Leita í fréttum mbl.is

Bankaleynd

verður Óla Birni Kárasyni að yrkisefni á T24. Hann krefst þess að allir þingmenn Sjálfstæðismanna leggi fram frávísunartillögu við tillögu forsætisráðherra um upplýsingaöflun vegna skuldaleiðréttinga heimilanna.

Sem kunnugt er þá náði Óli Björn ekki kosningu til þings. Sem er um margt skaði því Óli Björn er með réttsýnustu mönnum og góður íhaldsmaður eins og þeir gerast bestir.  En dugar að vera svo fastur í hugmyndafræði að slíta nún stjórnarsamstarfi vegna einstaks máls ? Ég trúi því ekki að Óli Björn skilji að ríkisstjórnarmeirihlutinn verður að halda saman.

Auðvitað er marg rétt af því sem Óli Björn segir og margt á ekki að viðgangast í lýðræðisríki. Í Þýskalandi eru til dæmis 3 leyndarmál virt. Ríkisleyndarmál, bréfaleyndarmál og bankaleyndarmál.

Ekkert af þessu er virkt á Íslandi. Öllu er kjaftað og öllu lekið sem hægt er að stela og birta í DV til dæmis. Pósti er stolið og birtur á slúðurfjölmiðlum og sumir blaðamenn hreykja sér af upplýsingastuldi og neita að gefa upp heimildarmenn. Hver er afstaða Óla Björns sem blaðamanns til slíkra einkamála?

Svo er það skrípaorðið bankaleynd. Veit Óli Björn ekki að kommarnir eru löngu búnir að afnema hana? Skattstofurnar eru beintengdar inn í bankana og hafa upplýsingar um hverja krónu sem þar er í eigu einstaklinganna. Hvaða bankaleynd er þá verið að tala um? Jú, hverjir fá afskrifað og hverjir fá  lán. Það er þar sem helst er spillinguna að finna en ekki hvað menn eigi á bankabókinni.

Óli Björn ætti að útskýra hverig þetta getur samrýmst hans hugsjónum ef ekki má sannreyna í þessu sérstaka tilviki sem fyrir dyrum stendur, að menn eigi skilið skuldaleiðréttingu. Auðvitað er þetta allt hið skelfilegasta mál að svona skuli komið fyrir þjóðinni að við þurfum að standa í þessu. Enginn vildi taka undir þá leið, að leiðrétta skuldirnar með einföldum flutningi vísitölunnar afturábak fyrir alla frá 2007-2008 og höfuðstólslækkun í hlutfalli við það með annað óbreytt. Þeir sem eru farnir á hausinn og búnir að missa allt yrðu að fá aðra úrlausn og nýjir skuldarar fengju auðvitað ekkert. Svo vildi ég líka nota gjaldeyrishöftin til að bæta kjör almennings í stað taxtahækkana. Færa handstýrt gengið niður og lækka verðlag í stað þess að hækka það.  En enginn vildi heyra það heldur. 

Auðvitað ætti hér að ríkja bankaleynd, bréfaleynd og ríkisleynd. En Ísland er sú tegund af lýðræði að þetta er ekki hægt. Við getum því bara haft neðanjarðarhagkerfi, einkavinavæðingu  og hverskonar svindl og pukur en ekki neitt heiðarlegt eða uppi á borðinu þó að Óli Björn vilji hafa slíkt í hávegum. Allt okkar kerfi er orðið svo sjúkt og rotið að það er ekki í augsýn. Og veruleg siðferðisbót er ekki í augsýn að mínu viti.

Og líklega er það svo um alla veröld að Stóri Bróðir er allstaðar meira nálægur en var. Sjáið bara hvernig Svissarar melda þýska skattsvikara, þýskar skattstofur kaupa stolnar upplýsingar af glæpamönnum  og Danir borga verðlaun fyrir að menn kæri nágrannann. 

Ég vona að menn slíti ekki stjórnarsamstarfinu strax því mér finnst margt ógert þó við séum ekki að gera mál úr einhverri bankaleynd sem er í rauninni ekki til á Íslandi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 3419713

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband