar og starfsmenn hreyfast langar leiðir í láréttu plani í stað þess að nota vélarkraft til að hreyfa þá upp með miklum hraða. Allt vegna þess að flugumferð er í nágrenninu. Sem svo á að víkja hinn daginn með lokun Reykjavíkurflugvallar. Vitræn umræða er bönnuð eða þöguð í hel. 

Hversvegna segir enginn neitt þegar svona furðum er dembt yfir okkur án þess að færð séu rök fyrir málinu? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 3420460

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband