Leita í fréttum mbl.is

Spjaldtölvur

fyrir þingmenn í stað fartölva segir Alþingi að séu líklegri til að halda athygli þingmanna við þingstörfin skilst mér af fréttum. Alþingi sé málstofa en ekki þingstofa. Hvernig verður eignarhaldi tölvanna háttað? Ganga þær straujaðar manna á milli við þingmannaskipti? Eða eru þær skattskyld hlunnindi? Hvað með hakkara á innra vefnum? Hvað með Wikileaks?

Menn geta farið með þær í ræðustól er einn kosturinn. Þá geta menn lesið það sem þeir ætla að segja. Fengið ræðuna senda frá foringjanum eða ræðuskrifara? Er ekki fljótlegra að senda póst á þingmennina svo þeir viti hvað menn vildu sagt hafa í ræðustól og spara tímann? Sjá menn Steingrím fyrir sér veifandi spjaldtölvunni?

Spurning er svo hvort menn haldi að þingmenn séu að sannfæra einhvern úr andstæðingaflokknum með því að fara mikinn í ræðustól?  Eru flokkar ekki búnir að semja um málin til afgreiðslu? 

Auðvitað er sjálfsagt að Alþingi tileinki sér nútíma tækni til að auka skilvirkni í störfum þingsins. Spurning er hvort þetta sé einhver bylting í þá veru? Hvort hugsanaflutningur og Miðlar væru æskilegri?  Eru þjóðaratkvæðagreiðslur í beinu lýðræði það sem koma skal í gegn um posakerfið? Eru Alþingi bara gamaldags viðburðir. Hin raunverulega stjórnun fari fram annarsstaðar? Hvar er Humpfrey og hvað vil hann?

Getur ekki allt gengið miklu betur í gegnum spjaldtölvur og rafræn kerfi? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband