31.7.2013 | 09:29
Stjórnkerfið
okkar er löngu komið út um víðan völl. Allt of mikil völd eru komin á sjálfstýringu í þjóðfélaginu með allskyns innfluttu reglugerðarbulli sem við gleypum gagnrýnislaust frá Evrópu. Þetta tel ég vera árangur af sífelldri moldvörpustarfsemi kratískra elementa í þjóðfélaginu um áratugaskeið. Öllum er kunnug sú firnaáhersla sem þeir leggja á að afsala fullveldi landsins til erlendra ríkja og koma Íslandi í ESB.Meðan það ekki tekst hafa hægri menn látið nota sig í að þrykkja þessu hér inn um bakdyrnar með EES samningunum og Schengen sem Sjálfstæðisflokkurinn lofsöng á síðasta landsfundi.
Leiðarhöfundur Morgunblaðsins lýsir þessu í hnitmiðuðum orðum í dag: Grípum niður:
"...... Framhjá því verður ekki horft að fleiri skref af því tagi þýða að svigrúm einstaklinganna er takmarkað að sama skapi. Stór hluti jarðarbúa býr við þær aðstæður að það er aldrei spurt um slíkt framsal valds og takmörkun á frelsi. Þar er einfaldlega hrifsað með þeim röksemdum sem koma úr byssukjafti eða glampa á sverðsegg. Íslendingar hafa síðustu öldina verið í hópi með þeim minnihluta í veröldinni sem hefur meira um sín mál að segja en meirihluti jarðarbúa um sín.
Aukið vald hins opinbera hefur því oftast komið til með samþykki kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, á þingi þess eða í sveitarstjórnum. Fyrir aðeins mannsaldri voru fundardagar Alþingis miklu færri en þeir eru núna. Samt þykir sumum nóg um fjarveru þingmanna sinna úr fundarsalnum, þar sem þeir rétta upp höndina ótt og títt (nota nú aðeins einn putta á takka) og samþykkja það sem fyrir þá ber, frá stofnunum eða ráðuneytum, en þó í vaxandi mæli utan úr buskanum í Brussel. Þann bunka, sem stækkar ört, er opinbert leyndarmál að enginn þingmaður les: »Enda þýðir það ekkert,« eins og viðbáran hljómar, og er því miður bæði sönn og rétt. Það er í raun niðurlægjandi að vera þingmaður í slíku hlutverki....
.... Mjög æskilegt væri að fækka þingdögum verulega og draga úr prófarkalestri nefnda og þar með afgreiddum málum. Tími til raunverulegrar stjórnmálaumræðu yrði rýmri og þingmenn ættu fleiri stundir með fólkinu í landinu. Þá gæti hægt á skerðingum á réttindum fólksins í landinu, svigrúmi þess til athafna og óþörfum íþyngjandi reglusetningum af hvers konar tagi. ....
.....Ef t.d. er horft til þess hvernig eftirlitsiðnaður hefur belgst út á undanförnum áratugum á meðan þrengt hefur verið að hinni almennu löggæslu getur enginn efast um að þar er öfugþróun. Eftir sífellda fjölgun höfum við nú her manns í að þýða tilskipanir frá Brussel á sama tíma og eini raunverulegi neyðarherinn í þessu landi, lögreglan, er skorinn niður við trog.
Stofnun eins og Samkeppnisstofnun hefur um háa herrans tíð virst ganga erinda eins helsta einokunaraðilans og teygt sig með ævintýralegum hætti til að réttlæta þá sérkennilegu þjónustu. Hugmyndin með slíkri stofnun er ekki fráleit, en reynslan sýnir að hún mætti að skaðlausu hverfa.
Fjármálaeftirlitið hefur verið þanið út þótt ekkert í uppbyggingu þess nú bendi til þess að það hafa meiri burði til að andæfa þróun bankakerfis í bóluátt en var á meðan þar var mun fámennara. Tugir manna starfa nú við að semja smásmyglisspurningar og svara þeim, án þess að þær hafi nokkra efnislega þýðingu varðandi þróun og réttlæti að blása eftirlitið út með þeim hætti sem gert var.
Framkvæmdastjóri verslunarinnar Kosts hefur birt hér í blaðinu reynslu sína af viðskiptum við opinbera stofnun sem snýr að honum. Þar er um Matvælastofnun að ræða. Lýsingar framkvæmdastjórans eru líkastar því að koma úr revíu. Opinberar stofnanir sem jafnt og þétt hafa fengið ríkari valdheimildir hafa margar sýnt að þær kunna ekki með þær að fara. Þær gæta ekki meðalhófs. Þær svara ekki eða eins og út úr kú athugasemdum þolendanna, sem eru hluti almennings í landinu. Gerðar eru óbilgjarnar kröfur til þeirra sem í myllu stofnananna lenda, en síðan er dregið á langinn að gera hreint fyrir sínum eigin dyrum. Eins og bent hefur verið á, þá virðist iðulega út frá því gengið að í samskiptum við slíkar stofnanir hafi sönnunarbyrðinni heimildarlaust verið snúið við.
Gagnslausar stofnanir, eins og Umboðsmanns neytanda (sem virðist ein umsvifamesta framboðsskrifstofa landsins) eða Neytendastofa eru bein dæmi um ömurlega sóun almannafjár. Eftirlitsiðnaðurinn verður að skilja að hann er þjónustustarfsemi í eðli sínu en ekki búrókratískur yfirgangsiðnaður. Því miður er þess ekki að vænta að mikil breyting verði í þessum efnum á þessu kjörtímabili. "
Hér er talað tæpitungulaust og af þekkingu. Það veldur því furðu þegar Jón Hákon Magnússon skrifar neyðaróp í sama blað um að Íslendingar lokist út í kuldanum ef ESB og USA geri fríverslun.Ekkert er fráleitara. Þvert á móti mun ESB verða að slaka á vitleysunni varðandi efnin sem eru að drepa Sullenberger og fleiri og Bandaríkjamenn að samræma eitthvað já sér. Við njótum góðs af hvoru tveggja. Ég held að HJörtur Gíslason hafi komist nær þessu efni í grein í Mbl. á síðasta laugardag.
Kratískur undirlægjuháttur Íslendingavið upptöku fyrirskipana frá embættiskerfinu í Brüssel, sem enginn kaus eins og Farage benti á frægri ræðu, er löngu orðin della. Við eigum sem fullvalda þjóð einungis að nýta það sem okkur passar eins og Ögmundur gerði við Núpó en Hanna Birna snéri við í forundran landsmanna. Nú má Núpó kaupa það sem hann vill en Íslendingur má ekkert kaupa í útlöndum vegna gjaldeyrishafta.
Niður með óþarfa stofnanir Íslendinga sem flestar eru hvort sem er kratabæli. Foringinn okkar hann Björgvin Jónsson í Vaðnesi sagði oft í Sundlaugunum fyrir svona tveimur til þremur áratugum þegar efnahagsmálin bar á góma: " Minnkum ríkisböllinn, lokum Háskólanum!"
Hefur eitthvað breyst þó eftirlitskerfin og Háskólarnir hafi tútnað út sem aldrei fyrr?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Fyrst og fremst er það útgerðarspillingin sem ógnar velferð þessarar þjóðar. Við höfum orðið að hlíta því að arðurinn af dýrmætustu auðlind okkar er miðaður við hagsmuni fáeinna fjölskyldna.
Hversu miklu hefðum við getað komið i verk, og hversu vel hefðum við getað byggt upp heilbrigðisþjónustu og velferðarkerfið fyrir allan þann sjávarafla sem við hefðum getað dregið á land og gert að verðmætum - en skildum eftir í hafinu til að vernda kvótagreifana?
Ég er að tala um mörg hundruð milljarða eða kannski yfir þúsund milljarða.
Svo erum við að mjálma um tittlingaskít.
Hvort er verra, heimska vinstri garmanna eða samtrygging hægri skíthæla?
Árni Gunnarsson, 31.7.2013 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.