Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn Ólafur Ragnar

náði sannarlega eyrum þjóðarinnar við þingsetningu í gær. Hann lýsti skoðunum sínum á aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið á þann veg sem eftir var tekið.

Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson  hefur tvívegis bjargað kjósendum frá fyrirætlunum löglega kjörinna fulltrúa sem henni ekki þóknuðust. Enginn Forseti hefur gert neitt þvílíkt fyrr. Þetta gerðist með þvi að nægilega margir kjósendur sendu Forsetanum áskorun um að skjóta þeim málum til þjóðarinnar.

Nú horfir öðruvísi við. Ekkert lagafrumvarp liggur fyrir í málinu heldur einfaldlega skipulagsmál löglega kjörinnar Borgarstjórnar í Reykjavík. Sem er lögformlega innsveitarmál Reykvíkinga einna.

Samt er þessu máli þannig varið að það snertir hagsmuni allrar þjóðarinnar beinlínis, Svo er þetta mál líka þannig vaxið að ólíklegt er að afstaða kjósenda til þess fari eftir flokkslínum. Hér er ég að tala um Reykjavíkurflugvöll og þá lífshættu sem hann er nú í kominn. Framlagt Aðalskipulag Reykjavíkur tekur af öll tvímæli um að núverandi Borgaryfirvöld stefni að því að loka vellinum, Ekki í fjarlægri framtíð heldur núna.

 

Rökstuddur grunur er fyrir því að þessi áform eru í andstöðu við vilja kjósenda utan höfuðborgar svæðisins. Ennfremur bendir margt til þess að kjósendur í Reykjavík séu ekki þeirrar skoðunar að flytja  eigi innanlandsflugið frá Reykjavík. En þeir séu ekki svo viðkvæmir fyrir þessu daglega að dugi til að fá þá til að koma skoðunum sínum á framfæri með nægilegum athugasemdum um teikningar af Aðalskipulagi sem hanga einhversstaðar uppi.

Reykjavíkurflugvöllur er því í  bráðri  lífshættu. Það er því úr vöndu að ráða ef menn vilja grípa til varna. Ekkert lagafrumvarp liggur fyrir né virðist neinn vita hvernig á að taka á þessu vandasama  máli.Stjórnskipulega er varla hægt að skora á Forsetann að láta málið til sin taka þegar mál er svona vaxið. Löglega kjörin yfirvöld standa að óvinsælum aðgerðum sem kjósendur myndu líklega láta sig varða ef þeir fengju tækifæri til.

 

 Nú velti ég því fyrir mér hvort hægt sé að koma því þannig fyrir að þjóðin sé spurð um málið? Hvort hún sé beint í andstöðu við reykvíska kjósendur? Til hvaða niðurstöðu myndi slíkt leiða? Það er talað um nauðsyn þess að þjóðin greiði um það atkvæði hvort halda eigi aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið áfram.

Þó þetta mál sé öðruvísi vaxið þá er spurning hvort væri hægt að spyrja um hug manna til Reykjavíkurflugvöll við sama tækifæri? Myndi hugur Borgarstjórnar eitthvað breytast við ótvíræða afstöðu kjósenda?

Reykjavíkurflugvöllur og innanlandsflug í núverandi mynd eiga litla framtíð fyrir sér þessa daga ef ekkert gerist. 

Þingsályktunartillaga um málefni Reykjavíkurflugvallar gæti skipt máli. Vilji ríkisstjórnarinnar er nokkuð skýr.

Geta áskoranir á  Forsetann Ólaf Ragnar eitthvað hreyft við þessu bráða máli?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bjargað hverju ?

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2013 kl. 11:37

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér sýnist að Halldór sé að kalla eftir konungi - einræðisherra, reyndar kemur það ekki alveg á óvart.  

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2013 kl. 11:38

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Ingi

þú ert ögn viðkvæmur fyrir Ólafi Ragnari. Samt er ég ekki að kalla eftir einræði hans heldur hvort hann geti hjálpað okkur vallarvinum eins og þú ert líka. Skrif þín eru skynsamleg hvað það varðar:

"Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er galin.

Borgarstjórn Reykjavíkur lætur sem henni komið ekkert við nema eigin rass. Reynar er mér til efs að nokkur meirihluti sé fyrir flutningi vallarins hjá kjósendum.

Og tala um að loka eigi braut árið 2016 sýnir hversu galin umræðan er, með því væri völlurinn eyðilagður og notagildi hans myndi rýrna stórlega.

Innanlandsflug mundi líklega leggjast af og þjóðhagslegur skaði væri vart mælanlegur í milljörðum talið.

Líklega ætlar borgarstjórnin síðan landsmönnum að greiða fyrir nýjan völl meðan þeir mökuðu krókinn á sölu lóða í mýrinni.

Maður verður sorgmæddur að horfa upp á hvað stjórnmálamenn geta lokast inni í eigin hagmunaheimi og koma hvergi auga á sameiginlega hagsmuni og öryggi landsmanna.

Reykjavík mun ekki standa undir höfuðborgarhlutverkinu, úthýsi þeir mikilvægasta samgöngupunkti landsins.

Það er stórkostlega ámælisvert að halda þessari umræðu gangandi og ekki hægt annað en lýsa ábyrgð á hendur stjórnmálamanna sem ekki átta sig á hvaða ferðalagi þeir eru með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar. "

Þarna erum við sammála.

En mér skilst að þú sért ESB sinni og viljir okkur þangað inn. Þar er ég þér ósammála svo um munar.

Halldór Jónsson, 7.6.2013 kl. 12:17

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þeir sem vilja halda vörð um það þjóðþrifamál að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll ættu að varast að tefla fram þeim einlitu rökum að hann sé þarna fyrir landsbyggðina, enda falsáróður sem andstæðingar flugvallarins básúna sínkt og heilagt. Þannig vonast þeir til að koma því inn hjá æ fleiri borgarbúum að landsbyggðin sé að abbast uppá þá með þennan flugvöll. Nei, auðvitað er völlurinn þarna ekkert síður fyrir höfðuborgarbúa sjálfa. En það hentar núverandi borgaryfirvöldum og þeim öðrum sem vilja völlinn feigan að etja saman höfuðborgarbúum og landsbyggðinni með þessum áróðri. Við sem viljum halda vörð um flugvöllinn eigum vitaskuld ekki að taka undir þennan falsáróður heldur þvert á móti upplýsa í ríkum mæli þá staðreynd hversu mikilvægur flugvöllurinn er Reykvíkingum sjálfum.

Dettur einhverjum í hug að aðaljárnbrautarstöðvar í miðbogum erlendra borga séu bara vegna íbúa utan borgarmarka?

Það ber vott um fráleita annesjamennsku að vilja einu alvöru almenningssamgöngumiðstöð höfuðborgarinnar burt. Hér eru engar járnbrautarsamgöngur enda mjög kostnaðarsamt fyrir svo fámenna þjóð í svo víðfeðmu landi að kosta til járnbrautarsamgangna. Við Íslendingar völdum þá leið að veðja á flugið sem hefur reynst þjóðinni ákaflega happadrjúgt. Um Reykjavíkurflugvöll fer farþegafjöldi sem svarar til þess að næstum hver einasti Íslendingur fari um völlinn tvisvar á ári!

Skoðanakannanir síðustu ára hafa sínt fram á að mikill meirihluti Reykvíkinga vill halda Reykjavíkurflugvelli svo ekki sé nú minnst á landsbyggðina en þar er fylgið við flugvöllinn ennþá meira. Það ætti að efna til kosninga meðal Reykvíkinga um flugvöllinn enda engin spurning að mikill meirihluti þeirra mun senda hið ólöglega aðalskipulag, sem byggt var á ólögmætri notkun niðurstöðu viðhorfskönnunar borgarstjórnar 2001, beint í ruslafötuna. En í þeirri könnun reyndist þátttakan vera langt undir lágmarki því sem hefði gert niðurstöðuna bindandi.

Reykvíkingar Þurfa að hugsa vel sinn gang í næstu borgarstjórnarkostningum til að hindra að öfgafullum borgarstjórnarmeirilhluta takist að vinna það skemmdarverk að bola miðstöð innanlandsflugsins úr borginni og eyðileggja þar með í leiðinni ómissandi varaflugvöll fyrir utanlandsflugið í Keflavík.

Daníel Sigurðsson, 7.6.2013 kl. 22:47

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Dondi góður

Þetta með Hauptbahnhof er eitthvað sem ég skil frá mínum æskudögum. Ef þeir í Stuttgart hefðu vljað flytja hann þá hefður orðið vandamál. Flugvöllurinn þeirra er uppi ío Echterdinen og aðflugið þar er yfir byggð. Sjónvarpsturniinn er í grendinni og það eru rauð ljós utnaá honum.

Meinið er að maðurinn flýgur þegar hann getur ekki hjólað eða labbað eða keyrt. Mannlegt líf er hreyfing. Panta rei sögðu Rómverjar. Allt streymir.

Lygn streymir Don. En sama vatnið og í gær er farið.

Halldór Jónsson, 7.6.2013 kl. 23:19

6 Smámynd: Elle_

Í sambandi við þjóðaratkvæði um að stoppa eða ekki hinar svokölluðu viðræður við Brussel, Halldór, þá er það óþarfa eyðsla, enda alþingis verk að stoppa vitleysuna það sem það sjálft hóf.  Vilji fólk 'fá að kjósa' um að hefja ruglið að nýju, ættu þau hin sömu að safna, hvað, 30-50 þúsund undirskriftum?

Elle_, 8.6.2013 kl. 00:49

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er skarplega athugað Elle

Halldór Jónsson, 8.6.2013 kl. 13:28

8 Smámynd: Elle_

Já, eyðum ekki lengur milljónum á milljónir ofan í þetta rugl.  Fyrir miklu-minnilhlutann.

Elle_, 8.6.2013 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband