Leita í fréttum mbl.is

Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá

dettur manni í hug þegar afnám verðtryggingar er svo mörgum hugleikið sem hinn stóri sannleikur. Það er eins og menn búist við allsherjar fyrirgefningu synda sinna við þá aðgerð eina og sér. En er það svo?

Vissulega hefur framkvæmd verðtryggingar verið gölluð. Það er erfitt að færa rök fyrir því að hækkun hins opnbera á áfengisgjaldi eigi að hækka öll lán í landinu. Hækkun sem kemur erlendis frá kemur fljótt inn sem verðbólga. Laun rýrna af þessum sökum en höfuðstóll lána fer upp. Það verður erfiðara að lifa. Launþegar hækka taxta sína á móti. Þeir fá fleiri krónur í bili. En útflutningsatvinnuvegirnir fá ekki hækkanir á erlendum mörkuðum. Þá kemur rullan sem við heyrðum í den: "Seðlabankinn hefur ákveðið......

Allar þjóðir búa við verðbólgu. Það eru ekki mörg cent eftir af gamla dollaranum sem gerði kleyft að byggja Empire State á 400 dögum fyrir stríð. Evran brennur hægt en örugglega og allir sem spara hana tapa því innlánsvextir  eru neikvæðir.

Menn almennt gera samt greinarmun á eign og skuldum. Menn vilja yfirleitt eiga sitt  sem mest í friði i fyrir öðrum. En ef þeir skulda öðrum þá finnst sumum ekki sanngjarnt að borga vexti hvað þá verðtryggða vexti eða borga yfirleitt til baka. Eðlilegt líka.

Það virðist vera að í ýmsum stærri löndum séu langtíma húsnæðislánakjör sniðin þannig að lánveitandinn fái nægilega mikið til baka til að geta haldið útlánagetu sinni. Í Bandaríkjunum sér hið opinbera fyrir lánum til íbúðakaupa með sjóðunum Freddie Mac og Fanny May. Þeir lána til langs tíma með föstum vöxtum í dollurum. Þetta gerðum við líka  en það var dæmt ólöglegt og voru kölluð lán með gegnisviðmiðun. Við sauðsvartir máttu líka eiga eins mikinn gjaldeyri og við vildum. Nú er það orðið glæpur að eiga gjaldeyri.

Fyrstu árin fær lánveitandinn í Bandaríkjunum líklega það mikið upp í verðbólguna að hann getur lifað við restina. Þetta er félagsleg aðgerð sem menn eru sáttir við. En margir hérlendis rugla þessu saman og halda því fram að erlend fyrirtæki búi við miklu lægra vaxtastig en íslensk. Menn vilja ekki ræða það að vaxtastigið þar ræðst af efnahag fyrirtækis og sá fátæki fær ekki lán nema á himinháum vöxtum.

Hjá okkur með krónuna litlu ættu í raun vextir að vera mjög lágir ofan á verðtryggingu ef svipuð hugsun réði ferð í húsnæðismálum. Hér eru vextir húsnæðislána hinsvegar spenntir yfir 4 % og ofan á vægðarlausa verðtryggingu líklega vegna þess að Lífeyrisisjóðum hefur verið uppálagt að skila 3.5 % ávöxtun.

Samblöndun vaxtakjara á húsnæðismarkaði og almennum fyrirtækjamarkaði gerir það að verkum að margar skrítnar hugmyndir ríða húsum á Íslandi í sambandi við peninga, lánspeninga og vexti. Eitt það furðulegasta er að binda krónuna við annan gjaldmiðil en vera samt með krónuna. Af hverju ætti það að vera betra en að taka upp annan gjaldmiðil ?  Hver vill þá krónur?

Það er tæknilega  framkvæmanlegt að skipta efnahagslífi Íslendinga yfir í aðra mynt. Segju til dæmis Canadadollar sem við getum ekki prentað ef okkur er skyndilega fjár vant. Sem sagt værum við ekki herrar yfir verðbólgunni lengur og gætum þá upplifað spánskt og grískt ástand fyrirvaralítið.

En íslensk verðbólga er sem kunnugt er að ávallt pólitísk verðbólga. Við höfum marg oft samið kjarasamninga sem vitað er fra degi eitt að kalla á peningaprentun. "Stingið ykkur til sunds þó þið sjáið ekki í land" sagði einn landsfaðirinn í gamla daga í byrjun þriggja áratuga óðaverðbólgu. 

Sama er með hugmyndir um fastgengisstefnu fyrir Ísland. Þjóðfélagið hefur marg sýnt það, að það hefur ekki þann aga sem til þess þarf.  Þýskt þjóðfélag er allt öðruvísi og fólk kemst síður upp með svona smáhópaskærur eins og hér leyfast. 

Ef þú færð lánaðan osthleif, hvort áttu að skila osthleif til baka eða bara ostsneið ?  Ef þú átt osthleif, finnst þér þá í lagi að ég, sem holdgerfingur verðbólgunnar, komi og éti reglulega af honum þangað til hann er næstum búinn ? Ég held ekki.  Eða er svarið þitt allt annað ef ég á ostinn og þú ert í hlutverki verðbólgunnar ? Af hverju á fjármagnseigandinn, eða sparandinn að hluta,  að lána þér nokkurn skapaðan hlut ef þú vilt ekki borga til baka ?

Fæstir gera sér grein fyrir því að það eru innlendu  bankarnir okkar sem eru að lána rafkrónur sem þeir búa til sjálfir og ekkert er á bak við fremur en að þeir séu að lána út sparifé fólks. Því veitist ríkisstjórnum ómögulegt að stýra efnahagslífinu eins og sannaðist best á árunum fyrir hrun. Seðlabankinn hækkaði vexti sem jók innstreymi erlendra peninga sem voru lánaðir út á lágum vöxtum þar til allt hrundi.

Nú skattleggur ríkið auk þess verðbætur af sparifé eins og þær séu fjármagnshagnaður. Af hverju á fólk að spara ef sparnaðurinn er gerður upptækur jafn harðan af  ríkinu ? Við lifðum við það ástand árum saman  og lifum enn svo litlar eru framfarinar.

Milljarðar af sparifé brenna upp í bönkunum daglega af lausum innistæðum sem menn geta ekki komið í skjól þar sem verðtryggð innlán eru bundin til svo langs tíma að óaðgengilegt þykir. Í hvers þágu er það eiginlega?   Svarið liggur nokkuð í augum uppi þegar bankarnir virta hagnaðartölur sínar.

Hörðustu andstæðingar allrar verðtryggingar hafa hafa aldrei svarað því á hvaða vöxtum þeir vilji lána  sitt eigið fé til  40 ára íbúðalána óverðtryggt?   Eða sparifé sitt fé  óverðtryggt til  eins árs  eða lengur?  Hvað þá 10 ára?  Það má ekki gleyma þvi að fólk er ekki lengur neytt til að taka verðtryggt lán. Viðskiptafrelsið hefur fært því aðra valkosti.   En vextirnir eru svo háir að menn velja verðtrygginguna í löngum húsnæðislánum því annar er dæmið illviðráðanlegt. 

Ekki er langt síðan að fólk gat tekið lán í erlendri mynt til íbúðakaupa með svona 2-4  % álagi íslenzkra banka. Svipuð kjör til skamms tíma  og verðtryggð lán. En verðbólga erlendra gjaldmiðla gerði þessi lán mun hagstæðari til lengri tíma litið.

En gullöld  Davíðstímans og einstaklingsfrelsisins er liðin og hér er aðallega höft, bönn, eymd og volæði og uppskipting á skorti flestra gæða. Lítil von virðist vera um bót í bráð.

Ég er búinn að lifa það lengi í þessu landi að ég sé enga sérstaka von framundan um í því að íslenskt efnahagslíf muni lifa við stöðugleika að þýskri fyrirmynd í framtíðinni. Þetta mun líklega áfram ganga í kollsteypum með lygnum á milli þó svo þyrfti ekki að vera per se.

 Verðtryggging var tilraun til að staðfesta samfélagið og gefa fólki kost á að spara í stað þess að eyða strax meðan peningurinn gat keypt eitthvað, eitthvað. Þetta vilja menn ekki lengur. Nú er aðalatriðið að afnema verðtryggingu svo að skuldarar þurfi ekki að borga svona mikið til baka. Sparnaður er aflagður sem valkostur til langframa. Nú er efst á blaði að fá nógu mikil lán sem verða léttvæg síðar.

Verðtryggingin skal því afnumin sem fyrsta skref. Af ávöxtunum skulið þér þá þekkja þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Afnema verðtryggingu, binda krónuna við stöðugann erlendan gjaldmiðil og setja það í stjórnarskrá að gengisfellingar séu brot á stjórnarskrá.

Þá verða útgerðamenn að reka fyrirtækinn sín án gengisfellinga sem þeir panta á vissra tíma millibili.

Með þessum aðgerðum Halldór minn þá kanski færð þú vonina aftur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.6.2013 kl. 20:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Eigum við að vera tveir í landinu Jóhann?

Sjálfsagt gengi þetta allt þá. En um leið og útgerðarmenn koma til viðbótar og svo launþegar og félög, þá vandast málið því menn eru ekki sömu skoðunar á stjórnarskrá, gengisfellingum, verkföllum og launahækkunnum,

Halldór Jónsson, 4.6.2013 kl. 23:09

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvenær ættla sjórnmálamenn að stoppa útgerðamenn og neita að gefa þeim gengisfellingar þegar þeim dettur í hug?

Ef við settum þetta í skoðunarkönnun þá held ég að við værum ekki bara tveir í landinu sem hafa sömu hugsun og við höfum um þessi þrjár leiðir út úr fjármálavandanum.

En gengisfellingar eru ekkert nema löglegar launalækkanir og það ætti að gera það eins erfit og hægt er að leifa gengisfellingar.

Þarna sérðu Halldór minn það er von eftir allt saman, spurningin er verður eitthvað gert í þessu og gera eitt án þess að gera hin tvö virkar ekki nema til skamms tíma.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 4.6.2013 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 3420459

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband