Leita í fréttum mbl.is

Ferðaiðnaðurinn er að kollsigla sig

með ofsölu á sýningarferðum til staða sem þola ekki álagið.

Í gær varð ég vitni að því hvernig Gullfoss-móttakan var sprengd með yfirálagi af hálfu ferðasalanna. . Þar var samtímis stefnt svo mörgum rútum á neðri pallinn að þar var öngþveiti og þær komust ekki að hver fyrir annarri auk þess sem ger af einkabílum þvældist þarna innan um . Ein skynsöm rúta setti í bakkgír  og bakkaði allan afleggjarann til baka og keyrði upp á efra plan þar sem ástandið var ögn skárra. Maður sá margfalda röð útlendinga berjast um á hæl og hnakka í stiganum milli palla þar sem fólk komst hvorki afturábak né áfram í slagveðursrigningu.

 Engin klósettaðstaða er á neðra pallinum heldur og það er aðeins fyrir léttleikafólk að klífa allar tröppurnar. Það eitt er fáránlegt sveitamennska.Þar þarf að koma klósetteining strax.  Og svo á að selja dýrt inn á öll klósett eins og á Þingvöllum.

Það var fjör á gestaklósettunum uppi á veitingastaðnum þó þau ættu að vera aðeins fyrir veitingagestina.Mikil umferð var í búðinni þó verslunin virtist mér ekki mikil enda er mest peningalítið láglaunafólk í þessum rútum úr skipunum, sem lítið skilur eftir sig nema traðkið. Klósetteining fyrir almenning þarf að vera fyrir utan búðina.

Eru ekki takmörk fyrir því hvað þessir ferðamálafrömuðir sem gera út þessa túra úr skipunum geta dembt mörgum í einu á þessa tvo aðalstaði, Gullfoss og Geysi? Hvar á að fá peninga til að bæta aðstöðuna?  Hvað myndi gerast við Gullfoss ef slys yrði? Enginn viðbúnaður er nálægur eða á staðnum til slíks.

Viðskiptajöfrar eiga ekki að fá að nýta þessar þjóðarauðlindir í eigin þágu án þess að skaffa peninga fyrir álagið. Það verður að selja inn á þessi svæði  eki seinna en strax og reka þau með skynsemi. Útlendingurinn verður auðvitað að borga fyrir að skoða þetta. Annars verður þetta bara niðurtröðkuð þjóðarskömm. Þetta er sprungið og það þýðir ekkert að tala um sífellt aukinn túrisma ef það á að láta þetta allt reka á reiðanum.

Ég myndi hugleiða að setja slár og miðavélar eins og í Traðarkoti  á veginn við Gullfoss. Svo borga menn í miðavélina eftir tímalengd. Allir. Framhjáhlaup upp á Kjöl og fyrir fótgangandi og hestamenn má vera til hliðar.  

Svipaðan útbúnað þarf á Geysissvæðið.  Menn fara ekki inn eða út án þess að borga. Fólkið er stórhrifið af Strokki og hann selur svæðið.

Það þýðir ekki að tala um síaukinn ferðamannaiðnað ef við ætlum að kollsigla ferðamannastaðina. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur P Johnson

Dóri, Ég er hjartanlega sammála þér. Umgengi um þessa ferðamannastaði er til skammar. Víða erlendis er aðgangseyrir að þjóðgörðum, t.d. í Bandaríkjunum. Fórum í lítinn þjóðgarð rétt fyrir utan Washington D.C. fyrir nokkrum árum. þar var selt inn á svæðið en í staðinn fékk maður hrein klósett, piknik-borð, frábærar upplýsingar um svæðið,; sögu þess og náttúru. Áttum þar ánægjuegan dagpart í snyrtiulegu umhverfi og ekki hægt að merkja að svæðið væri vinsælt meðal ferðamanna svo vel var um það gengið.
Um áldarmótin fórum við til Nýja Sjálands. Þar er vel hugsað um ferðamanninn. Hvert sem maður fer, hvort það er í stórborg á borð við Christchurch eða Wellington, eða í smábæ með innan við hundrað íbúa, allsstaðar eru snyrtileg og aðgengileg klósett. Konan hafði að orði eftir að hafa heimsótt almenningssalerni á aðaltorginu í Christchurch, að Hótel Holt gæti verið stolt af því að hafa svona hreina og snyrtilega aðstöðu eins og þarna gerðist.
Enn hér, nei, nei, það má ekki. Allt er í nefnd. Enginn vill borga, allra síst þeir sem njóta þjónustuinnar (ferðasalarnir og þeir sem eru með einkaafstöðu til að selja veitingar eða mat á vinsælum stöðum). Var á ferðinni við Dettifoss fyrir örfáum árum. Þar voru nokkrar rútir á planinu og slatti af einkabílum. Margmenni - en klósettin voru biluð og allt var frekar subbulegt.
Almennt er ástandið ekki gott og hefur ekkert lagast í gegnum tíðina. Mér finnst rétt að selja inn á helstu ferðamannasvæðin og mér finnst rétt að ferðasalar og aðrir sem eru að taka miljónir (ef ekki miljarða) inn borgi fyrir afnot af þjóðargersemum okkar. Gjaldið þarf ekki að vera hátt, ekkert okur hér, en gjald verður að koma ef við eigum að geta tekið á móti öllu þessu fólki. Segjum svo að gjaldi væri ein Evra, eða einn dollar, ca. 150 til 200 ISK, góður dagur við Gullfoss gæfi af sér 2000 túrista X 200 kr = 400.000 kr fyrir daginn yfir hásumarið (120 dagar) það gerir 48 miljónir. Það er hægt að snyrta vel til fyrir 48 miljónir.... Ég set þetta fram svona bara sem tillegg í þess umræðu.

Pétur P Johnson, 12.6.2013 kl. 22:03

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta gamli vinur Pétur P.

Þú hefur annarlega lög að mæla því þu hefur yfirsýnina annarstaðar frá. Af hverju þarf þeta allt að vera svona subbulega gert hjá okkur ? Af hverju höfum við engan metnað sem þjóð að búa náttúruperlurnar okkar þannig úr garði að sómi sé að.Skilja það að það verður að vera klósettvörður á klósetti og hann og þrifin kosta pening og svo viðhald og stofn.

Halldór Jónsson, 12.6.2013 kl. 23:59

3 Smámynd: Örn Johnson

Sælir strákar.

Mér finnst þessi umræða um sérstakt gjald á ferðamenn fyrir að skoða náttúruperlur okkar svolítið á villigötum, fyrst og fremst vegna þess hve dýrt er að innheimta þetta. Það er nefnilega annar tekjumöguleiki fyrir hendi en hann er sá að VSK á gistingu standi fyrir tekjum í þessi gjöld, klósett & fl. Síðasta ríkisstjórn ákvað að hækka VSK á gistingu úr 7% í 14%. Gallinn var bara sá að þessi hækkun átti að renna beint í ríkissjóð. Hefði þetta verið lagt fram svona væri núverandi ríkisstjórn ekki að lækka þetta VSK þrep.

Annað: Við allir sem vinir Reykjavíkurflugvallar höfum áhyggjur af framtíð hans með núverandi fólk í borgarstjórn. Kvartað er yfir því að 101 Rvk sé ekki nógu þéttbyggt. Því þurfi að henda vellinum út á einni nóttu árið 2016. En hver er lausnin. Hún er auðvitað sú að ráðast í mun ódýrari uppfyllingar út í sjó na við Selvörina. Þar er hægt að byggja blokkir fyrir þetta fólk, eina og eina í einu, eftir því sem eftirspurn leyfir. Af hverju minnist enginn á þennan möguleika? Og ekki þarf að leggja flugvöllinn af. Berjist fyrir þessu!

Örn Johnson, 13.6.2013 kl. 00:40

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta var vitað fyrir nokkrum árum síðan, síðasta ár voru 20 flugfélög að fljúga á Ísland yfir sumartímann!

Hér er lausn til að dreifa álaginu og fjölga ferðamannastöðum:

http://lodmundur.com/main.php?g2_itemId=85

KPS

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.6.2013 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband