Leita í fréttum mbl.is

Framleiðsla fornminja

er að fara á nýtt stig. Menn voru búnir að fá upp í kok af beituskúrs-eða kamarsbyggingu Árna Johnsen við hlið Skálholtskirkju. Þetta skelfilega skrípi sem stendur eins og krabbameinsæxli við hlið kirkjunnar.

En þetta á bara að verða forsmekkurinn sem þessu fólki dettur í hug. Nú á að reisa timurkirkju eftir gömlum skissum útlendra ferðamanna. Sjálfseignarfélag segja þeir. Trúir einhver því að ríkið eigi ekki að borga?

"Þagað gat ég þó með sann, þegar hún Skálholtskirkja brann" sagði kerlingin. Vonandi brennur Þorláksbúð sem fyrst og ýtt verður yfir ósómann. Vonandi brenna allar spýtur sem þetta lið kemur með í Skálholt til að framleiða fornminjar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Lárus Árnason

Sæll Halldór! Það er lítil von til þess að nokkur spýta brenni við byggingaskúlptúra Árna Johsen á næstunni, vegna rigningar sem mun vara óslitið við Skálholt þar til núverandi ríkisstjórn er búinn að efna kosningaloforðin...........

Eðvarð Lárus Árnason, 18.7.2013 kl. 19:37

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju ekki?

Japanir smíða bara sínar fornmynjar uppá nýtt ef kviknar í þeim (sem virðist gerast með óreglulegu millibili) svo þar er fátt eldra en 20 ára.

Osaka kastali er t.d ekkert gamall. Því það kviknaði víst í honum. Og Hiroshima kastali fuðraði upp einn daginn fyrir ekkert of löngu. En var endurbyggður.

Allt áhugaverðar byggingar, sem slíkar.

Af hverju megum við ekki gera þetta líka þá?

Eða kannski ganga lengra: smíða okkur eftirlíkingu af vitanum í Alexandríu. Það væri töff.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.7.2013 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband