Leita í fréttum mbl.is

Af hverju virkar ekkert

eins og það á að virka í Evrópusambandinu? Af hverju nær það ekki því markmiði sínu að halda til jafns við Bandarikin?

Það liggur nokkuð í augum uppi. Evrópusambandið er ekki þjóð heldur 27 þjóðir. Gerólíkar í sjálfum sér með sértungumál sem eru öll jafnrétthá og allt verður að þýða á milli þeirra sem sýnir strax flækjustigið.  Að nokkrum skyldi detta í hug að þessare þjóðir gætu búið við eina mynt þegar þær geta ekki búið við eina stjórn embættismanna sem enginn getur fullyrt að hafa sjálfur kosið.

Chris Grayling, dómsmálaráðherra Bretlands gengur svo langt að kalla stefnumörkun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vitirrta ógnun við hagvöxt.  Grayling segir að Brusselmenn lifi ekki í heimi veruleikans. Grayling segir að framkvæmdastjórnin setji fram stöðugt flóknari tillögur sem valdi því að fyrirtæki í Bretlandi og í Evrópu verði ekki samkeppnishæf. Lausn allra mála finnist Brusselmönnum að sé meira regluverk.

Það er einmitt þetta regluverk sem vekur andúð Íslendinga í vaxandi mæli. Þeir sjá ekki tilganginn í þröngum fyrirmælum um alla skapaða hluti.  Nigel Farage hefur hlotið verðskuldaða athygli hérlendis fyrir einbeitta gagnrýni á ólýðræðislega stjórnun ESB sem frægt varð þegar hann var sektaður fyrir að segja sannleikann um van Rompuoy sem hann líkti við gamlan bankagjaldkera og gólfklút sem enginn hefði kosið .

Bandaríkin eru ein þjóð þó sundurleit sé með öll sín risavöxnu vandamál.  Þeir hafa einn fána, einn forseta og gríðarlega þjóðerniskennd. Þeir hafa sterk lög og segja hiklaust að glæpamenn eigi að vera í fangelsum. Þeir eru hreyfanlegir innan sín stóra lands. Atvinnuleysingi í Grikklandi fer hinsvegar ekki til Þýskalands að vinna því hann skilur ekki málið og þar að auki eru Þjóðverjar litlir veifiskatar gegn suðurlendingum  yfirleitt þó ekki megi ræða slíkt upphátt.

Það eru margar samverkandi ástæður fyrir því að í ESB virkar ekkert sem virkar í Bandaríkjunum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Evrópa hefur verið að spara námur síðustu öld, UK hefur fjármagnið sig einna mest með eignarhaldi í annra ríkja söluskattsskyldri framreiðslu.

Júlíus Björnsson, 9.6.2013 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband