12.6.2013 | 09:11
Währungsreform?
er boðskapur Kjartans Arnar Kjartanssonar, "varafomanns Hægri grænna", í Mbl. í dag.
Skrif Kjartans hafa lengi vakið athygli mína vegna þess að þau eru yfirveguð og oftar en ekki skynsamleg þau þau falli stundum fyrir utan alfaraleið. Samt er ýmislegt af tillögum Hægri Grænna hugsanlega að ná inn eins og milligöngusjóður Seðlabankans í sambandi við stökkbreyttu lánin.
Währungsreform, eða gjaldmiðilsskipti, hafa nokkrum sinnum verið gerð í Þýskalandi. Á Íslandi hefur þetta verið gert einu sinni í sambandi við eignakönnunina sem margir fóru illa út úr og keyptu sumir ævilangt brennivín sem einu útleiðina. Þetta væri óheppilegt og þarf að forðast. En það er margt til í því sem Kjartan segir:
" Með því að taka hér upp nýjan íslenskan lögeyri þarf að skipta gömlu krónunum yfir í þann nýja og þá verða t.a.m. aflandskrónueigendur að koma með þær heim ellegar týna þeim. Verandi sjálfstæð þjóð með eigið löggjafarvald þá má setja ýmis lög m.a. um takmarkanir á því hverjir fá hinn nýja lögeyri og þannig einmitt undanskilja jöklakrónueigendur og auðvitað þrotabú gömlu bankanna, en nýfallinn dómur í Icesave-málinu kveður einmitt á um að greiða á kröfuhöfum bankanna í íslenskum krónum. Þannig verður hægt að festa þá viðkomandi sem við viljum í gömlu krónunum og gera þeim að geyma þær á sérstökum innlánsreikningum sem beri háa innláns- eða geymsluvexti svipað og Sviss hefur gert í öðrum tilfellum.
Væntanlega mun það ekki verða vinsælt og þá er komin alvöru samningsstaða, þ.e. að við getum sett skilmálana svo til einhliða. Til þess að þessir aðilar losni út og við þá út úr hagkerfinu mætti þá t.d. bjóða þeim að skipta yfir í nýju myntina eða þá að fá mjög langt skuldabréf í Bandaríkjadölum á lágum vöxtum hvoru tveggja á svipuðu gengi og vogunarsjóðirnir keyptu hrækröfurnar á eða með t.d. 95% niðurfellingu vegna hrægammanna og þá hugsanlega 90% fyrir jöklakrónueigendur ef menn vilja af einhverjum ástæðum meðhöndla þá öðruvísi, en allir eru þeir áhættufjárfestar sem að þarf ekki að vorkenna enda hafa þeir þegar makað krókinn vel á bökum okkar.
Jafnframt ætti að gera þrotabúunum að koma með allan gjaldeyri sinn heim og skipta honum yfir í krónur...."
Svo fer í verra hjá Kjartani sem virðist gleyma hvar Íslendingar eru staddir í félagsþroska. Við erum ekki Þjóðverjar og höfum ekki þann aga til að bera sem sú þjóð hefur lært af biturri reynslu.Við erum nokkurskonar villimenn sem berjumst hver við annan fyrir eigin hag án nokkurs tillits til náungans. Það er enn ekki sú stund upprunnin að Íslendingar geti búið við fastan gjaldmiðil ef við horfum raunsætt á okkur sjálf.Því þótt dollarinn sé í stöðugri rýrnun þá er ólíku saman að jafna.
" Með því að fasttengja hinn nýja lögeyri, sem við skulum hér nefna ríkisdal, við mest notaða gjaldmiðil veraldar, Bandaríkjadal eða dal á móti dal, þá eru fastgengisstefna og gengisstöðugleiki komin á í einu vetfangi án þess að þurfa að kaupa gjaldeyri annars ríkis með öðrum gjaldeyri eða að ganga í ESB..."
Svo nálgast Kjartan hugmyndir Framsóknarflokksin og Frosta Sigurjónssonar:
"Stjórn peningamála verður þá ennþá hjá okkur og með mjög aukinni bindiskyldu á viðskiptabankana þá mun Seðlabankinn í fyrsta sinn í sögunni hafa full yfirráð yfir peningamagni í umferð og þau tæki sem hann þarf til þess að glíma við verðbólguna og skapa svigrúm fyrir lága vexti. Þannig yrði um mikinn hvalreka að ræða fyrir þjóðina ásamt með gjaldeyri þrotabúanna sbr. að ofan..."
..."Ný ríkisstjórn er skipuð tveimur frjálslyndustu og raunsæjustu flokknum landsins á núverandi Alþingi og er með góðan þingmeirihluta á bak við sig. Hagsýnissjónarmið og verkhyggja verða vonandi hennar leiðarljós en ekki ismar eða þröngsæiskenningar og að þras og þráhyggjan sé að baki. Þetta eru allt aðgerðir, sem verða að gerast. Þeim má koma á á mjög stuttum tíma og frelsa þar með og endurlífga hagkerfið landi og þjóð til heilla.
Megi stjórninni farnast vel í þessum mjög mikilvæga leiðangri." segir Kjartan að lokum.
Spurningin sem vaknar er er sú hvort þetta sé leið sem Íslendingar geti farið við þessar aðstæður? Ríkisdalsleiðin sem skildi á milli aflandskrónanna og þrotabúa gömlu bankanna, skilanefndannna og spillingarinnar þeim tengdum,gerði leiðréttingu húsnæðislána líklega auðveldari.Mér finnst draumórakennt að einhver fastgengisstefna geti komið hér til, nema þá að reynt yrði að halda genginu stöðugu að minnsta kostu tímabundið.
Mér finnst ástæða til að hugleiða tillögur Hægri grænna eins og þær birtast í skrifum Kjartans Arnar. Ef til vill er stundin runnin upp fyrir íslenskt "Währungsreform".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 3419713
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góður punktur: "Við erum ekki Þjóðverjar og höfum ekki þann aga til að bera sem sú þjóð hefur lært af biturri reynslu."
Hinsvegar mun þetta vera spurning um gen og elítur. Rökrétta hugsun, raunsæi: rökrétt setningarfræði og rökréttar skilgreingar á lykil orðforða. Það þarf að uppfæra Skattlög [bókhaldslög], til tryggja að hagvöxtur haldist innan lögsögu. Veikileiki UK, og Danmerkur felst í Persónuafslætti í grunni launveltuskatta: Niðurgreiður til Atvinnurekenda fjöldastarfsmanna : auðvelta að misnota með eignarhhaldsformi.
USA: Forsætisherran gefur upp árlega verð á lámarks vinnustund. Frjáls stéttarfélög tryggja svo fastráðningu 172 tíma á mánuði og 20% hærri tíma meðalaun minnst. Ríkið ákveður verð á fasteignmetra vegna fasteignaskatta og uppfærir á fimm ára fresti.
Þar er talað um heildar árs innkomu skatta að umfram reiðfé [tekjur - gjöld] einstaklinga á skattárs grunni í heildina. þannig borga allir 14,98% af þessum heildarstofni eftir 31.des. því verða allir einstaklingar að leggja 17,5% launskatt á allar reiðfjár tekjur.
Reiðfjár innkoma sem einstaklingur færi í gegnum millið: atvinnurekenda er tví skattlögð, þar sem atvinnurekenda þarf að leggja sömu prósentu á. Heildar staðgreiðsla á launaveltu allta atvinnurekenda er því þannig 35%.
Fyrirtæki sem lánar vörur gegn greiðslu í reiðufé sem er ekki greitt fyrir áramót bókar það ekki til innkomu ársins á undan: getur því ekki orðið arður til útborgunar til eignarhaldsaðila.
M.ö.o. innkomu [reiðfjár] skattur er tekin af eigna millifærslum.
Dæmi: bóksali hér hefur af hent bækur á nafnvirði 10 milljónir á skatta árinu. Hefur þá bókað 8 milljónir greitt í reiðu fé á móti gjöldum 6 milljónir. USA: Nettó innkoma er 2 milljónir [reiðufé] og söluskattur af því 200.000 kr. og lánaður söluskattur er þá greiddur líka af nafnvirði 2 milljóna af bókum. Ústandandi er 2 mílljóna skuld sem innfellur framtíðar reiðufjár innkomu: reiðfjár um innkomu skattlagningar. Dessert er borðaður í lokin.
Íslenska tekju kjaftæðið miðar við greiðslu í "fríðu": hluta af afurðum: saltfisk og ostum t.d. Ef hér á vera hlutabréfamarkaður þá verða gilda sömu forsendur hér í grunni eins og USA: því það er eina ríkið með marktækann PPP markað í dag. UK er eða var hitt ríkið. Aðrar Kaupallir eru aðalega í verðtryggingum: með ríkis bréf og Prime banka bréf max. flata vexti 1,99% undir verðtyggingu. Ekki blanda saman reiðufé og eignarveðun á móti.
Júlíus Björnsson, 12.6.2013 kl. 13:16
Þetta er það sem ég hef verið að skrifa um hér á blogginu undanfarið, þú kanski kannast við klisjuna Halldór?
Afnema verðtrygginguna á lánum, festa krónuna við stöðugan gjaldmiðil og setja bann við gengisfellingar í stjórnarskrána.
Það má kanski segja að bann við gengisfellingum sé oxymoron ef gjaldmiðillinn er fast tengdur gjaldmiðli annars ríkis. En oft sjást herramenn með hatt og regnhlíf í rigningu.
Var að lesa í morgun hversu vel danska krónan hefur staðið sig og vera með fasta gengi miðað við evru, en ég er ekkert að mæla með efru fyrir Ísland. Heldur á að nota stöðugan gjaldmiðil sem ætti að koma á stöðugleika í fjármálum íslendinga.
Ef af þessu yrði þá gætu landsmenn ekki eitt peningum eins og þeir hafa gert í gegnum árin, enda sjá menn ekki neina óðaeyðslu hjá almenningi í löndum eins og t.d. Þýskalandi.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.6.2013 kl. 17:06
Án þess að það skipti kannski höfuðmáli, þá eru þessar hugmyndir fyrir löngu reyfaðar af Lilju Mósesdóttur og má hún alveg fá kredit fyrir það.
Það er annars bara af hinu góða að einhver haldi þessum hugmyndum á lofti en halda því til haga að Kjartan Arnar er ekki upphafsmaður þeirra hér í samhengi endureisnarinnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.6.2013 kl. 17:06
PPP er vegið meðtal á öllu sem selt nýtt og almennt á hverju ári á jörðunni, og þannig er Dollar bundin frá 1970. PPP gengið [verðkráning] er gert að vísitölu.
EU mælir svipað PPP bara fyrir verð á sínu svæði. Segir það gefa betri mynd í innbyrðis keppni Meðila ríkja. USA segir að ef til vill gefi PPP upp skakka mynd, en auðveldi viðskipti við önnur ríki og mismuni ekki.
Ísland hækkaði hér gengi sitt þegar það [Seðlabaninn] tók upp EU staðalinn. þá í tölu ekki í Raunvirði PPP. Danir gera best í að fegra ekki eða falsa sitt gengi [Balance sheet] og gera allir. PPP er nettó reiðufjárflæði reiknað eftir sölu.
Ekki leiðrétt fyrir vörubirgðum eins og kennt hefur verið hér í samhengi söluskattskildra lögaðila. Grunn menntun sérfræðinga hér.
Reglan hér var þannig að meta á vörubirgði á lagir til mæla vörunotkun þá er best að breyta aldrei um mæli/mats aðferð. til að geta tekið marktækar ákvarðannir, svo er það misskilingur hjá sósílastum um að betra sé meta þær of háar því er verið borga skatta fyrirfram. Sagði síðasti marktæki Skólastjóri Verslunaskólans í mínu eyru. UM 1960 þá er ég tala um Sjálfstæðisflokkinn þá engin kjósandi hans dregið þetta efa. þess vegna má með réttu kalla lið í dag hreina kommúnista. Borga rétta skatta en ekki of mikið fyrir fram. [Gansterarnir hér kunna að múta]
Ríkið borgar sér ekki skatta, => notar raunvirði vörunotkunar ára : sjá USA.
Ég tók bókfærslu [byggð á lögum hér frá um 1918] í Verk og Raun 1984 og þá leysti skólstjóri VR af í einn tíma. Árangur í Alþjóða viðskiptum felst í réttum bókhaldlegu skilningi [sem er allstaðar utan Íslands eins lögin 1000 ára minnst. Blanda ekki saman sýndum Balance sheet á hluthafa fundum og réttum til stýra rekstrinum. Þess vegna er talað um að hlaup fyrsta apríl. [þegar rétti efnahagreiknurinn liggur fyrir].
Ríki vita vel um græðgi síns liðs. þess vegna er ekki gott að sýna að þess þjónar [ekki PPP geirar] geti sparað of mikið eða að ríkið eigi nóg í varasjóðum til að tryggja stöðuleika á hægri mörkuðum. Nýast er að Bankar sem Ríkið fjármagnar með regluverki , eru með alla vsk geira í höndum. Hér er greinlega ekki Private : án ríkisafskipta. Komma ríki geta ekki unnið hægri ríki og munu aldrei gera það. Sofandi Capital=hornsteinar Ríkisins: það sefur þangað til í næstu kreppu.
Júlíus Björnsson, 12.6.2013 kl. 23:31
Þetta er engin uppfining hjá Lilju Móses, þetta hefur verið gert í mörgum löndum sem hafa lent í fjárhagsörðugleikum og hefur reinst vel.
Ég hef séð hvernig þetta virkar í þeim löndum sem ég hef verið að vinna í og nú eru þessi lönd í mjög góðum fjárhagsmálum.
Ég hef lesið um Hægri Græna útfærsluna og líka Lilju útgáfuna og er líkt með þeim báðum.
Að láta hrægammasjóðina greiða gjöld fyrir geymslu á krónum ef skipt yrði í Ríkisdal finst mér bráðsnjöll hugmynd.
Hver svo sem höfundurinn er, þá þarf að nota góðar hugmyndir til að koma landinu úr þeim fjárhagslegum kröggum sem landið er í.
Höfundaréttin getum við rifist um seinna.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 13.6.2013 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.