Leita í fréttum mbl.is

Aðför Hjörleifs að þjóðarblóminu

mínu, lúpínunni góðu frá Alaska, í Morgunblaðinu í dag, gerir stóra beyglu í þá brynju umburðarlyndis sem ég hef íklæðst til varnar honum vegna margra góðra hluta sem hann hefur látið frá sér fara á seinni árum. Við erum samherjar í Evrópumálum og því að Íslendingar láti ekki plata sig í viðskiptum við heimsins skálka svo eitthvað sé nefnt.

En þarna fer Hjörleifur  langt útfyrir þau mörk sem ég þoli. Ég varð fyrir því einu sinni að eyðileggja bílinn minn á Mýrdalssandi. Þökk sé lúpínunni eru lítil líkindi á því að það myndi gerast í dag. Ég man holtin uppblásnu í kringum Reykjavík í gamla daga. Nú sýnir maður erlendum ferðamönnum þessar yndislegu bláu breiður fullur af stolti. Hjörleifur segir að lúpínan kæfi  berjalyngið. Það er í besta falli ósatt og ég get sýnt Hjörleifi dæmi um sambýli lúpínu og lyngmós.

Engin jurt hefur gert meira til að endurheimta landgæði íslands en lúpínan. Það sanna víði-og birkibrúskar sem teygja sig upp úr bláu breiðunum. Líklega afkomendur þess viðs sem Ísland var vaxið frá fjöru til fjalla áður en sauðkindin kom til. Engin jurt verðskuldar því meira að hljóta útnefningu sem "þjóðarblóm" Íslands. Það er hún í mínum augum að minnsta kosti.

Ég þoli ekki aðför og rógskrif Hjörleifs Guttormssonar að þjóðarblóminu mínu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband