Leita í fréttum mbl.is

Aflakrati

er Árni Páll Árnason. Hann fékk 39 milljónir fyrir ráðgjöf sína til Íbúðalánasjóðs á árunum 2004-2008 eða 56 % alls lögfræðikostnaðar sjóðsins á þessum tíma.

Á sama tíma og þessi vinna Árna Páls stendur yfir er hann auk þess:

1.Í ráðgjafanefnd um opinberar eftirlitsreglur

2, Í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður

3, Lögmaður með eigin rekstur

4, Starfsmaður ráðherraskipaðra nefnda, m.a. nefndar um endurskipulagningu utanríkisþjónustunnar og nefndar um fjármál stjórnmálaflokkanna, 

5, Stundakennari í Evrópurétti við háskólanna í Reykjavík

6. Í stjórn Evrópuréttarstofnunar Hákólans í Reykjavík

7. Formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs

8. Í heilbrigðis og trygginganefnd Alþingis 

9. Alþingismaður

Hann tekur við embætti Félags og tryggingamálaráðherra í norrænu velferðarstjórninni 2009-2010

Sem sagt er Árni Páll mikill vinnu-og aflahestur og stendur fé hans víða fótum. Alikratar voru sagðir í mínu ungdæmi alast fyrirhafnarlítið á  opinberu fé. En Árni Páll er harðduglegur einkaframtaksmaður og því ný kynslóð krata sem nefna mætti aflakrata.

En það leiðir hugann að því hvort helmingaskiptaflokkunum sem Steingrímur J. hrópaði yfir í gær, beri alfarið ábyrgð á ástandinu hjá Íbúðalánasjóði? Var eitthvað sem brást í ráðgjöf sjóðsins á þeim árum sem verst lét?

Eru aflakratar alveg fyrir utan það að bera ábyrgð? 

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Að benda á Árna Pál í þessu sambandi er bara útúr snúningur Halldór.

Framsóknarflokkarnir TVEIR Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bera alla ábyrgð á þessu klúðri og hvort þessi eða hinn hafa starfað sem einstaklingur fyrir þá breytir engu um það.

Skil ekkert í þér sem ert eins og ég fylgjandi frelsi einstaklingsins og baráttu maður gegn HÖFTUM OG EINOKUN að styðja þetta Eimreiðarlið sem allir eru Framsóknarmenn?

Ólafur Örn Jónsson, 4.7.2013 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband