9.7.2013 | 18:20
Við viljum verðtryggingu!
segir fólkið sem er búið að hlusta á sönginn í Jóni Magnússyni og hirðmönnum hans sem erum búnir að þruma stöðugt um nauðsyn afnáms verðtryggingarinnar. Það tekur einfaldlega verðtryggðu lánin umfram þau óverðtryggðu svo sem nýjustu fréttir herma.
Getur það verið af þvi að það telur að Framsóknarmenn til dæmis muni gera leiðréttingar á höfuðstólnum með reglulegu millibili eins og nú á að fara að gera á haustmánuðum? Þá á að lækka alla höfuðstóla fyrir útvalda árganga verðtryggðra lána og nota til þess almannafé. Svo verður það búið og lífið gengur sinn gang. Ein kynslóð hefur fengið happdrættisvinning og enginn tapað persónulega. Þangað til að næst kemur hrun og kosningar. Þá verður hægt að endurtaka leikinn.
Þessi fimbulfambumræða er búinn að dynja á manni sýknt og heilagt. Afnám verðtryggingar er allra meina bót segja menn. En hverjir? Bara skuldararnir? Ekki sparendurnir ð minnsta kosti. Það er eins og menn skilji ekki að í verðbólgulandi verða menn að finna einhverja aðferð til að vernda fjármagnið sitt. Enginn af prédikurunum hefur viljað svara mér því á hvaða vöxtum þeir sjálfir vilji lána mér sína peninga til tuttugu ára til dæmis. Þá tala þeir bara um nauðsyn lágra vaxta og þar fram eftir götunum og út í móa.
Það er megingalli á verðtryggðu lánunum að vextir af þeim hafa verið keyrðir upp fyrir velsæmismörk. Því valda lífeyrisssjóðirnir sem hafa sett sér kröfur um 3.5 % ávöxtun sem lágmark. Til þeirra voru líka gerðar kröfur að fara vel með peninga fólksins og tapa þeim ekki í vitleysu og flotterí. Það hafa þeir haft að engu og því verður að hafa enn hærri vexti á verðtryggðum útlánum til þeirra sem borga af sínum lánum því þeir verða auðvitað að borga fyrir þá sem ekki borga.Það er algerlega óútskýrt hversvegna bankar vilja ekki lána verðtryggt til skamms tíma. Hversvegna getur maður ekki lagt inn á verðtryggða bók í 3 mánuði með núll vöxtum en bara í þjú ár með einhverjum smávöxtum? Og borga svo fjármagnstekjuskatt af verðbólgunni sem er algerlega fáránlegt.
Svo hafa þeir sömu prédikararar heldur aldrei svarað því hvernig við eigum að fá fólk til að spara peninga og geyma? Sem er þó talið bæði dyggð og þjóðhagkvæmt? Það er eins og sá þáttur sé ekki til í þeirra höfði? Allt talið snýst um lántakendur sem fá lánaða einhverja prentaða peninga sem bankar búa til? Eða svo segja Framsóknarmenn. Fólki er sagt að innlán séu ekki í neinu samhengi við útlán banka og það er rétt ef bankamargfaldarinn fær að leika eftirlitslausum hala eins og var fyrir hrun.
Og þannig er það líka í praxis. Það er ekkert gert til að örva sparnað en allt gert til að auka eyðslu og lántökur. Þannig er hinn íslenski fjármálaveruleiki. Sjónhverfingar og pappírstungl, bréfarugl og bankakreppur og svo afskriftir til útvaldra. Enginn á að fara vel með peninga. Öllum peningum skal líka stolið skipulega ef öllum sem þá vilja eða verða að eiga í bönkum. Neikvæðir vextir eru í öllum bönkum og þeir eru bara fífl sem eru ekki til að gíra sig í botn og skuldsetja og græða á því.
En fólkið hefur valið verðtrygginguna til langs tíma núna hvað sem sagt hefur verið um hennar vonsku. Verðtryggðu lánin eru nú valkvætt val fólksins umfram óverðtryggðu lánin. Spurningunni minni um óverðtryggðu vaxtaprósentuna hefur verið svarað af þeim sem eru að lána.Það bjóðast bara endurskoðaðir vextir eftir skamman tíma sem enginn þorir að taka. Verðtryggingin er hlutlaus með föstum vöxtum, Hún er réttlát nema bara að því að vextirnir eru of háir vegna lífeyrissjóðanna.
Það er ekki allt sem sýnist og sagt hefur verið um verðtrygginguna. Hún var myndbirting skynseminnar á erfiðum tímum sem Íslendinga áður skorti. Hún getur verið okkur til bjargar sem þjóð ef við beitum almennri skynsemi. Ólafslög voru studd af öllum stjórnmálaflokkum. Það er búið að rægja þau svo mikið að til vandræða er. Fólkið sýnir það nú í verki að það kann að meta þau.
Við viljum verðtrygginu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ágæti Halldór það eru fleiri en ég og hirðmenn mínir sem telja fráleitt að neytendalán þ.m.t. húsnæðislán neytenda séu verðtryggð. Ef setja ætti á verðtryggingu í dag þá virðist mér það ekki mundu ganga miðað við þær tilskipanir Evrópusambandsins sem við höfum samþykkt sem lög hjá okkur. En svo má vexti keyra umfram velsæmismörk á óverðtryggðum lánum að fólki detti til hugar að verðtrygging geti verið betri. En á endanum er það aldrei þannig. Þetta eru verstu lánin sem hægt er að taka.
Af hverju ættum við ekki að geta hagað lánamálum okkar eins og aðrar þjóðir í okkar heimshluta. Dettur einhverjum í hug að við getum verið í fremstu röð og boðið upp á mannsæmandi lífskjör með verstu lánakjör í Evrópu, gjaldeyrishöft og ónýtan gjaldmiðil, dýrurstu landbúnaðarvörur í Evrópu. Mestu styrki til landbúnaðar í Evrópu. Flesta starfsmenn í utanríkisþjónustu hlutfallslega. Námstíma til stúdentsprófs tveim árum lengri en annarsstaðar í Evrópu. Af hverju ekki að horfast í augu við raunveruleikann Halldór og reyna að koma þessu landi í besta flokk í stað þess að berja höfðinu við steininn.
Jón Magnússon, 9.7.2013 kl. 23:37
Dóri vinur minn...er ekki allt í lagi? Ég ét upp eftir þér: "Verðtryggingin er hlutlaus með föstum vöxtum, Hún er réttlát nema bara að því að vextirnir eru of háir vegna lífeyrissjóðanna"
"RÉTTLÁT" hún - hvaða endemis kjaptæði!!! Þú hljómar núna rétt eins og talsmaður félagsskapar fjárfesta.
Það er vissulega rétt að mikinn kjark - eða kjánahátt - þarf til að taka óverðtryggð lán með opnum vaxtaendurskonunarákvæðum að vali lánveitanda.
Stóra ÓRÉTTLÆTI verðtryggingarinnar birtist m.a. í því að ÍLS lánaði stórum hluta þjóðarinnar - en eingöngu vegna raunverulegra húsnæðiskaupa til eigin nota - með veði í fasteigninni sem keypt var fyrir lánsféð. Síðan hrundi verðmæti fasteignanna auk þess sem þær urðu óseljanlegar. Þegar Jóhönnuogsteingríms-stjórnin síðan blóðmjólkaði almenning með sköttum og gjöldum, belgdust verðtryggðu húsnæðislánin út vegna rangra viðmiðunarforsendna. Það er t.d. ekkert samhengi í því að húsnæðislán almennings hækki vegna misheppnaðrar prívatútrásar pólitíkusa sem stýrðu Orkuveitu Reykjavíkur - eða þegar eldsneyti rýkur upp í verði og er skattlagt eins og enginn sé morgundagurinn. Ófyrirgefanlegu "mistökin" voru, að ekki skyldi hreinsað til í vísitölugrunninum áður en almenningi var gert að bera hrunið.
Þorkell Guðnason, 10.7.2013 kl. 01:03
Hvað kom fyrir þig Halldór minn?
Það sem ég hef lesið og skilið í pitlinum hér að ofan er að þú ert á móti afnámi verðtryggingar, en samt viltu ekki lifa við afleiðingar verðtryggingar. I am a little bit confused.
Þú spyrð af hverju fólk leggi ekki fyrir á banka, það er ósköp einfallt mál; verðbólgan étur upp innistæður sem eru lagðar inn á banka vexti sem eru yfirleitt undir verðbólgu.
Ég er með dæmi um slíkt; 1951 voru mér gefna Kr. 50 í skírnargjöf sem var lagt inn á bankabók hjá Landsbankanum. Í þá daga borguðu foreldrar mínir Kr. 200 í húsaleigu á mánuði. Þannig að Kr. 50 var töluverð upphæð á þeim tíma.
Árið 2009 ákvað ég að taka út þessar Kr. 50 plús vextii og fékk rúmmlega Kr. 300 sem ekki hefði dugað fyrir pylsu og kók á bæjarins beztu.
En mér var tjáð að ég gæti fengið mikið meira fyrir sparfésbókina, ef ég vildi selja hana, svona gengur bankakerfið á innustæður almennings.
Meðan lán eru verðtryggð og verðbólgan á fullri ferð, þá er ekki von á góðu og erfit að spara í íslenzkum gjaldmiðli, af því að þær frænkur Verðbólga og Verðtrygging vinna saman í því að gera sparibókainnistæður að engu og gera kaupmátt lántakanda minni og minni.
Það er búið að merg sjúga almenning með verðtryggðum lánum í áratugi og áróðurinn um að það sé algjör vitleysa að afnema verðtryggingu hefur rignt yfir þjóðina í áratugi.
Hver ættli ástæðan sé að fólk er í dag að taka verðtryggð lán?
Sennilega að lánveitendur hafa of háa vexti á óverðtryggðum lánum þannig að fólk hefur ekki efni á því að taka óverðtryggð lán?
En verðtryggðlán koma til með að verða dýrari og kanski kemur lántaki aldrei til með að eignast húsnæðið 100% af því að þær frænkur Verðbólga og Verðtrygging bæta við höfuðstólinn.
Og svona í lokinn; ég veit að þú mannst eftir víxlunum sem voru notaðir hér áður fyrr til að kaupa á húsnæði. Hefðir þú tekið víxil sem enginn upphæð er skrifuð á og leift bankanum að fylla inn upphæðina seinna?
Það er nákvæmlega það sama og er að gerast með verðtryggð lán af því að lántakandi veit ekki hvað hann kemur til með að greiða fyrir skuldina.
Þess vegna eru verðtrygðlán ekki notuð í all flestum öðrum löndum eða ekki öllum öðrum löndum nema á Íslandi.
Kveðja frá London.
Jóhann Kristinsson, 10.7.2013 kl. 06:19
Nú verð ég að vera með smá leiðindi við þig Halldór minn. Þetta blogg þitt er eitt alsherjar bull!
Fyrir það fyrsta er ekki að sjá að innistæðueigendur fái sitt fé verðtryggt þó það sé geymt á slíkum reikning í banka. Þetta má sjá með því að fara á heimasíður bankanna og skoða þá kosti sem í boði eru. Ef ákveðin upphæð er tekin og lögð á bankabók, annars vegar verðtryggða og hins vegar óverðtryggða og ákveðin verðbólga valin, t.d. meðaltal síðustu tuttugu ára, er eign innistæðunnar nánast sú sama að þessu ákveðna tímabili loknu.
Ef hins vegar sömu forsendur eru notaðar og lán tekið úr sama banka, annars vegar verðtryggt og hins vegar óverðtryggt verður þessi munur hróplegur. Sá sem tekur verðtryggða lánið borgar margfallt meira í heild en sá sem er með óverðtryggt.
Þetta á að vera hægt að sjá á reiknivélum bankanna, nema þeir séu nýlega búnir að loka fyrir slíkann samanburð. Ef lánþeginn er að greiða sanna upphæð af verðtryggu láni og græða af óverðtryggðu, er ljóst að innistæðieigandinn tapar í báðum tilfellum. Það er því spurning hvert þessi mikli mismunur fer og þar ættu innistæðieigendur að krefjast sagna af bönkunum.
Varðandi þá fullyrðingu að verðtryggð lán séu að aukast aftur, eins og fram kemur í fréttum, þá ætla ég ekki að efast um það. Það má hins vegar skoða hvers vegna slíkt er að ske.
Í viðskiptum banka við lántakendann er sá síðarnefndi í flestum tilfellum undir. Fólk tekur lán af því vantar pening. Því er það í raun á valdi bankans að ákveða hvert lánsform viðtakandi þarf að gangast undir. Ef bankinn vill að lántakandinn taki frekar verðtryggt lán hefur hann einungis um það að velja hvort hann tekur lán eða ekki. Lántakandinn hefur enga aðstöðu til að skipa bankanum fyrir.
Því má kannski ætla að sú aukning sem hefur orðið á verðtryggðum lánum, upp á síðkastið, sé vegna þess að bankarnir nýti sér þennan aðstöðumun. Það er jú þeirra hagur að sem flestir taki slík lán. Ekki skiptir það máli fyrir innistæðueigendann.
Því verður aldrei hægt að hafa val um verðtryggð eða óverðtryggð neytendalán. Aðstaða lántakenda gagnvart bönkum býður ekki upp á slíkt. Eina leiðin er að setja bann á verðtryggð neytendalán.
Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að verðtryggð lán eru þannig upp byggð að afborgunarbyrgði fyrstu árin er minni en af óverðtryggðum lánum. Þegar fólk tekur lán til kaupa á fasteign horfir það fyrst og fremst til greiðslugetu og fáir horfa lengra en til eins árs, þó lánið sé til 25 eða 40 ára. Því eru margir að taka lán sem er í raun umfram greiðslugetu, jafnvel þó verðbólgan sé ekkert óskapleg. Óverðtryggð lán myndu útiloka slíkt.
Kannki er þetta blogg þitt grín Halldór, en ef ekki ættir þú að skoða þetta mál örlítið betur.
Gunnar Heiðarsson, 10.7.2013 kl. 07:12
Smá viðbót.
Ólafslögin sem sett voru 1979 voru sett í neyð. Áratuginn þar á undan hafði verðbólgan sveiflast frá 20% upp í 40% og slíkt var með öllu óviðunnandi. Því voru sett lög sem verðtryggði bæði lán og laun.
Næsti fjögur ár æddi verðbólgan upp og komst yfir 100%. Þá var gripið inní og verðtrygging launa afnumin. Við þetta lækkaði verðbólgan nokkuð, en komst þó ekki niðurfyrir 20% og sveiflan uppávið var nokkur.
Svona gekk fram undir byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þá settust menn niður og gerði hina margfrægi þjóðarsátt. Nú loks hafð tekist að ná tökum á verðbólgunni og frá seinni hluta þess áratugar og allt fram undir 2008 var verðbólgan hér á landi vel viðunnandi, hélst undir 5% mestann þann tíma. Rétt eftir aldamót kom smá verðbólguskot þegar netblaðran sprakk, en það stóð stutt.
Það er því fráleitt að halda því fram, í ljósi sögunnar, að Ólafslögin hafi náð tökum á verðbólgunni, eða að verðtrygging eigi þar einhvern þátt. Það var sátt í þjóðfélaginu sem vann það þrekvirki að kveða niður verðbólgudrauginn. Sátt sem oftast er kennd við þann ágæta mann Einnar Odd Kristjánsson.
Til að slík sátt geti myndast verða allir að koma að borðum og Einari tókst það þrekvirki að sameina alla að sama markmiði. Hin síðari ár hafa nokkrir hellst úr lestinni og má þar fyrst og fremst nefna verslun og þjónustu. Þar er allt látið út í verðlagið, hverju nafni sem það nefnist. Bankarnir hafa verið duglegir við að halda sér utan slíkrar sáttar og má upphaf þess rekja til þess er samviskulausir menn réðu þar ríkjum. Þeirra arfleifð fylgdi með við stofnun nýju bankanna. Síðustu fjögur ár hafa stjórnvöld þó verið duglegust við að vinna gegn þeirri sátt sem hér tóks að gera, undir stjórn Einars Odds.
Því verður enn meira þrekvirki að koma á nýrri sátt. Hvort landið á einhvern skörung eins og Einar Odd, í dag, er ekki séð, en slíkann mann þarf til verksins.
Hitt er ljóst að slíkann mann þarf að finna, mann sem hefur kjark og getu til að sameina alla að einu borði. Annars fer illa.
Ef aftur næst slík sátt skiptir í raun ekki máli hvort lán eru verðtryggð eða ekki. Hitt er annað mál að auðveldara væri að vinna á verðbólgudraugnum ef verðtrygging væri afnumin. Hún ein og sjálf er eldsneyti á verðbólguna.
Gunnar Heiðarsson, 10.7.2013 kl. 07:53
Sæll Halldór,
Mig minnir að bönkum sér bankað að taka við verðtryggðum innlánum nema til lengri tíma en 36 mánuði. Þetta er auðvita stórfurðulegt eins og þú segir.
Það sem gerir lán svona dýr á Íslandi er fjármögnun í óstöðugu og sveiflukenndu kerfi. Það er aðeins hægt að veita lán á föstum vöxtum til 20-40 ára ef þau eru verðtryggð. Dýrustu lánin eru alltaf þau sem hafa fasta vexti til 40 ára þegar vaxtakúrfan er með jákvæðan halla og það er hún að jafnaði á Íslandi. Hins vegar er umhugsunarvert hvers vegna 20 ára og 40 ára verðtryggð lán hjá ÍLS bera sömu vexti. Ef miðað er við ávöxtunarkröfu á 30 ára skuldabréfum er verið að niðurgreiða vextir á 40 ára lánum og 20 ára lánin eru of dýr. Þessi verðlagning hvetur alla til að taka 40 ára lán sem þarf svo að borga af í ellinni! Enginn eldri en 27 ára ætti að taka 40 ára lán.
Bankarnir í dag festa ekki vexti lengur en til 3ja eða 5 ára á bæði verðtryggðum og óverðtryggum lánum annars eru bankalánin á breytilegum vöxtum sem er auðvita eðlilegt þegar stærsti hluti fjármögnunar bankanna eru innlán en ekki skuldabréf. Þegar litið er á skuldabréfaútgáfu bankanna er spurning hvort þeir séu ekki að taka of mikla fjármögnunaráhættu á 5 ára fastvaxtalánum. Íslandsbanki býður aðeins upp á 3ja ára fastvaxtalán og virðist því búa við minnstu fjármögnunaráhættuna af stóru bönkunum.
Það að lána á föstum vöxtum til lengri tíma þegar fámögnunin er kvik innlán er stór hættulegt eins og "savings and loan" hrunið í USA upp úr 1990 ætti að kenna fólki.
Svo er spunring hvort ekki sé einfaldlega best að taka lán á breytilegum vöxtum á Íslandi, það eru þeir vextir sem mest samkeppni er um og bankarnir þurfa sjálfir að taka ákvörðun um að hækka þá, þeir hækka ekki sjálkrafa eins og verðtryggð lán gera með aukinni verðbólgu. Það eru vextir sem bankarnir eru tregastir við að hækka.
Andri Geir Arinbjarnarson, 10.7.2013 kl. 08:16
Ekki held ég að fastavextir í BNA hafi haft mikið með það að gera að Savings and Loan Crisis (S&L) in the 1980´s hafi haft mikið með það að gera.
Það sem breytitist var að fjárfestingabankar mátu vera með viðskiptabanaka starsemi samt ekki að fullu frjálsræði.
Þetta skapaði samkepni um lánveitingar milli fyrverandi fjárfestinga banka og viðskiptabanka, sem að S&L gátu ekki staðið undir samkeppnini og lentu í fjarhagsvandamálum.
Ástæðan var að fjárfestingabankarnir gátu fjármagnað lægri vexti með tekjum af fjárfestingum, en S&L höfðu bara vextina af lánum og gátu ekki staðist að bera kostnað af starfsemini. Þessi breyting gerðist á valda tíma Jimmy Carter.
Verðbólga í BNA var um 15% in the late 1970´s og early 1980´s og það var Paul Volker as a Fed Chairman sem hækkaði vextina (tvöfaldaði þá ef ég man rétt) sem kom verðbólguni til að lækka og þetta hjálpaði ekki S&L sem gátu ekki staðist áfallið afþessum miklu vaxtabreytingum og yfir 700 S&L fóru á hausinn á næstu 15 - 20 ár.
Svo var opnað algjörlega fyrir fjárfestingbanka að gera það sem þeir vildu í lok síðustu aldar. Þá fór af stað fasteignabóla og lántakendur þurftu ekki að sanna að þeir væru borgunarmenn fyrir þessu eða hefðu atvinnu. Bankarnir voru að græða á fjárfestingararmi bankans böndluðu lánin og seldu út um allan heim. Þessi breyting gerðist í valdatíð Bill Clinton.
Svo sprak bólan 2008 og tók með sér fjárfestingabanka og viðskiptabanka.
Fastavextir til 30 eða 40 ár eru og hafa altaf verið til boða en eru 1% til 2% hærri en breytilegavaxtalán á 30 ára lánum.
Ég skrifaði undir 30 ára fastavaxtalán í Las Vegas síðastliðin febrúar 4% fastavexti, en breytilegvaxtalán gat ég fengið á 2%.
Kveðja frá London.
Jóhann Kristinsson, 10.7.2013 kl. 11:12
Jóhann,
"S&Ls made long-term loans at fixed interest using short-term money. When the interest rate increased, the S&Ls could not attract adequate capital and became insolvent"
Þetta er leikur sem íslensku bankarnir léku líka, það eru alls konar útgáfur til af þessu. Ef ekki er gætt að jafnvægi eigna og skulda megin þá er voðinn vís.
Andri Geir Arinbjarnarson, 10.7.2013 kl. 13:31
Rétt er það Andri ég var að benda á að það var ekki bara langtíma fastir vextir sem fóru illa með S&L.
Það var fjárfestabankar sem komust inn á markaðinn og gátu boðið upp á lága vexti vegna þess að þeir fengu tekjur frá fjárfestinga arm bankans og til að geta verið í samkeppnini þá urðu S&L að bjóða það sama en S&L, höfðu bara vexti sem tekjur. Þess vegna gátu S&L ekki staðið undir rekstrarkostnaði.
Ekki bætti Paul Volker the Fed Chairman stöðu S&L þegar hann tvöfaldaði vexti og það sem þú skrifar á ensku gerðist.
Ef að fastavextir væru svona slæmir þá væri ekki boðið upp á þá í dag.
Þetta var samspil sem var að gerast í fjármálum BNA en ekki eitthvað eitt sem komu S&L í slæma fjárhagsstöðu, það var allt og sumt sem ég var að benda á.
Kveðja frá London.
Jóhann Kristinsson, 10.7.2013 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.